Skattastefna vinstrimanna

Eitt af því sem fældi mig, þá nýkominn á fertugsaldurinn, frá vinstrimennskunni sem ég hafði tileinkað mér frá unglingsaldri eru skattahugmyndir þeirra. Þær eru svo barnalegar og vitlausar að þegar ég hugsar um þær þá legg ég gjarnan lófan yfir enni mitt, lúti höfði og hristi höfuðið.

Ég leyfi mér að copy/paste þessa stuttu grein H.H.G. , sem birtist á bloggi hans.

Hmmm... hvernig var þetta aftur...Errm. Ah, já! ... Gæsalappir Joyful

"Gæsirnar, sem verpa gulleggjunum, eru fleygar. Ef hart er gengið fram í skattheimtu, þá forða þeir, sem skapa mestu verðmætin og greiða hæstu skattana, sér burt. Þetta eru gömul og ný sannindi í skattamálum, þótt þeir Indriði H. Þorláksson og Stefán Ólafsson hafi ekki viljað viðurkenna þau í ótal greinum þeirra beggja gegn víðtækum og árangursríkum skattalækkunum áranna 1991–2007.

Eitt nýlegasta dæmið um þessi sannindi er viðtal við einn virtasta kaupsýslumann landsins, Jón Helga Guðmundsson í Byko, í Viðskiptablaðinu á dögunum. Jón Helgi hefur flutt heimilisfang sitt til útlanda. Þegar hann var spurður, hvort hann hefði ekki áhuga á að fjárfesta á Íslandi, svaraði hann:

„Eins og þetta er núna þá myndi maður nú bíða með það og fá að sjá betur hvert leiðin liggur. Þá er ég að vísa í að þegar ráðamenn segja að „you ain’t seen nothing yet“, þá hljóta menn að vilja sjá hvað það þýðir áður en þeir fara að ákveða eitthvað með fjárfestingar.“

Rónarnir mega ekki koma óorði á brennivínið, eins og Árni Pálsson prófessor orðaði það. Á sama hátt mega þeir Jón Ásgeir Jóhannesson og viðskiptafélagar hans ekki koma óorði á kapítalismann. Ísland þarf duglega og útsjónarsama kapítalista. Þess í stað er nú reynt að hrekja þá alla burt."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband