Færsluflokkur: Ljóð

Villiblóm - frostrós

DSC05884

Við Adríahafsströnd Króatíu vex fjölbreytt flóra ýmissa trjáa og skrautrunna, m.a. pálmatré. Athygli vekur að furur, sem gjarnan eru ríkjandi á norðlægum slóðum, vaxa alveg niður að strönd í þessu heittempraða fyrrum kommúnistalandi og héraði í Júgóslavíu á Istríaskaganum. Í Porec, 15 þús. manna bæ á skaganum miðjum, var heimili fjlskyldu minnar í tvær vikur, dagana 13.-27. júlí sl.

 Víða eru blómstrandi alparósir og fleiri skrautrunnar í Króatíu, í tegundum sem ættu erfitt uppdráttar á Íslandi. Litir og form blóma sem virðast blómstra allt sumarið eru óendanleg.. Á leið minni frá "bongolóinu" okkar í matvörubúðina, í gegnum viltan skóg að hluta, sá ég þetta blóm á myndinni hér að ofan. Það stóð keikt og kinnroðalaust upp úr heitum sverðinum og þegar ég horfði á það, þá datt mér í hug frostrós. Frostrós í 30 stiga hita!

Einhvernveginn varð þetta blóm fegurðardrottning dagsins í mínum huga. 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband