Í geðshræringu hádegisins, héldu foreldrar þessarar óstjórnar okkar, blaðamannafund. Það var augljóst að þau voru bæði í andlegu ójafnvægi og yfirlýsingar þeirra á fundinum báru þess merki. Skaðinn var mun meiri af orðum þeirra en af gjörðum forsetans.
Erlendu blaðamennirnir voru ekki í vandræðum með fyrirsagnir sínar í kjölfarið. Þeir þurftu ekki einu sinni að hugsa þær sjálfir.... þær komu "gratis", frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar. Það er sjálfsagt ekki á hverjum degi sem þeir komast í svona "Headline material", eins og þau skötuhjúin.
Sammála um að lágmarka ókyrrð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | 6.1.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 8
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 61
- Frá upphafi: 946013
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 56
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sigurgeirar á feisinu valda Kenya-mönnum andlegum erfiðleikum
- Einlæg ást og eindrægni!
- Hvers konar borg erum við að fá?
- Öllu lofað, til hægri og vinstri
- Svartir blettir í sögu Samfylkingarinnar
- Öfgar til vinstri kalla á öfga til hægri
- -smáræði-
- Að horfa á snillinga látast í beinni er þyngra en tárum taki
- Bængagsins...Viska fátæks manns..
- Var engin kristnitaka árið 1000?
Athugasemdir
Hárrétt, Gunnar, þau reyndu að snúa öllu upp á „vonda“ forsetann en lofuðu áfram að við myndum greiða Icesave, alve sama hvað! Allt var þetta notað gegn okkur, sem neituðum að „endurgreiða“ Bretum og Hollendingum. Þau halda þessari vitleysu áfram, svo að meðmælendur okkar erlendis finnast varla lengur.
Ívar Pálsson, 6.1.2010 kl. 01:01
Bull er þetta í ykkur strákar. Hættið nú þessum bendingum og umvendingum. Segið hvað þið viljið gera í stöðunni til að hámarka þjóðarhag. 1) Fara í stríð við heiminn eða 2) Samþykkja fyrirliggjandi samning. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 01:08
Ríkisstjórninni hefur tekist að eyðileggja samningaleiðina. Það eru tveir kostir eftir í stöðunni:
Aðkoma ESB eða einhverra "hlutlausra" aðila að málinu er leið eitt hér að ofan.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 01:20
Ég hef sjaldan horft á annan eins hrylling.
Halla Rut , 6.1.2010 kl. 01:25
Þú nefnir að fara með málið fyrir alþjóðlega dómstóla, sem að er sama og ég kalla að fara í stríð við heiminn. Árni Mat ætlaði haustið 2008 að fara með speki úr Sigurði Líndal í víking og halda því fram að það væri lagaleg óvissa um það hvort ríkið bæri ábyrgð gagnvart EES lagasetningu frá 1999 um lámarkstryggingu sparífjáreigenda. Ekki ein þjóð af 28 tók undir þau sjónarmið að hér væri lagaleg óvissa.
Auk þess er ekkert vit í öðru en fara samningaleiðina eftir að við ákváðum að endurgreiða íslenskum sparífjáreigendum að fullu en erum að streðast á móti því að borga erlendum viðskiptavinum sama banka lámarkstryggingu. Slík mismunun á meðhöndlun viðskiptavina eftir þjóðerni stenst enga skoðun fyrir dómstólum og leiddi til þess að við værum hugsanlega dæmd til að greiða fullar bætur.
Það er svo skondið að sjá það núna að vonast eftir því að ESB komi til bjargar og taki undir píslarvættisvælið í okkur. Það eru sömu aðilar sem vonast eftir slíku og vilja ekki neitt með ESB að hafa.
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 01:36
Það er pólitískt heimabrugg þessara 28 þjóða að efast ekki um ábyrgð íslenskra skattgreiðenda.
Bankakerfi Evrópu mun riða til falls ef/þegar við vinnum málið á grundvelli "algjörs bankahruns", eins og varð hér á landi. Fleiri ríki gætu nýtt sér ákvæði laga/reglna um slíkt.
Ég er þó ekki frá því að neyðarlögin hafi verið mistök, en þau voru sett hér til að róa íslenskan almenning og til að koma í veg fyrir "bankaáhlaup" íslenskra sparifjáreigenda. Neyðarlögin ollu fjaðrafoki og misskilningi í Bretlandi en breskir ráðamenn tóku þeim sem skilaboðum um að við ætluðum einungis að hugsa um okkur sjálf en gefa skít í aðra.
