"Icesave" er harmleikur í þremur þáttum.
- þáttur er Ísland
- þáttur er Bretland,
- þáttur er Holland.
Það er í raun eðlilegt að byrðum vegna Icesave sé skipt jafnt á milli þessara landa, þar sem sérstaða Íslands sem tjónvalds í málinu, er svo augljós, að hafið er yfir allan vafa að ríkissjóður þjóðarinnar, getur ekki og á ekki samkvæmt alþjóðalögum og ESB- lögum, að bera skaðann einn.
Þrátt fyrir að hin löndin tvö beri sinn hlut, þá eru skuldbindingar íslenskra skattgreiðenda margfalt meiri og erfiðari en skattgreiðenda hinna landanna, eða rúmlega 50 sinnum meiri en í Hollandi og tæplega 200 sinnum meiri en í Bretlandi.
En við viljum gera enn betur en það. Við fjölgum þeim sem borga sinn hlut um tvo, þannig að byrðarnar verða minni sem því nemur, deilt á löndin þrjú. En þetta tilboð setjum við ekki fram, nema löndin tvö séu tilbúin til þess að lækka vextina á þeim lánum sem við þurfum frá þeim, til þess að uppfylla samninginn.
"Og hvaða lönd eiga svo að borga hina hlutina tvo?", kann einhver að spyrja.
Jú, Ísland borgar þá hluti.
Með þessu minnka Icesave skuldbindingar Íslendinga úr 100% í 60%.
Mér skilst að um sé að ræða umtalsvert marga tugi miljarða í sparnað miðað við núverandi samning, en endanleg upphæð tjónsins er reyndar ekki ljós í dag.
Ég yrði sáttur við 0,5% í commission.
Erfið samningsstaða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 2.2.2010 (breytt kl. 18:24) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.12.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 66
- Frá upphafi: 946041
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 60
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- "WOKE- OG ESB RÍKISSTJÓRN ÞORGERÐAR KATRÍNAR GUNNARSDÓTTUR"...
- Á meðan bysskubbi svelgdist á í stólnum söng síra Baldvin hverja hámessuna á fætur annarri
- Bíó, af youtube.
- "Ég get ekki siglt yfir hafið"
- Bæn dagsins...Ljóðaljóð Salómons.
- Kaup BNA á Grænland vandamál fyrir Ísland?
- Vísindahyggja, vísindi eða trú
- Styrkur kristninnar
- ... this system of energy becomes aware of itself
- Afar árangurslítil loftslagsstefna
Athugasemdir
Í Guðana bænum farið nú ekki að þýða þessa snilldarlausn yfir á ensku eða hollensku. Þá fatta þeir þetta með vextina
Gunnar Th. Gunnarsson, 2.2.2010 kl. 17:59
Sæll Gunni minn. Nú er handboltinn búinn og þá er komið að helvítis vinstrimönnunum. Þú ert að vitna í HHG varðandi skattana og kannt greinilega vel við hans hugmyndir. Hvorugur ykkar viljið skylja að íslenska þjóðin er komin í þá stöðu sem hún er í vegna þeirra sem ekki vilja borga skatta. Þið virðist ekki skilja að græðgi er löstur. Varst það þú eða ég sem sveikst út fé í Bretlandi eða Hollandi? Nei, en þeir gráðugu og samviskulausu gerðu það. Þeir eru kallaðir fjármagnseigendur. Þegar kemur að því að borga skuldir, þá eru þeir orðnir ábyrgðarlausir og vísað er á skattborgara. Fyrrverandi formaður stjórnar hollenska fjármálaráðuneytis Hollands segir í vitnastúku að íslensk stjórnvöld hafi logið að sér. Er hann að segja satt????? Að trúa blint á markaðslögmáið er líka löstur. Græðgisvæðing getur ekki og verður aldrei góð fyrir almenning. Þeir sem eru kosnir til að stjórna okkar samfélagi eru að því í okkar umboði. Ekki í umboði markaðarins. Ég vil búa í samfélagi þar sem allir geta búið. Af því ert nú bróðir minn þá vil ég ekki trúa því að þér sé aðvara með því að skattar séu af hinu vonda. Ég er hinsvegar langt frá því sáttur við að þurfa að borga skuldir þjófa. Allir þeir menn sem nú eru nefndir varðandi þá skuldsetningu sem þjóin er sett í tengjast Sálfstæiðisflokknum. Menn sem vilja græða og borga litla sem öngva skatta. Gættu að því.
Einar Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 01:19
Ég get tekið undir margt af því sem þú segir, Einar.
Það er hins vegar ósanngjarnt að dæma heilan stjórnmálaflokk og hugmyndafræði hans, út frá því að flokksbundnir aðilar hafi gerst brotlegir við lög. Það var ekki kapitalisminn sem brást, heldur einstakir kapitalistar.
-
Það er einnig vafasamt hjá þér, vægt til orða tekið, að stimpla alla fjármagnseigendur óheiðarlega eða þaðan af verra, (jafnvel þjófa). Þeir eru bara misjafnir eins og annað fólk. Og ekki veigra allir hátekju og stóreignamenn sér við því að borga til samneyslunnar.
Að minnast eingöngu á drullusokkana úr þeirra röðum er álíka gáfulegt og að telja bara upp þá sem hafa staðið sig afburðar vel og látið af fé af hendi rakna til ýmissa góðra mála, mun meira en þeim ber samkvæmt lögum.
Gunnar Th. Gunnarsson, 3.2.2010 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.