Eitthvað rámar mig í að Steingrímur Joð hafi eitt sinn haft þessi orð: "Gunga og drusla", um eitt mesta kjarkmenni í íslenskri pólitík frá upphafi, Davíð Oddsson.
Davíð hefur reynt að telja kjark í þjóðina alveg frá byrjun. Kannski hefur það eitthvað með hversu ólíkar manngerðir hægri og vinstrimenn eru. Ólíkt bregðast þær við.
Ég var eitt sinn vinstrimaður......
Betra en að deyja úr þorsta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 16.1.2010 (breytt kl. 15:24) | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 63
- Frá upphafi: 946015
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Grjótari og Jakobsleiðin á hálendi Íslands
- Hótanir, Málsbætur??????
- 48 dagar
- Hún elskar hann en hann elskar hana að meðaltali frekar lítið
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
Athugasemdir
Ég man þegar "eitt mesta kjarkmenni í íslenskri pólitík frá upphafi, Davíð Oddsson." var ráðinn í seðlabankann og setti hann í þrot, skapaði að öllum líkindum STÆRRI skuld en ICESAVE,
ekki gleyma því Gunnar minn, að þegar allt var í blóma, uppsveiflan sem mest, þá segja allar hagfræðibækur og hagfræðingar, að nú skal draga úr umsvifum ríkisins, enn "eitt mesta kjarkmenni í íslenskri pólitík frá upphafi, Davíð Oddsson." ákvað að ráðast í stærstu framkvæmt Íslandssögunnar, kárahnjúkavirkjun sem ók uppsvæfluna og gerði niðursveilfuna mun verri en hún hefði verið,
þó að "eitt mesta kjarkmenni í íslenskri pólitík frá upphafi, Davíð Oddsson." hefur verið að telja í fólk kjark, sagt ýmsa hluti til að auka fylgi við sig þá skaltu ekki gleyma því hver kom okkur í þessa stöðu!
Nú er ég ekki bara að tala um "eitt mesta kjarkmenni í íslenskri pólitík frá upphafi, Davíð Oddsson." enn hann, á meðað við að vera einn maður, þá á hann alveg ótrulega stórann þátt í þessu öllu!
Hann kom okkur, sem land, í eitt að ríkustu löndum í heimi, hann á mikin heiður skilin fyrir það! Enn hann á líka mikinn heiður skilið fyrir það að við erum í þá stöðu sem við erum í núna, hann ákvað að sleppa því að vera skynsamur, sleppa því að hlusta á ráð frá erlendum löndum, hann ákvað að gera allt það sem öll hagræði segja honum að gera ekki, það er hann sem gerði þessa gjá svona hrikalega djúpa! Gunnar ekki gleyma því!
ps. svo má deila um það hvort 2008 ríkistjórn og núverandi ríkistjórna hafi gert þessa gjá dýpri ;)
Tryggvi (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 05:09
Margir eru á bandi Davíðs elska kvalara sinn, það er rétt Davíð á mikinn þátt í því hvernig fyrir okkur er komið en því miður eru flestir sem stjórna á alþingi ekki starfi sínu vaxið.
Sigurður Haraldsson, 16.1.2010 kl. 09:44
Hvar er byltingin núna??
Þetta er ofur einfalt! VIÐ, ALMENNINGUR EIGUM EKKI AÐ BORGA BRÚSANN FYRIR ÞESSA MESTU GLÆPAMENN ÍSLANDSSÖGUNNAR þ.e. björgólfsfeðga.
Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 16.1.2010 kl. 10:16
Tryggvi, þetta er allt tómur misskilningur í þér. Ég skal svara því lið fyrir lið síðar í dag.
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 11:37
Meðan við höfum einhvern húmör er von. Takk fyrir þennan.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 16.1.2010 kl. 11:48
100% sammála þér. Okkur vantar sárlega leiðtoga sem talar máli þjóðarinnar og sér lengra en nef sitt.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.1.2010 kl. 15:06
1. kafli Icesave. Hverjur gengu undir okið fyrir hönd íslensku þjóðinnar
Niðurstöður frá 2008 sem Bjarni Ben studdi ásamt öllum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins!
Flokksformennirnir semja og semja hver við annan! Og segjast sumir þeirra hafa góða trú á, að Hollendingar og Bretar fáist að samningaborðinu. Stjórnarandstöðunni tókst með lýðskrumi að þvinga ríkisstjórnina í viðræður við sig. Að þeim takist hið sama með Breta og Hollendinga má með réttu efast um. Hollendingar og Bretar hafa enga þörf fyrir að semja við Íslendinga uppá nýtt. En Íslendingar verða í mikilli klemmu verði enginn samningur um málið gildur!
„...en ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að Evrópusambandið hefði átt að standa miklu nær viðræðuferlinu," sagði Bjarni. Bjarna má benda á samning sem ríkisstjórn Geirs H. Haarde gerði 16. nóvember 2008 við ESB. Þar voru lagðar línurnar um samningana, hin umsömdu viðmið. Ríkjunum var svo látið eftir að semja um smáatriðin. Í Viljayfirlýsingu Íslands og AGS 9. grein kemur einnig fram sama afstað. Bjarni Ben hefur endurtekið í sífellu, að samningurinn frá í haust sé ósanngjarn og að engin ríkisábyrgð gildi um innistæðutryggingar. Samt greiddi Bjarni einmitt atkvæði sitt tillögu um ríkisábyrg á innistæðum í íslenskum bönkum á Evrópska efnahagssvæðinu haustið 2008.
