Færsluflokkur: Mannréttindi

Að slá sjálfan sig til riddara

arnipall-skuldirtorunnsvAlveg er þetta dæmigert hjá Samfylkingarfólki að rjúka upp og sýna heilaga réttlætiskennd sína varðandi mál af þessu tagi, án þess að kynna sér allar hliðar fyrst.

Við skulum ekki gleyma því að Árni Páll Árnason var "Mr. Nobody", þegar hann notfærði sér fjölmiðlafárið um símahleranirnar í aðdraganda prófkjörs Samfylkingarinnar árið 2003 og gerði sjálfan sig að aðalpersónu þeirrar umræðu.

Þá notaði hann ónafngreinda menn sem "gáfu sig á tal við hann úti á götu og aðvöruðu hann". Fjölmiðlar bitu á agnið og hann fékk forsíðuviðtöl í blöðum og drottningarviðtöl í ljósvakamiðlunum. Snilldarbragð hjá honum, það má hann eiga.

"Tækifærismennska" er orðið sem manni dettur í hug, ef maður vill vera kurteis.


mbl.is Ásgerður: Jafnvel mistök hjá mér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru upphrópanirnar í bloggheimum nú?

Þegar Björn Bjarnason var dómsmálaráðherra, tók hann á málum líkt og Ragna Árnadóttir gerir nú, þ.e. fór að lögum. Þær svívirðingar sem Björn og jafnvel flokkur hans fékk fyrir vikið, sérstaklega í bloggheimum, sjást ekki nú í garð Rögnu eða ríkisstjórnarinnar.

Hvernig ætli standi á því? Errm


mbl.is Brottvísun hælisleitenda ekki geðþóttaákvörðun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Banna þetta hér, strax

muslim-tshirtMúslimar eru ekki margir á Íslandi í dag og hafa ekki verið til vandræða. En hversu lengi verður það? Í flestum nágrannalanda okkar er talað um "múslimavandamálið".

Þegar ég keyri útlendinga, sérstaklega Norður-Evrópumenn, þá er áhugi þeirra oftast frekar á þjóðinni og þjóðfélagsgerðinni, heldur en náttúrunni. Náttúran er þarna og þeir vitja hennar þegar þeim hentar.  

Þá er gjarna stutt í umræður um múslima. Þegar ég segi þeim að ekkert "múslimavandamál" sé hér, þá er viðkvæðið yfirleitt það sama: "You´re lucky"! , og svo fylgja reynslusögur um hörmulegar breytingar "...í hverfinu heima".

Það er erfitt og varasamt að þrengja að mannréttindum fólks og þeim sem vilja burku fyrir andlitið á sér, finnst illa á sér brotið ef þær á að banna. Ég myndi samt vera fylgjandi því að þetta yrði bannað hér á landi.... og það strax.

Þeir múslimar sem vilja flytja hingað, vita þá að hverju þeir ganga.


mbl.is Meirihluti Dana vill búrkurnar burt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Upphaf kynþáttahaturs

Kynþáttahatur er ekki nýtt af nálinni, ef marka má þessa mbl frétt

NiggerDucks


mbl.is Neanderdalsmaður féll fyrir kastvopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á að sýna þessu umburðarlyndi?

muslimÞað heyrist stundum  hjá sumu fólki, að menning og saga í múslimaríkjum sé löng og virða beri þær hefðir sem þar viðgangast. Ég er ósammála því. Þeir sem vilja virða mannréttindi eiga aldrei að samþykkja svona vitleysu, því vitleysa er þetta og ekkert annað.

Það er stundum sagt að múslimar séu mismunandi. Öfgasinnaðir bókstafstrúarmenn.... og svo "hófsamir" múslimar. Ef ég sem kristinn maður, líð fyrir það að öfgahópar kristinna manna hagi sér með ósæmilegum hætti einhversstaðar, þá myndi ég láta í mér heyra. En gera hinir "hófsömu" múslimar það? Ef svo er, þá hefur það algjörlega farið fram hjá mér.


mbl.is Karlar fá meiri völd yfir konum sínum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jafnaðarmaðurinn Jóhanna

Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra.Í orðum Jóhönnu kristallast hvernig jafnréttisbaráttan hefur verið afvegaleidd af öfgafullum femínistum. Margir keppast við að dásama Félagsmálaráðherrann og hún hefur fengið á sig einhverskonar "Heilög Jóhanna" stimpil.

Ég þekki engan sem er mótfallin því að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu, óháð kynferði. Um það hlýtur jafnrétti kynjanna að snúast. Jákvæð mismunun í ráðningum set ég hins vegar spurningamerki við. Þá er ég að tala um að ef tveir einstaklingar eru metnir jafn hæfir, að þá beri að ráða það kyn sem er í minnihluta í samsvarandi starfi. Kannski er það allt í lagi í einstaka tilfellum, en að lögbinda það er misrétti gagnvart einstaklingnum.

Kynin eru mismunandi sem betur fer, en stundum er dálítið flókið að vera kona. Þegar karlmaður segir við vinnufélaga sinn: "Komum og fáum okkur drykk", þá er aðdragandinn að þeirri athöfn stundum ólíkur hjá kynjunum.

kynin

Guði sé lof að ég er karlmaður Grin


mbl.is Segja félagsmálaráðherra ekki skilja hugtakið jafnrétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband