Færsluflokkur: Kvikmyndir
Bíómyndin "Dagur Sjakalans" (IMDB) var í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var unglingur. Það kom mér á óvart að sjá að hún er í fullri lengd á youtube.
Sjakalinn myrti 2000 manns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 7.11.2011 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það heyrist stundum sagt að það þurfi sterk bein til að þola velgengni og athygli, frægð og frama. Sílesku námuverkamennirnir eru nánast bornir á gullstólum hvar sem þeir koma. Bíómynd þegar í ferli og Hollywood bíður handan við hornið.
Seinna verður gerð bíómynd um fátæka námuverkamanninn og hans 15 mínútna frægð.... og jafnvel auðævi.... a.m.k á hans mælikvarða. Hvernig velgengnin sté honum til höfuðs og að lokum glataði hann öllu..... og fjölskyldunni líka.
Dæmigerð formúla, ekki satt?
Námuverkamennirnir í Hollywood | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 20.11.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rússar neituðu alfarið að hafa komið nálægt fjöldamorðunum í Katyn- skógi árið 1940. Það var ekki fyrr en við fall kommúnismans 1989, sem þeir viðurkenndu að bera ábyrgð á þeim, en viðurkenndu þó ekki að um stríðsglæpi hafi verið að ræða.
Árið 2007 var gerð pólsk heimildarmynd um fjöldamorðin í Katyn skógi. Hún fékk tilnefningu sem Best Foreign Language Film . Sjá HÉR
Jaroslaw niðurbrotinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 10.4.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Stundum er sagt að raunveruleikinn sé lýginni líkastur, en hér er það lýgin (handritið) sem er raunveruleikanum líkastur.
Það er skandall að þessi athyglisverða mynd skuli ekki hafa fengið náð fyrir augum kvikmyndasjóðs. Maður þarf víst að vera "rétt tengdur" til að eiga séns þar
Algjört samfélagshrun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 5.2.2010 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég hef áður bloggað um þessa mynd, sjá HÉR og ég tel að Boðberinn sé athyglisverð kvikmynd, með úrvals leikurum og mjög svo áhugaverðu handriti. Óskiljanlegt er að myndin fékk ekki náð fyrir augum kvikmyndasjóðs. Svo virðist sem "kaupa" þurfi áskrift að sjóðnum, með einum eða öðrum hætti.
Að handritið að myndinni skuli hafa verið gert fyrir hrun, finnst mér plús. Þetta á að vera "reyfarkenndur spádómur um glundroða í íslensku samfélagi".
En svo fá framleiðendur, höfundar og leikstjóri myndarinnar, eitt stykki raunverulegt hrun, ofan í miðjar tökur á henni. Hvaða leikstjóri slæi hendinni á móti leikmynd eins og: "Austurvöllur logar í mótmælum"? .... með þúsundir statista í hlutverkum reiðs múgs og vígbúinna lögregluþjóna í tugatali..... grjótkast og eldar! Fullkomin leikmynd og leikmyndahönnuðir hafa fengið verðlaun fyrir minna
Einhverjir virðast misskilja myndina og halda að verið sé að prómótera trú í verkinu, en trúnni er einungis ætlað það hlutverk að auka hryllinginn. og gera atburðarrásina í raun trúverðugri.
Saur og glerbrot! Snilldarhugmynd hjá handritshöfundunum sem sýnir ákveðna geðveiki en samt dálítið krúttlega hefnd á "Útrásarvíkingunum", holdgerfinga skúrkanna í hruninu. (Ekki það að ég mæli með henni )
Raunveruleikinn elti söguþráðinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 4.2.2010 (breytt kl. 17:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sá brandari gekk á sínum tíma þegar morðhótanirnar gengu yfir Salman Rushdie fyrir bókina "Söngvar Satans", að hann hefði nýja bók í smíðum og titill hennar væri "Feita fíflið, Buddha".
Það verður gaman að sjá viðbrögð múslimaheimsins þegar Múhameð spámaður birtist á hvíta tjaldinu.
Kvikmynd um Múhameð spámann í smíðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 2.11.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mér skilst að "Jóhannes" hafi ekki hlotið náð fyrir augum klíkunefndar Kvikmyndasjóðs varðandi styrki. Fyrir nokkrum árum var talað um að ákveðnir aðilar væru áskrifendur að styrkjum sjóðsins og lítið virðist hafa breyst hvað það varðar.
Auðvitað geta ekki allir fengið styrk og því verður sjóðurinn að velja og hafna. Miðað við þær móttökur sem Jóhannes hefur fengið, þá hefði verið dapurlegt ef framleiðendur myndarinnar hefðu hætt við gerð hennar vegna þröngsýni kvikmyndasjóðs.
Önnur mynd sem ég þekki smávegis til, hefur heldur ekki fengið náð fyrir augum sjóðsins, en það er myndin Boðberi . Athyglisvert handrit þar á ferðinni og það væri gaman að fá að sjá rökstuðning klíkunnar fyrir höfnuninni.
Jóhannes tekjuhæsta myndin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 27.10.2009 (breytt kl. 13:16) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var að leigubílast alla helgina en það var ekkert að gera hjá mér á frídegi verslunarmanna. Ég svaf til hádegis og horfði á sjónvarpið og sá myndina The Appartment sem er gerð á fæðingarári mínu, 1960, með Jack Lemmon og Shirley MacLaine í aðalhlutverkunum. Þessi mynd er svokölluð "klassiker". Ég hafði gaman af henni og hafði ekki séð hana áður.
Ég verð þó að segja að ánægjan við áhorfið var aðallega fólgið í nostalgíunni. Myndin er barn síns tíma, bæði leikurinn og handritið.
Í kvöld (nótt) horfði ég svo á American Beauty frá árinu 1999, með þeim Kevin Spacey og Anette Bening í aðalhlutverkum, en Bening er eiginkona Warren Beatty, sem er bróðir Shirley MacLean. Ég sá American Beauty á sínum tíma og þótti hún fantagóð og hún eldist mjög vel. Þessi mynd er hrein snilld.
Kvikmyndir | 4.8.2009 (breytt kl. 02:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Woody Allen hefur gert ágætar bíómyndir og hann hefur mjög sérstakan húmor. Það má með sanni segja að hann sé einstakur í sinni röð en brunnur hans tæmdist fyrir löngu síðan. Hann er svona tveggja til þriggja bíómynda maður, kannski fjögurra, eftir það ertu búin að sjá allt sem hann hefur upp á að bjóða.
En svona er þetta oft með fólk sem gerir góða hluti einhvern tíma. Það lifir á fornri frægð. Og lista-elítan hleður undir hann af því hún heldur að það sé fínt að dásama hann. Það er svo intellectualt
Feimnin hrjáir enn Woody Allen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Kvikmyndir | 8.9.2008 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Bæn dagsins...
- Líta femínistar í eigin barm? Er ástæða fyrir bakslaginu?
- Til almennrar dreifingar!
- Aðildarviðræður við ESB koma ekki til greina
- Leggja niður þá starfsemi sem hefur ekki brýn verkefni með höndum
- Snobbað lúsmý, glaður intróvert og hnausþykk ferilskrá
- Prósent eða prósentustig, þar er efinn
- Eyðilagt bankakerfi
- Krónan er ekki vandi
- Vestfirðingar í orkusvelti