AGS hefur verið gagnrýndur fyrir þá afstöðu sem hann tók til endurskoðunar áætlunarinnar um endurreisnina eftir að ÓRG vísaði lögunum til þjóðarinnar.
Árni Mathiesen þáverandi fjármálaráðherra og Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri undirrituðu Viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Í níundu grein þeirrar yfirlýsingar stendur orðrétt:
„Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta byggist á þeim skilningi að unnt verði að forfjármagna þessar kröfur fyrir tilstyrk viðkomandi erlendra ríkja og að jafnt Ísland sem þessi ríki séu staðráðin í að efna til viðræðna á næstu dögum með það að markmiði að ná samkomulagi um nánari skilmála vegna þessarar forfjármögnunar." (15. nóvember 2008).
Hin umsömdu viðmið í samningi ríkisstjórnar Geirs H. Haarde við ESB.
Auðun Gíslason, 16.1.2010 kl. 19:20
takk fyrir þennan. Kjarkmenni.
Andrés Kristjánsson, 16.1.2010 kl. 20:19
Afhverju hlærðu ekki að því Steingrímur skyldi kalla aðra menn gunfur
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 21:15
Gungur... átti þetta nú að vera
Gunnar Th. Gunnarsson, 16.1.2010 kl. 21:16
Tryggvi. Davíð setti ekki Seðlabankann í þrot, bankinn hefur í sjálfu sér ekki verið í þeirri stöðu. Hins vegar komst hann í þrot að því leyti til að hann gat ekki bjargað bönkunum með nánast ótakmörkuðum lánum.
-
Hafa verður í huga að bankastjórar Seðlabankans voru þrír og það var sameiginleg niðurstaða að reyna til þrautar að bjarga einum bankanna með láni, en síðar kom í ljós að það dugði ekki til. Stuttu síðar bað Glitnir um lán og settu að veði svokölluð "ástarbréf". Þá var sagt stopp af hálfu Seðlabankans og bankinn gagnrýndur fyrir það. Sumir fullyrtu að ef það lán hefði verið veitt hefðu bankarnir ekki hrunið. Væntanlega mun rannsóknarnefnd Alþingis komast að einhverri niðurstöðu um þessi lánamál Seðlabankans og ég tel að menn eigi að bíða með stórkarlalegar yfirlýsingar þangað til.
-
Varðandi Kárahnjúka þá er það ruglumbull í andstæðingum framkvæmdarinnar að hún hafi valdið eins mikilli þenslu og þeir vilja vera láta. Kalt mat fagaðila er að hún hafi átt um 15% í þenslunni. Í dag er þessi framkvæmd einn af ljósu punktunum í þeirri afleitu stöðu sem þjóðin er í.
-
"Sleppa því að hlusta á ráð frá erlendum bönkum", segirðu. ´
Davíð varaði við þeirri stöðu sem koma kynni upp, mörgum mánuðum fyrr. Ekkert var hlustað áð þau varnaðarorð. Að sjálfsögðu reyndi hann að verja stöðuna í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Annað hefði verið ábyrgðarlaust og ég á ekki að þurfa að útskýra hvers vegna.
-
Auðun, það sem menn gerðu, eða gerðu ekki í aðdraganda bankahrunsins og í upphafi þess, er vafalítið gagnrýnivert. Mistök voru klárlega gerð á einhverjum tímapunktum, enda bankakerfi landsins í rúst. Það er hins vegar ekki til umræðu núna. Núna erum við að ræða samninga um Icesave og hvernig við komum best út úr þeim.
Hin hreina og tæra vinstristjórn er ekki að standa sig í því máli.
-
Varðandi orð Árna Mathiesen, um greiðslur úr innistæðutryggingasjóði, þá er í sjálfu sér ekkert athugavert við það. En hvað var sagt um það af hálfu Breta, hvað myndi gerast þegar innistæðutryggingasjóðirnir væru tæmdir?
Það hefur nefnilega ekki fengist að láta reyna á það fyrir dómstólum. Samningurinn sem hin hreina og tæra vinstristjórn gerði við Breta og Hollendinga, afsalar okkur réttinum til þess að fara dómstólaleiðina í málinu.
-
70-80% þjóðarinnar telur að núverandi samningur sé óviðunandi. Til þess að ná fram betri niðurstöðu fyrir Íslendinga í þessu máli, þá er ekki verra að hafa trú á sjálfum sér í málinu. Jóhanna og Steingrímur hafa enga trú á að ríkisstjórn þeirra nái að koma sjónarmiðum þjóðarinnar á framfæri, enda hefur þeim ekki tekist það. En það er töluv erður fjöldi útlendinga sem reyna að tala máli okkar og orð þeirra hafa vakið töluverða athygli erlendis.
Gunnar Th. Gunnarsson, 17.1.2010 kl. 21:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.