The Hellsingers

Ingi T.Ingi T. Lárusson, tónskáld, fćddist á Seyđisfirđi áriđ 1892 og lést 1946, eftir um 18 mánađa veikindi.

Ingi T. er eitt af ţjóđartónskáldum Íslendinga og mörg laga hans eru ódauđleg í hjörtum okkar. Ţađ kemur ţví nokkuđ á óvart ađ ekki skuli meira til eftir hann í rituđum heimildum um líf hans og störf, en raun ber vitni.

Í gćr, sunnudaginn 17. janúar voru haldnir tónleikar í Kirkju og menningarmiđstöđinni á Eskifirđi, til heiđurs Inga T. Lárussyni, í tilefni ţess ađ Daníel Arason, tónlistarmađur á Eskifirđi, hefur stađiđ ađ útgáfu söngbókar međ lögum Inga.

"Ingi Tómas Lárusson fćddist á Seyđisfirđi 26. ágúst áriđ 1892. Foreldrar hans voru Lárus Sigmundur Tómasson frá Brúarlandi í Deildardal, Skagafirđi, og Ţórunn Gísladóttir Wium frá Rangá í Hróarstungu á Hérađi. Ingi var nćstyngstur fimm barna ţeirra, en frumburđurinn Tómas lifđi ţó einungis í tćpan sólarhring. Önnur börn ţeirra Lárusar og Ţórunnar voru Gísli fćddur 1888, Margrét Krisín fćdd 1890 og Snorri fćddur 1900.  Ingi naut ţess ađ Seyđisfjörđur var á ţeim tíma mikill menningarbćr, státađi t.a.m af strengjakvartett um aldamótin 1900, trúlega ţeim fyrsta á landinu. 
   

Ingi fór snemma ađ hafa áhuga á tónlist og sýna hćfileika á ţví sviđi. Hann naut ţó ekki formlegrar tónlistarkennslu en bjó ađ ţví ađ Lárus fađir hans var hćfileikaríkur tónlistarmađur og leiđbeindi syninum, en fleiri munu ţó hafa komiđ ađ ţví. Frásagnir eru af ţví ađ Ingi hafi samiđ sitt ţekktasta lag, Sumarkveđja, einungis sjö ára gamall ţó reyndar fari tvennum og jafnvel ţrennum sögum af tilurđ ţess lags eins og reyndar fleiri laga Inga. 


Ingi dvaldist ađ mestu á Seyđisfirđi til ársins 1911 en ţá hélt hann til Reykjavíkur og stundađi nám viđ Verzlunarskóla Íslands og ţađan lauk hann prófi áriđ 1913. Ađ námi loknu dvaldist hann víđa um land, t.d á Borgarfirđi eystri, Seyđisfirđi, Akranesi og Vopnafirđi. Stćrstan hluta starfsćvi sinnar dvaldist Ingi ţó í Neskaupstađ ţar sem hann var m.a. símstöđvarstjóri á árunum 1921 – 1936. 


Tónlistin átti ţó hug hans allan og ţótti honum miđur ađ geta ekki helgađ sig henni og menntađ sig betur í tónlist. Tvisvar sinnum sótti Ingi um styrk til Alţingis til ađ fara utan til ađ mennta sig í tónlist en fékk ekki. Ekki hafa fundist gögn um ađ Alţingi hafi svarađ umsóknum Inga sem ţó voru studdar bestu međmćlum. 
 

Ingi kvćntist Kristínu Blöndal í Norđfjarđarkirkju áriđ 1921. Ţeim varđ tveggja barna auđiđ, sonurinn Lárus fćddist áriđ 1924 en dó ađeins nokkurra klukkustunda gamall. Dóttirin Inga Lára fćddist áriđ 1927 og lést áriđ 2009 en myndin hér á síđunni er af ţeim feđginum. Kristín og Ingi skildu áriđ 1936 og kom ţá töluvert rót á líf Inga. Ţađ sem eftir var ćvinnar bjó hann víđs vegar um landiđ, međal annars á Reyđarfirđi og Akranesi. Einnig tók heilsu hans ađ hraka. Ingi lést á Vopnafirđi 24. mars áriđ 1946 og útför hans fór fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík. Hann er jarđsettur í Hólavallakirkjugarđi í Reykjavík.


