Aumkunarverður tónn í bréfinu.

Þetta örstutta bréf Jóhönnu, segir eiginlega allt sem segja þarf.

Hún er skjálfandi og skíthrædd á hnjánum, í stað þess að segja með reisn, að útlit sé fyrir að íslenska þjóðin láti ekki kúga sig til ósanngjarnra og ólöglegra nauðarsamninga.


mbl.is Áætlun AGS afar þýðingarmikil
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Allt sem þessi flugfreyja gerir er klúður. Hún ætti að taka sér frí frá þessu starfi og taka að sér einhver verk sem hún ræður sæmilega við.

Í bréfi Jóhönnu upplýsir hún vitneskju um að AGS haldi málinu í gislingu vegna Icesave, þrátt fyrir að Dominique Strauss-Kahn hafi opinberlaga lýst yfir því gagnstæða. Hvílík geðleysa að mótmæla ekki svona hegðan.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.1.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Sammála síðasta ræðumanni. Þetta er rétta orðið: "Geðleysa".

Guðmundur St Ragnarsson, 14.1.2010 kl. 18:17

3 Smámynd: GH

Gott að hafa altæsa sem vita allt betur en flugfreyjur! En hver er "aumkunarverður"? Sá sem kemur til dyranna sem hefur allt nið'rum sig vegna undangengis sukks og kannast ekki neitt við neitt eða sá sem segir að við ætlum að taka okkur á? Talað er um þjóðarstolt, en felst það í því að segja að við könnumst ekki við neitt eða því að segja að við viljum vinna með umheiminum?

GH, 14.1.2010 kl. 22:20

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Hver segir að við getum ekki unnið með umheiminum GH þó að við látum ekki troða annaramanna skuldum á herðar okkar... Ég hef hvergi lesið að sá fyrirvari þurfi að vera til staðar til að hægt sé að vinna með umheiminum. Þjóðin þarf að geta verið stolt með sjálfa sig og borið höfuðið hátt, sem og allar aðrar þjóðir hljóta að vilja státa sig af. Til að geta verið stoltur með sjálfan í heiðarleika þarf maður að vera sannur í hjarta sínu, og til þess þarf maður að geta staðið með sjálfum sér í því sem er rétt og því sem er rangt. Að troða annara manna glæfraskuldum á okkur er ekki rétt, og við viljum öll sem einn geta borið höfuð okkar hátt. Jóhanna er ekki að vinna að þessu fyrir okkur. Er ég alveg sammála þér Gunnar þetta er ekki hægt.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 14.1.2010 kl. 23:45

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Helstu rök stjórnarsinna í þessu Icesave-samningaklúðri eru að beina athyglinni frá málinu og tala um annað.

Samningurinn sem Samfylkingin og VG vill að þjóðin samþykki, er ÞESSI samningur, ÞETTA mál. Þjóðin er að ræða það. Þess vegna er æskilegt að fókusa á ÞAÐ og láta annað bíða akkúrat á meðan.

-

Hafðu ekki áhyggjur af því, HG, önnur mál verða rædd enda von á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis innan tíðar.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.1.2010 kl. 00:00

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

GH býður upp á sömu röleysuna og við höfum mátt hlusta á frá Icesave-stjórninni í nærstum 12 mánuði. Þetta veit hann svo sem, enda kemur hann fram undir dulnefni. Skammastu þín GH.

Loftur Altice Þorsteinsson, 15.1.2010 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband