Dreifð markaskorun er jákvæð

633783670096169370-handballMér hefur alltaf fundist dreifð markaskorun hjá sigurliði, bera vott um styrk þess. Að ekki sé verið að stóla á eina eða tvær markavélar. Vissulega er alltaf gaman að því þegar einhver hrekkur í gang og er óstöðvandi og skorar 10-15 mörk í öllum regnbogans litum, en slíkir leikir taka sinn toll hjá viðkomandi leikmanni og hætt er við að hann verði framlár í lok móts með slíkum atgangi.

Sex leikmenn íslenska liðsins hafa skorað 133 mörk og dreifast þessi mörk nánast jafnt á leikmennina. Rúmlega tuttugu mörk til viðbótar dreifast síðan á hina leikmennina. Þetta er frábærlega jafnt skor og jákvætt.

Ég fór á EM í Sviss 2006, með þremur félögum mínum. Uppistaðan í liðinu þá er enn til staðar. Við spiluðum einmitt við Noreg í þeirri keppni. Þá höfðum við þegar unnið Rússa í fyrsta skipti á stórmóti og nú átti að taka Norðmennina. Í stuttu máli þá töpuðum við og einhver Norsarinn skoraði 16 mörk í leiknum Undecided


mbl.is Ólafur og Snorri markahæstir í íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var Kjetil Strand og hann skoraði víst 19 mörk!    Hann er enn með en við erum með miklu betri vörn núna.   Þetta fer allt vel því eins og þu segir er breiddin mikil og ef Ege verður ekki í ofsastuði!    Vona bara að Adolf Ingi hætti að tala um hvað liðið sé fallegt, gáfað, klókt, afburðagott og svo framvegis.     Það er þreytandi að hlusta á öll þessi lýsingarorð sem koma leiknum ekkert við og bera vott um minnimáttarkennd sem við þurfum ekki að hafa!

Kveðja

Ragnar Eiríksson

Ragnar Eiríksson (IP-tala skráð) 27.1.2010 kl. 15:14

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

100% sammála, Ragnar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2010 kl. 16:05

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Markvarslan hefur verið nokkuð góð hjá okkur í heildina þótt markatalan hafi verið uggvænlega há öfugu megin. Björgvin Páll er á köflum að vinna hálfgildis kraftaverk og gerir sig líklegan til að rífa markið upp og fleygja því í sóknarliðið. En hvernig væri að fá Gest Jónsson í liðið til að verja vítin?

Hann varði hvert vítið af öðru í Baugsmálinu af stakri snilld! 

Árni Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 00:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband