Flest erum við sammála um að ríkið þurfi skatttekjur. En skattahugmyndir vinstrimanna hafa alltaf gengið út á "því meira, því betra", og þá breytir engu þó "meira sé minna", bara ef hægt er að skattpína helvítis kapitalistana.
Það er nefnilega þannig að afleiðinga skattastefnu ríkisstjórnarinnar eru minni skatttekjur ríkissjóðs. Fyrir því liggja nokkrar ástæður.
- Flókið skattkerfi er dýrara í rekstri
- Flókið skattkerfi hvetur til skattsvika
- Háir skattar hvetja til skattsvika
- Háir skattar minnka veltu í þjóðfélaginu = minni skatttekjur
- Háir skattar á t.d. áfengi, eykur smygl og heimabrugg
- Minna svigrúm fyrir fyrirtækja að hækka laun
- Minni ráðstöfunartekjur fólks = minni skatttekjur
Ég hvet fólk til þess að kynna sér "Laffer-kúrfuna". Gúgglið það upp.
Fyrirtækjum mismunað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Tvöfalt eftirlit EES
- Sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu?
- Pútin borðar okkur ekki, að sögn
- Það er rétt að halda til haga SPURNINGUM ATVINNULÍFSINS TIL FORMANNA HELSTU FLOKKA Á ALÞINGI.
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Íslandi
- Vinstri skipbrot í Bandaríkjunum og Evrópu
- Derrick mættur á svæðið
- Samfylkingin gegn Suðurkjördæmi
- Herratíska : CORNELIANI í veturinn 2024
- Horfir á með "hryllingi"
Athugasemdir
Sæll Gunnar.
Ég er sammála þér um það að of háir skattar eru til tjóns. Ég er hins vegar sannfærður um það að undanskot frá skatti eru til enn meira tjóns.
Ég get tekið t.d. trillukall sem gerir út eigin bát. Hann reiknar sér laun upp á 180.000 á mánuði og borgar þar af leiðandi sáralítinn skatt. Samt er hann alveg brjálaður ef minnst er að fella niður sjómannaafsláttinn, þó hann sé meira heima hjá sér en verkamaðurinn sem vinnur fulla vinnu og borgar fullan skatt af þeim lúsarlaunum sem um er samið í samningum SA og ASÍ og nýtur einskis afsláttar.
Hann borgar sér hins vegar 3,5 milljónir í arð og borgar af því 10% arð jan.-júní og 15% júlí-des. Hann borgar samt ekkert útsvar til sveitarfélagsins af því, en er samt með barn í skóla og annað í leikskóla, auk þess sem fjölskyldan notar aðra Þjónustu sem er niðurgreidd af útsvari íbúanna, t.d. íþróttahús, sundlaug og fl. Konan hans verslar inn til heimilinsins og lætur einkahlutafélagið borga.
Og svo eru endurskoðunarskrifstofur á fullu að finna leiðir til að halda þessum viðbjóði áfram.
Þetta kallast: Helvítis fokking fokk!
Kveðja, Alli
Alli
Alli, 12.1.2010 kl. 11:28
Ég tek undir þetta hjá þér, Alli.
Þetta er sárgrætileg framkoma
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 11:32
Til viðbótar við kúrfuna má benda á Kurt Hauser. Niðurstaða hans er kölluð lögmál en ekki kenning, enda byggist Hauser's Law á útreikningum byggðum á raunverulegum gögnum frá bandarískum yfirvöldum, sem spanna meira en hálfa öld. Aukin verðmætasköpun er það eina sem getur aukið tekjur ríkisins, en ekki hærri skattlagning.
Mæli líka með að kíkja á deloitte.is og skoða glærur Ragnar Árnasonar af skattafundinum í morgun. Fyrirlestur hans var mjög áhugaverður.
Haraldur Hansson, 12.1.2010 kl. 12:59
Já það er mikið til í þessu hjá þér Gunnar en það má virða ríkisstjórninn það til vorkunnar að það vantar peninga hér og nú til að borga upp í hrunið mikla og hvar á að taka peningana?
Þórdís Bára Hannesdóttir, 12.1.2010 kl. 13:31
Takk fyrir þetta, Haraldur.
-
Þórdís, alveg rétt, ríkisstjórnin er ekki í öfundsverðu hlutverki. Það þarf að finna jafnvægi milli aukinna skatta og niðurskurðar í útgjöldum. Vinstrimenn eru ólíklegastir til að finna það jafnvægi.
Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2010 kl. 13:33
Ég gleymdi eiginlega aðal atriðinu, en auknar álögur á neysluvörur hækkar að sjálfsögðu vísitölur og verðbólgu, með skelfilegum afleiðingum fyrir skuldsett heimili og fyrirtæki.
Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2010 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.