Samkvæmt skoðanakönnun sem er í gangi hér á blogginu hjá mér, segja 76% nei við lögunum. Það er nokk í samræmi við aðrar skoðanakannanir.
Ríkisstjórnin notar dómsdagsspár í áróðri sínum fyrir lögunum, en það virðist ekki vera að virka hjá þeim. Ég tel mikilvægt að synja þessum lögum og senda með því skýr skilaboð til viðsemjenda okkar. Reyndar yrðu þau skilaboð einnig skýr fyrir okkar eigin samningamenn.
Ekki veitir af, sýnist mér
Kosið 6. mars | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 19.1.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 946220
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 77
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Ranghugmynd dagsins - 20250122 (fyrir lengra komna)
- Skaðræðislægð stefnir á Írland
- Engar sannanir og líklegasta skýringin
- Loftslagssvindlið strand
- Tæki 15 ár að fá evru og tapa fiskimiðunum og orkunni í leiðinni?
- Vafasamir ráðherrar sem brjóta lög fá að sitja
- Skóflustunga ráðherra og flugvöllurinn
- Aðgerðablaðamennska Morgunblaðsins
- Stelirðu miklu og standir þú hátt.
- Pæling II
Athugasemdir
Mikilvægt að borga Icesave.
Þeir sem segja nei eru eiginhagsmunaseggir fram í fingurgóma. Eyddu margir hverjir efnum fram í góðærinu og kenna öðrum um, aumkunarvert.
Sögðu svo við mig t.d. sem fluttst burt 2005 að ég ætti bara að taka lán fyrir hinu og þessu, þetta er ekkert mál, bankinn sér um þetta fyrir þig var það sem heyrðist í fólki. Ekki einum heldur tugum, vinir og ættingjar.
Margt slæmt sem það getur leitt af sér að borga ekki þessa reikninga eins og t.d. fyrir það fólk sem hefur búið erlendis í mörg ár.
Í Noregi og Svíþjóð er talað um það að ef þetta verður ekki greitt þá munu Íslendingar þurfa að sækja um dvalarleyfi í þessum löndum sem er ekki víst að verði samþykkt.
C.a. 30 þúsund Íslendingar búa í löndum þar sem hljóðið er það sama, t.d. Hollandi og ástandið á Íslandi og uppbygging mun ganga mun hægar og kosta mun meira ef þetta verður ekki borgað.
Ég t.d. er að mennta mig til að vinna við norskar aðstæður og konan er menntuð á þann hátt að það nýtist henni einungis í Noregi og við ætlum ekki að láta flytja okkur úr landi að því að haugur að fólki lifði efnum fram en neitar fyrir það í dag.
Auðjöfrar og verkafólk, skiptir engu, staðreyndin er að fólk hagaði sér eins og fífl að því að það gat fengið lán.
Ég neita að borga fyrir flatskjánna, jeppana, fellihýsin og fríin hjá þessu fólki sem hafði ekki vit á því að leggja 2+2 saman.
Júlíus (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 15:11
NEI....
Júlíus: Er IceSave þá einhverskonar refsing því margir eyddu um efni fram árið 2007. Eigum við að gefa Bretum 600 milljarða því við vorum svo óþekk. Algjörlega fáránleg rök.
Halla Rut , 19.1.2010 kl. 15:25
Já, fáránleg rök að ég vilji ekki vera þvingaður að flytja aftur á þetta sker uppfullum af hrokagikkjum og þjóðarrembingi.
Skelfilegt að ég skuli einu sinni hugsa um mig en ekki ykkur hin sem eydduð eins of fífl. (best að taka það fram fyrir trega að þetta á ekki við alla en mjög marga, þeir sem æsa sig mest yfir þessu tóku þátt í góðærinu ;o)
Já lélegt að ég vilji ekki borga undir rassgatið á eyðsluglöðum Íslendingum hvort sem þeir voru ríkisbubbar eða fólk í einhverjum ævintýraleik að eyða efnum fram.
Fáránlegt að refsa okkur sem búum erlendis fyrir ykkar heimskupör(enn og aftur þeir sem eyddu eins og kjánar)Júlíus (IP-tala skráð) 19.1.2010 kl. 17:29
Þetta er alveg ótrúleg steypa Í þér, Júlíus en hefur reyndar samhljóm með dómsdagsspánum.
-
Ég segi einfaldlega að við eigum ekki að borga nema það sem okkur ber samkv. lögum. Hugsanlega er það EKKERT umfram eignir innistæðutryggingasjóðs bankanna sem fóru í þrot. Á lögin um þessi mál vilja Bretar og Hollendingar ekki láta reyna. Hvers vegna skyldi það nú vera?
-
Það sem er þó enn undarlegra er að kommastjórnin íslenska, virðist heldur ekki vilja láta á lögin reyna
Gunnar Th. Gunnarsson, 19.1.2010 kl. 17:29
Þetta er ólög því þau er ekki í samræmi við þjóðahagsmuni, þjóðargrunnlög, tilskipunarlög EU um innlánasamtryggingarkerfi innan sömu lögsögu eða stjórnskipunarskrá EU hvað varðar þjóðernislega mismunun eða heilbrigða samkeppni t.d.
Þetta er spurning um að segja neí, heldur sanngjarna málsmeðferð sem verndar almenning allra landa. Gegn því m.a. að borga meira en stóð til á forsemdum uppspunaverðtryggingar sem byggir á gengi braskara á fjármálmörkuðum. En ekki gengi samfélagis þar sem viðskipti fara fram.
Sem bíður upp á skjótfengin gróða fyrir lánadrottna ef gengi efnahagseiningarinnar hrakar í ljósi efnahagstjórnarinnar og yrtri aðstæðna.
Júlíus Björnsson, 19.1.2010 kl. 21:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.