Atli Gíslason, alþingismaður og lögmaður, kemur mér fyrir sjónir sem þrjóskur sósíalisti af gamla skólanum. Ef hann bítur eitthvað í sig þá verður það bit ekki auðveldlega losað.
Málflutningur hans um kvótakerfið og fyrningarleiðina er einlægur og heiðarlegur. Ég er ekki alveg jafn viss um femínistan í honum
Réttlætiskend hans virkar ágætlega á flesta sem hlýða á mál hans. Hann vill sátt í samfélaginu um kvótakerfið.... en einhvernveginn grunar mig að sáttin sem hann hefur í huga séu málalok sem eru hans sjónarmið, nánast til fullnustu. Þetta er hans skilningur á því consepti að vera "maður sátta"
Atli gefur lítið fyrir málflutning Ólínu Þorvarðardóttur, þegar hún hótaði því í sjónvarpsþætti að útgerðarmenn yrðu sviftir veiðiheimildum sínum ef þeir sigldu flota sínum í land í mótmælaskini við áform ríkisstjórnarinnar í kvótamálum. Atli segist ekki trúa á hótanir, heldur sáttaleiðir.
Mér finnst rökin með fyrningarleiðinni vera heldur rýr. Ég sé fyrir mér að obbinn af stærstu útgerðarfyrirtækjunum, gætu lent í verulegum vandræðum vegna hennar. Hafa verður í huga að Ísland sker sig úr í veröldinni, þegar við tölum um sjálfbærni og arðsemi sjávarútvegsins m.t.t. samsetningu aflans.
Fiskveiðar og útgerð er í beinni samkeppni við annan matvælaiðnað, sem víðast hvar í hinum vestræna heimi er niðurgreiddur að verulegu leyti.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 945809
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Heimssýn á Samstöðinni
- Ranghugmynd dagsins - 20241122
- Syndafallið í Biblíunni - Aldingarðurinn Eden tilraunastofa, höggormurinn var sennilega sprauta með erfðabreytiefni - eins og Covid sprauturnar.
- Píratar
- Ingu Sælands ríma
- Djúp lægð
- Geti ekki brotið verkfallslög
- Vinstri hreyfingin sjálfstætt kvennaframboð.....
- Við eigum að gera betur.
- Ranghugmynd dagsins - 20241121
Nýjustu albúmin
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
- Handtökuskipun á hendur Netanjahú og Gallant
- Leitar á ný mið eftir kolranga könnun
Athugasemdir
Líklega er það rétt að hóflaust brottkast á afla sé eina raunhæfa leiðin til að auka nýtingu fiskistofna. Sömuleiðis að það sé hafið yfir allan vafa að þjóð sem hefur lifað á fiskveiðum og sjósókn eins og Færeyingar hafi minna vit á því hvað þeim er fyrir bestu en íslenskir kvótagreifar.
Og sem sáttaleið er ég tilbúinn að viðurkenna að sægreifar muni fara rakleitt á hausinn ef þeir þurfa að borga leigu eftir auðlindina.
Hinsvegar má það hverjum vera ljóst að kvótalausar útgerðir geta greitt 2/3 af aflaverðmæti í kvótaleigu til sægreifanna og hagnast!
Seint verður Hafró fullþakkað fyrir að vernda sýktu síldina fyrir græðgi útgerðarinnar og leyfa henni að deyja óáreittri.
Deilur um stjórnun fiskveiða hafa alltaf verið fyrst og fremst milli þeirra sem neita því að fiskurinn sé eign þeirra sem fara með aflaheimildir og hinna sem telja sig eiga þær. Eru einhver dæmi um að menn afhendi það sem þeir hafa fengið að fénýta án þess að bera fyrir sig varnir?
Árni Gunnarsson, 27.1.2010 kl. 09:27
Mér finnst allt í lagi að skoða auðlindagjald, en fyrningaleiðin er snúin. 90% allra veiðiheimilda í dag, eru nú þegar keyptar fullu verði.
