Skyttulausir Portúgalar

Þetta var nokkuð sveiflukenndur leikur hjá íslenska liðinu. Þegar staðan var orðin    12-7 fyrir Ísland, var eins og leikmennirnir ætluðu sér að klára leikinn án fyrirhafnar. Slíkt hugarfar gengur auðvitað ekki. Portúgal hefur á að skipa liprum handboltamönnum. Þeir eru bæði snöggir og sterkir en ógnun frá þeim utan af velli var af skornum skammti. Það þarf ekki að búist við svoleiðis lúxus í Austurríki.

Línuspil og hraðaupphlaup virðist aðalvopn Portúgala og handbragð Mats Olsson, þjálfara þeirra leyndi sér ekki á markverði þeirra. Hörku markmaður þar á ferð.

Leikur íslenska liðsins heldur áfram að lofa góðu en þessi 10 marka sigur hefur lítið að segja þegar í alvöruna er komið.

Það var gaman að sjá ungu leikmennina spreyta sig á lokakaflanum og framtíðin er björt í handboltanum hjá okkur. Ég spái þó að Ólafur Guðmundsson og Rúnar Kárason verði ekki með að þessu sinni. Það er eifaldlega ekki pláss fyrir þá í þessu frábæra liði.


mbl.is Ísland sigraði Portúgal með 10 marka mun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband