Ætli Steingrímur hafi ekki horft á Silfrið í dag?
Mér sýnist þetta ekki lengur vera samningamál... við sendum ekki oftar diplómatískar silkitungur í viðræður við Breta og Hollendinga. Stríðið á að færa á annað "level". Nú sendum við her harðsnúinna lögfræðinga, sérfræðinga í Evrópurétti, helst erlenda í meirihluta. Svo annan her PR-fræðinga fyrir fjölmiðlana, einnig erlenda í meirihluta og að lokum fáum við 3 þekkta erlenda aðila sem milligöngumenn, tvo frá löndum Evrópubandalagsins og ein utan þess. Menn af því kaliberi sem Eva Joly talaði um í Silfrinu.
Ég ætla ekki að nota tækifærið hér og rakka niður Steingrím og Jóhönnu. Þau gerðu það sem þau gátu og meintu vel. Þau gátu bara ekki betur.
Mig langar að minnast aðeins á stjórnsýslufræðingana tvo, í lok þáttarins. Mér fannst margt athyglisvert sem konan hafði að segja en karlinn var dálítið út á túni fannst mér. Í hvaða samfélagi lifir hann?
Það er liðin tíð.... fyrir löngu, að menntafólk sé netvæddara en aðrir þjóðfélagshópar. Ef ég man rétt, eru yfir 90% heimila í landinu nettengd. "Takkalýðræðið" myndi ekki endurspegla rödd menntamanna og hátekjufólks, umfram aðra þjóðfélagshópa.
Eins dreg ég í efa að menntunarstig höfuðborgarbúa sé að meðaltali hærra en t.d. meðal Akureyringa, Ísfirðinga eða Reyðfirðinga. Eflaust eru fleiri prófessorar miðað við höfðatölu og ýmsir sérfræðingar eru á mölinni sem ekki finnast annarsstaðar. En menntunarstigið sem slíkt er svipað. A.m.k. trúi ég ekki öðru.
Ekki einhliða innanríkismál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 11.1.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hvaðan kemur þessi kyn- kynlífs- og trans"fræðsla" barnanna okkar?
- Tvöfalt eftirlit EES
- Sigur LJÓSSINS yfir myrkrinu?
- Pútin borðar okkur ekki, að sögn
- Það er rétt að halda til haga SPURNINGUM ATVINNULÍFSINS TIL FORMANNA HELSTU FLOKKA Á ALÞINGI.
- Raunvextir húsnæðislána í Bandaríkjunum á svipuðu róli og á Íslandi
- Vinstri skipbrot í Bandaríkjunum og Evrópu
- Derrick mættur á svæðið
- Samfylkingin gegn Suðurkjördæmi
- Herratíska : CORNELIANI í veturinn 2024
Athugasemdir
Góð grein hjá þér og ég er sammála henni.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2010 kl. 01:59
Ég hef ekki heyrt mann tala svona í hálfa öld,var hissa á ummælum hans um menntunarstig dreyfbýlisins.
Helga Kristjánsdóttir, 11.1.2010 kl. 02:37
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 02:46
Það er rétt að undirstrika varðandi óráðshjal stjórnsýslufræðingsins að það er háskólaelítan sem er kjarninn í Samfylkingunni. Bifröst og HR eru útungunarstöðvar evrópufíklanna t.d. restin er vinstri grænt. Ef líkindi hans væru rétt, þá hefðu ekki 60.000 manns skráð sig á listann.
Mikki mús, Andrés önd og Hitler voru þeir einu úr þeirra röðum, sem skrifuðu undir og reyndu að spilla kosningunni, sem er jú ansi góður vitnisburður um það að menntun og þroski þurfa ekki að fara saman.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.1.2010 kl. 02:52
Ef það sem hefur komið fram síðustu daga staðfestir ekki þá staðreynd að stjórnvöld séu með allt á hælunum þá veit ég ekki hvað þarf til - SJS lemur enn hausnum við steininn - það að ganga aftur til samninga með allt aðrar forsendur er það sem Bjarni Benediktsson er búinn að segja - það hefur ekkert með það að gera ða við eigum lík að undirbúa þjóðaratkvæðagreiðsluna - - þá þyrftum við hvort sem er að undirbúa samningalotu og um að gera að nýta tímann.
það virðist klárt að við þurfum ekkert að borga - er það ekki þokkaleg samningsstaða?
Ólafur Ingi Hrólfsson, 11.1.2010 kl. 08:23
Algjörlega sammála þér varðandi álit stjórnsýslufræðinga. Hann er þarna örugglega að miða við gamlar erlendar kannanir. Hér á landi er ómenntað fólk algjörlega jafnmikið á netinu og það menntaða. Ríkt fólk er engu minna á netinu en það snauða og gæti ég heldur trúað að það væri einmitt öfugt. Sem dæmi má nefna að mjög margir öryrkjar blogga t.d. hér á moggablogginu. Netið hefur einnig gjörbreytt stöðu fatlaðra til að taka þátt í samfélaginu og segja sínar skoðanir. Sjálf hef ég verið í sambandi hér á netinu við nokkra góða félaga sem tilheyra þessum hópi sem ég efast um að ég hefði nokkru sinni átt samskipti við ef ekki hefði verið netið.
Netið er miklu heldur tækifæri fyrir alla að taka þátt í samfélagsumræðunni.
Halla Rut , 11.1.2010 kl. 16:27
Já Halla, ef eitthvað er, þá hafa áhrif minnihlutahópa aukist með tilkomu netrsins. Það er helst fólk yfir áttrætt sem haldið er tölvuhræðslu sem ekki er tengt.
-
Því fólki fer fækkandi
Gunnar Th. Gunnarsson, 11.1.2010 kl. 17:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.