Gunnar Th. Gunnarsson, 27.1.2010 kl. 18:06
Sem er hárrétt hjá þér Gunnar. Þó er það nú svo með þetta mál eins og breska og hollenska sparifjárinnleggjendur í Icesave að þarna var áhætta og hún er meira að segja undirstrikuð í lögum um fiskveiðar en þar segir að úthlutun aflaheimilda myndi ekki eignarrétt.
Svo getum við hugsað okkur að eftir að ákveðið hefur verið að fara í breytingar verði reynt að fara ekki ofbeldisfyllstu leiðina eða þá heimskulegustu en þar stendur auðvitað hnífurinn í kúnni þegar horft er til stjórnarathafna.
Það hefði verið auðvelt að halda veiðiheimildum í sjávarbyggðunum með ofurlítilli skynsemi í smabátakerfinu. En um leið og aflaheimildir smábáta voru gerðar framseljanlegar sáu eigendur bátanna auðvitað leiðina til að verða ríkir.
Þetta er í hnotskurn dæmið um asnann með gullklyfjarnar.
Árni Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 00:36
Þær voru nú ekki gæfulegar, sumar útgerðirnar fyrir daga kvótakerfisins. Og svo voru allskyns burgeisar í faginu sem ekkert erindi áttu í það, en þeir höfðu vindil í kjaftinum og gengu í opinbera sjóði eins og þeir ættu þá. Og svo þegar þeir voru endanlega komnir í þrot, þá kom "pennastrikið" góða til skjalanna og skuldirnar afskrifaðar.
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 01:07
Ég var ferskfiskmatsmaður í 11 ár og eiginlega skildi ég aldrei á hverju þessar fiskvinnslur tórðu. Þegar ég byrjaði var fagmennskan slík hjá mörgum starfsbræðrum mínum að flokkunin var 1. fl. 98% 2. fl. 2% Svona hafði þetta þróast allt frá því að markaðurinn fyrir Nigeriuskreiðina opnaðist, en þá var líklega búið að fella gengið svo mikið að þó morkan úr 3ja nátta netafiski seldist á verði styrjuhrogna. Þá lönduðu netabátar svo miklu í aflahrotum að móttökurnar fylltust og aflanum var sturtað á tún og svo spyrtur í skreið.
Þegar þessu tímabili lauk hafði fiskmatið þróast á þá leið að allur þorskur fór í 1. flokk enda var þá landssambandsverð svokallað á fiski og flokkunin var orðin einskonar kjarasamningur milli útgerðar og sjómanna.
Matsmennirnir voru margir hverjir uppgjafa sjómenn og áttu alla vini sína innan stéttarinnar. Þeim reyndist um megn að "vinna gegn" þessum vinum sínum með því að raunmeta fiskinn sem kallaðist "að helvítis matsmaðurinn felldi fyrir okkur fiskinn." Auðvitað gat engin fiskvinnsla skilað hagnaði við slíkar aðstæður.
Árin mín tvö í Vestmannaeyjum hélt ég námskeið fyrir nemendurna í Stýrimannadeildinni. Þar voru m.a. nokkrir sem höfðu starfað sem stýrimenn á undanþágum um áraraðir. Þeir þökkuðu mér af einlægni fyrir að hafa sýnt þeim inn í ókunnan heim!
Uppboðsmarkaðarnir breyttu gúanófiskiríi Íslendinga í matvælasköpun.
Fiskmarkaðir verðleggja fiskinn raunhæft og eru eina fiskmatið sem mark er takandi á.
Ég hlífi þér við lengri lestri en um þetta skelfilega mál veit ég eitthvað meira en margir þeir sem hafa þó hærra en ég.
Árni Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 09:15
Takk fyrir þetta, Árni. Þetta er fróðlegt innlegg hjá þér
Gunnar Th. Gunnarsson, 28.1.2010 kl. 11:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.