Er Ingi lést áriđ 1946 var ekki mikiđ til af útgefnum lögum eftir hann, en Ingi var ekki mikiđ fyrir ađ trana verkum sínum fram og fremur hirđulaus um ađ varđveita ţau. Vitađ er til ţess ađ mörg handrit hans hafa glatast og fullvíst er ađ hann samdi talsvert fleiri lög en varđveist hafa.    

Áriđ 1948 gaf vinur Inga, Arreboe Clausen, út bókina Söngvasafn en Carl Billich sá um ađ gera lögin hćf til útgáfu. Í henni voru 27 lög í útsetningum ýmist fyrir einsöng, karlakór eđa blandađan kór. Ţessi bók seldist upp á skömmum tíma og hefur síđan veriđ ófáanleg.

Á síđustu árum hafa fundist sjö lög eftir Inga, ýmist í handritum hans, uppritunum annarra eđa í munnlegri geymd. Hafa ţessi lög nú veriđ útsett og inniheldur ţessi bók ţau 34 lög eftir Inga T. lárusson sem ţekkt eru. Ţau lög sem ekki voru til í útsetningum fyrir einsöng hafa veriđ útsett sérstaklega fyrir bókina og hefur Stefán Arason ađ mestu séđ um ţađ verk ásamt útgefanda, Daníel Arasyni, en einnig hefur Jón Ţórarinsson útsett tvö lög í bókinni."

http://www.fjardabyggd.is/Menningogtomstundir/IngiTLarusson/ )

Nánari upplýsingar  um bókina Gleđinnar strengir  

Ég söng á ţessum tónleikum međ Karlakórnum Glađ á Eskifirđi. Ég hef ekki sungiđ áđur međ kórnum en ţetta mun vera međ elstu kórum landsins.  (ef ekki sá elsti).  Karlakórinn Glađur hefur svo sem ekki veriđ mjög virkur á undanförnum árum, utan ţess ađ hann syngur viđ flest allar jarđarfarir á Eskifirđi. 

Nafn kórsins, "Glađur" er reyndar dálítiđ óheppilegt, miđađ viđ tilefnin ţegar hann kemur saman og ţví gengur kórinn í daglegu tali hér eystra undir nafninu "Grafarakórinn".

helsingi....Sem minnir mig á ađ ţegar nokkrir félagar úr Karlakór Reykjavíkur sungu gjarnan viđ jarđarfarir, stakk einn söngfélaganna upp á ţví ađ kórinn ţyrfti nafn. Mađurinn var fuglaáhugamađur og stakk upp á nafninu "Helsingjarnir".

Ţá sagđi einn félagi í kórnum: "Já, og ef viđ syngjum í jarđarför yfir útlendingum ţá heitum viđ "The Hellsingers" Happy 

Mig langar ađ minnast sérstaklega á einn flytjanda á ţessum tónleikum en ţađ er bassasöngvarann Herbjörn Ţórđarson. Ţar er á ferđinni afar góđur söngvari, en Keeth Reed, tónlistarkennari á Egilsstöđum uppgötvađi ţennan bóndason úr Breiđdalnum, fyrir nokkrum árum síđan.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Bestu ţakkir fyrir ţessi verđskulduđu minningarorđ um ástsćlt tónskáld! Ingi Tómas varđ ástsćll lagasmiđur og eldist ekki međ árum. Lögin hafa músikalskan tónblć og skila hughrifum textans óvenju vel. Ţau lýsa jafnframt nokkuđ sterkt miklum og viđkvćmum tilfinningum höfundarins.

Ingi er einskonar Jónas Hallgrímsson og Páll Ólafsson á sviđi íslenskrar tónlistar.

Árni Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 01:42

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála ţér Árni. Magnađ tónskáld.

-

Jón B. Guđlaugsson, sem er skyldur tónskáldinu og flutt hefur erindi í útvarpi um Inga, flutti tvö stutt erindi á tónleikunum á milli flutninga fjögurra einsöngvara og tveggja kóra á tónlist ţessa merka manns. Mjög fróđlegt.

-

Ţetta var virkileg skemmtileg stund í Guđs og tónlistarhúsi Austurlands. Daníel Arason á heiđur skiliđ fyrir framtak sitt

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.1.2010 kl. 02:52

3 identicon

Skemtileg og vel heppnuđ dagskrá. Sammála ţér međ Dnaíel og löngu komin tími á útgáfu ţessarar bókar. Takk fyrir kvöldiđ.

viđar (IP-tala skráđ) 18.1.2010 kl. 07:43

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband