Ég "gúgglaði" upp nokkra erlenda fréttamiðla, örfáum mínútum eftir yfirlýsingu forsetans. Svo virðist sem útlendingar taki þessum atburði þannig að Íslendingar ætli ekki að borga skuldir sínar í Bretlandi og Hollandi. Enn ein vísbending um að stjórnvöld hafa ekki staðið sig í að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Forsíða Verdens gang í Noregi
ABC-news
Sky News...."Ísland neitar að borga"
Mér skilst að ríkisstjórnin hafi ráðið breskan almannatengil til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Vinnubrögðin hljóta að teljast ámælisverð, í ljósi þess að helstu fréttastofur heims fara með fleipur um hvað sé að gerast á Íslandi.
Fréttin barst hratt út | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Fjölmiðlar | 5.1.2010 | Facebook
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 946140
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- "Tími er kominn tími til að fara að ræða sameiginlegan NORRÆNANA GJALDMIÐIL eins og lagt hefur verið til".
- Fyrstu fimmtán dagar janúarmánaðar 2025
- Enn á ný unnu konur karlmenn, sem skilgreina sig sem konur, IX-lögin í Bandaríkjunum
- Loðin stækkunarsvör ESB
- Pæling
- Kennarastéttin ætti að vera hærri launuð en þingmenn
- Kristrún kokgleypir ESB-áróðri um Úkraínu
- Kurteisi kostar ekkert
- Ódýru stigin
- Tafir á tafir ofan
Athugasemdir
úff. Vonandi útskýrir einhver þetta fyrir þeim...
Huldukonan, 5.1.2010 kl. 12:29
Nú þurfum við okkar bestu PR stöntara.
Hörður Halldórsson, 5.1.2010 kl. 12:32
Mér finnst sem að þú, í eilíflegri og staðfastri löngun þinni til að koma höggi á ríkisstjórnina, sláir hér magnað vindhögg. Það er náttúrulega morgunljóst að þegar ríkisstjórn, reynir af eins miklum krafti eins og þessi ríkisstjórn, að koma þessu frumvarpi í gegn....frumvarpi, sem snýst um AÐ BORGA SKULDIRNAR.....þá er það algerlega ljóst að þessi ríkisstjórn mun gera allt, sem í hennar valdi stendur til að borga þessa skuld, hvort sem kemur til þjóðaratkvæðagreiðslu eða ekki. Þó svo að erlendar fréttastofur misskilji þetta, þá er býsna erfitt að kenna ríkisstjórninni um það. Ef eitthvað, þá er þetta árangur áróðurs andstæðinga Icesave, sem stöðugt hafa klifað á því að ósanngjarnt væri að þjóðin greiddi skuldir einkaaðila.
Jón Kristjánsson, 5.1.2010 kl. 12:42
Kanski væri líka skást að fara að lögum og borga ekki neitt.
Baldur Hermannsson, 5.1.2010 kl. 13:21
Það þyrfti að koma á þjóðarsöfnun til að kaupa t.d. Bill Clinton eða álíka andlit til að segja satt og rétt frá hvað sé að gerast á Íslandi. Að það séu lög sem voru áður samþykkt í gildi sem Bretar og Hollendingar geta samþykkt. Að við viljum einungis samþykkja lög sem við teljum okkur geta staðið við og taka ekki frá okkur þann rétt að fá dómsúrskurð um málið seinna meir. Þetta er svo sjálfsagt að það þarf einbeittan vilja til að vera því ekki sammála. Það að ríkistjórnin hafi ekki verið búin að þessu sjálf, segir mér að hún sé ekki að standa sig og liggi flöt fyrir hótunum. Sjálfstæð ríki sama hversu smá þau eru þurfa að geta staðið í lappirnar þegar á móti blæs, hver er annars tilgangur með sjálfstæðinu.
Hákon (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 13:30
Ég held þetta snúist ekki um að stjórnvöld hafi ekki komið sjónarmiðum sínum á framfæri, þetta snýst frekar um að það eru amatörar sem vinna á þessum fréttamiðlum sem kunna ekki að afla sér upplýsinga um málið sem þeir eru að búa til fréttina um. Það er mjög erfitt að ætla sér að kenna vonlausum fréttamönnum að vinna vinnuna sína.
Kristján Bjarni Guðmundsson, 5.1.2010 kl. 13:55
Það er ekkert endilega verra þó þeir reyni að ljúga því að við séum að neita að borga, þá sér alþjóðasamfélagið nefninlega að einhver þorir að standa uppi í hárinu á sér stærri þjóðum og að það þarf ekki endilega að hafa skelfilegar afleiðingar.
Ég er samt alveg sammála því að íslensk stjórnvöld eru ekki að standa sig í áróðursstríðinu.
Guðmundur Ásgeirsson, 5.1.2010 kl. 13:56
Takk fyrir athugasemdirnar.
Kristján Bjarni, auðvitað liggja allar upplýsingar fyrir á netinu opnar öllum sem vilja sjá og skilja, en það breytir ekki því að að íslensk stjórnvöld eru ekki að standa sig í áróðursstríðinu, eins og Guðmundur bendir réttilega á.
Gunnar Th. Gunnarsson, 5.1.2010 kl. 15:14
Þetta frumvarp snýst um að ábyrgjast skuld sem er annars óviðkomandi Íslandi, hefur ekkert með það að gera hvort við borgum okkar skuldir eða ekki. Við skuldum ekki þennan pening, það er heila málið. Annars skiptir almenningsálit í heiminum engu máli, ekkert frekar en hvap okkur finnst ef til dæmis Grikkland myndi neita að samþykkja að greiða einhverjum eitthvað vegna hrunsins, okkur væri alveg sama, ég held að fólk sé að blása þessa áróðurspælindu upp úr öllu valdi, það er öllum heiminum sama hvort við borgum þetta eða ekki.
Örlygur (IP-tala skráð) 5.1.2010 kl. 15:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.