Ég fékk í jólagjöf bresku fræðsluþættina "The world at war" frá árinu 1973. Þetta eru 12 mynddiskar, samtals 36 þættir. Það sem gerir þessi þætti sérlega athyglisverða, eru viðtölin við þáttakendur í þessum hildarleik, þar af marga háttsetta þýska nasista.
Ég verð þó að geta þess hér, að íslenska þýðing þáttanna er til háborinnar skammar og engu líkara en börn eða unglingar hafi komið að verkinu. Ég nefni hér tvö dæmi af nánast óteljandi villum sem ég hef rekist á, þegar ég hef horft á helming þáttanna. Það fyrra er "Blitzkrieg", sem þýtt er "sprengjustríð" í stað "leifturstríð" og þar sem talað er um "The Axis", er það einfaldlega ekki þýtt heldur stendur bara Axis í textanum, í stað "Öxulveldin". Auk þýðingarvillna, er mikið af innsláttarvillum í textanum.
Mér finnst það alltof algengt að þýðendur eru ekki starfi sínu vaxnir og það á bæði við hjá sjónvarpsstöðvunum og í bíómyndum. Ég legg til að stofnað verði réttindafélag þýðenda, þar sem fólk er látið gangast undir strangt próf.
Neytendur eiga að krefjast úrbóta á þessu sviði. Léleg þýðing er vörusvik.
Andstæðingur Hitlers dó í hárri elli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Kurteisi kostar ekkert
- Ódýru stigin
- Tafir á tafir ofan
- Bæn dagsins...
- TÍSKA : PRADA beitir sér fyrir verndun sjávar á norðlægum slóðum með endurnýtingu
- Eins manns rusl er annarra manna fjársjóðskista
- ÞAR SÝNA SAMFYLKINGARMENN LOKSINS SITT RÉTTA ANDLIT????????
- "Hefðum ekkert umboð"
- Smiðsraunir, lampagleði og kaffiástir
- Esb áróður vegna lélegra laga frá alþingi
Athugasemdir
Axis = Öxull
Axes = Axir
Sigurður Hauksson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 12:31
Ég tek undir þau orð að þýðingar eru iðulega hið mesta klúður. Einkum tek ég eftir þessu varðandi sjónvarpsþætti um músík. Hinsvegar þekki ég til að þýðendur eru á afar lágum launum og fæstir endast í starfinu nema í stuttan tíma. Þýðendur fá tiltekna upphæð fyrir hvern DVD sem þeir þýða óháð því hvað texti er mikill eða tyrfinn. Þar fyrir utan fá þýðendur yfirleitt erlenda textann án myndefnis. Það hefur valdið margri þýðingarvillunni.
Jens Guð, 4.1.2010 kl. 12:37
Sigurður, þetta átti að vera Axis hjá mér
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 12:39
Axarveldin! Flýið sem fætur toga!
(Ég varð)
Brynjar Björnsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:58
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.1.2010 kl. 15:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.