-
Ég held að enginn íslenskur stjórnmálamaður hafi nokkurntíma verið þeirrar skoðunnar að við ættum ekki að standa við alþjóðlegar skuldbindingar, a.m.k. hef ég ekki rekist á það sjónarmið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 01:50
Þjóðaratkvæðið gengur út á það hvort þessi Icesave3- gjörningur (ekki samningur) skuli staðfestur eða felldur. Bretar og Hollendingar felldu Icesave2- þingsamninginn í haust. Engum heilvita manni á Íslandi dettur í hug að fara aftur að Icesave1, upprunalega klúðri Svavars Gestssonar. Kosningin verður því: Icesave3- klafinn eða ekki.
Eftir að Icesave3 er fellt úr gildi, þá er allt annað mögulegt, annars er það greypt í stein. Við getum samið, farið dómstólaleið eða gert hvorttveggja. En sjálfdæmisafsalið í þessum Icesave3 hryllingi var slíkt að þjóðinni og forsetanum ofbauð. Hvað með þig, Gunnlaugur B.?
Ívar Pálsson, 6.1.2010 kl. 09:15
Mér finnst það jákvæða við ákvörðun forseta að sýna fram á að andstaða við sáttaleið við alþjóðasamfélagið stendur rökrænt berstrípuð. Meira að segja fulltrúar InDefence komu og sögðu aftur og aftur, auðvitað ætlum við að borga og standa við skuldbindingar okkar.
"Við getum samið, farið dómstólaleið eða gert hvorttveggja". Þú vilt sem sagt gera þetta að einhverri opinni umræðu út árið 2010 og jafnvel lengur?
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 09:25
Með höfnun Icesave3 er okkur aðrir vegir færir, annars ekki. Ég er á því að stjórnin veiki stöðugt samningsstöðu Íslands, þar sem þörf er á ákveðni með afstöðu okkar. Ég vitna í athugasemd mína af eigin bloggi:
"Auðvitað er staðan slæm, enda erfitt að sjá hvernig sveigja má hjá 15600 milljarða skuldum í hruninu þannig að vel fari. En þar er samningsstaða lykilatriði og við erum að eiga við „Die Hard“ hörkugengi erlendis, sjóaða fjármálavíkinga og stjörnupólítíkusa. Lin og óljós afstaða okkar gegn þeim skilar okkur engu.
Nú er algerlega útilokað að við fengjum mannsæmandi inngöngu inn í ESB (enda stóð það aldrei til), svo að það ætti að taka það af dagskrá þegjandi og hljóðalaust.
ESB, með Hollendinga og Breta reynir eftir mætti að koma sem mestu af hruninu yfir á okkur. Hver smáviðspyrna okkar er tuga milljarða króna virði. Þannig er raunveruleiki milliríkjadelna, sem enda að lokum með samningi, ekki einhliða afargjörningi að hætti Svavars Gestssonar og Steingríms J."
Ívar Pálsson, 6.1.2010 kl. 10:49
Sammála, Ívar
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 11:39
Ég held að hrokinn hafi komið okkur verst. Að sjá ekki að EES samstarfið og þar með ESB er vettvangur smvinnu í ýmsum málum. Þetta er bara bull að ESB í slagtogi við aðra reyni að "koma sem mestu af hruninu yfir á okkur".
Trúir þú því virkilega að allar þjóðir Evrópu séu á einu máli að Íslendingum beri að borga lámarkstryggingu af starfsemi íslensks banka út af einhverri illgirni? Því fyrr sem þjóðin (Sjálfstæðisflokkurinn) axlar ábyrgð á neyslunni, græðgisvæðingunni, hrokanum því fyrr komumst við á rétt ról. Þú sérð það á fyrirsögninni á þessari færslu að það eiga einhverjir svolítið í land með það.
Það tapast næstu vikur háar upphæðir á þeirri staðreynd að þetta mál er ekki ennþá afgreitt. Lánshæfismat Íslands mun halda áfram að lækka á meðan að þetta er óljóst og ófrágengið mál.
Gunnlaugur B Ólafsson, 6.1.2010 kl. 17:00
Ég er ekki lögspekingur en ég kaupi þau rök að aðstæður Íslands falli undir allsherjar bankahrun.
Hefur einhver neitað því, annars?
Gunnar Th. Gunnarsson, 6.1.2010 kl. 17:45
Gunnlaugur B: íslenskur banki fékk að starfa lítt áreittur í bresku umhverfi þar sem breska fjármálaeftirlitið ræður lögum og lofum. Samevrópskt einka-tryggingarkerfi var í gangi sem safnaði aðeins 1-2% af lágmarks- tryggingarupphæðinni. Fyrst vel umdeilanlegt er hver er lánveitandi til þrautavara og ber ábyrgð, þá er það sjálfsagt að beita vörnum í máli sem setur ríkið á hnén.
Þetta hefur ekkert með illgirni að gera, heldur samningsstöðu og kröfugerð, nokkuð sem ráðherrar þessarar ríkisstjórnar eru afar slakir í
Ívar Pálsson, 7.1.2010 kl. 00:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.