Færsluflokkur: Spaugilegt

Ég skeit í buxurnar

Fjörgamall maður á elliheimili var lifandi goðsögn fyrir ævintýralegt líf sitt. Hann hafði ferðast um allan heiminn... stundað villidýraveiðar í Afríku, Indlandi og víðar, klifið marga af hæstu tindum veraldar og svo mætti lengi telja.

Ungur blaðamaður ákvað að taka viðtal við þennan aldna ævintýramann og fyrsta spurning hans var:

"Hvenær hefurðu orðið hræddastur í lífinu?"

Sá gamli svaraði:

 "Það mun hafa verið þegar ég var á Indlandi að veiða Bengal tígrisdýr. Ég þræddi mjóan moldartroðning í gegnum þykkan frumskóginn, þegar skyndilega stærsta tígrisdýr sem ég hef nokkurn tíma séð, hoppaði inn á stíginn beint fyrir framan mig. Fyrir aftan mig var indverski burðarmaðurinn minn og ég sneri mér við til að fá byssuna mína en sá hann þá flýja í burtu. Tígrisdýrið kom á móti mér hægum skrefum og var auðsjáanlega að búa sig undir að stökkva á mig. Svo öskraði það ógurlega" ... og gamli maðurinn líkti kröftuglega eftir tígrisdýrsöskri.

Sá gamli þagði dálitla stund en hélt svo áfram:

"Ég skeit í buxurnar"

Blaðamaðurinn ungi segir þá:

"Undir þessum kringumstæðum hefðu nú allir gert það sama".

Gamli maðurinn svaraði:

"Ekki þá.... núna!...  þegar ég öskraði."


Steingrímur Líbíu

Nei, þetta er nú illa sagt um "félaga Steingrím" Joyful

steingrimur-j-keisari_1030466


mbl.is Vísar ályktun öryggisráðsins á bug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þróun rómversk/ítalska heimsveldisins

berlusconi
mbl.is Segir að Berlusconi hafi vitað hversu gömul hún væri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svandís neitar að staðfesta og gerist frístundabóndi

Eftir afhroð Vinstri grænna í kosningum ákvað Svandís Svavarsdóttir að gerast frístundabóndi. Við bæinn var stórt og gamalt tré. Hún vildi fá sem besta yfirsýn yfir skikann sinn, svo hún klifraði upp í tréð. Þegar hún nálgaðist toppinn kom ......fálki og réðist á hana.

Í óðagotinu við að sleppa frá þessum sjálfstæða fugli, þá rann hún stjórnlaust niður trjástofninn og fékk ómælt magn af flísum í klofið á leiðinni.


Þrútin af sársauka hraðaði hún sér á heilsugæsluna og komst strax að hjá lækni. Hún sagði honum alla sólarsöguna, hvernig hún sem umhverfissinni hafi verið að njóta útsýnisins yfir óspilta náttúruna og hvernig flísarnar úr stóra gamla tréinu hefðu komið til eftir árás fálkans.

Eftir að læknirinn hafði hlustað, bað hann hana að bíða meðan hann mundi athuga hvað hann gæti gert fyrir hana. Hún beið nærri í 4 klukkutíma áður en læknirinn kom aftur.

Reið og kvalin hvæsti hún á hann hví hann hafi verið svona lengi. Læknirinn brosti og sagði:

“ Sko ég þurfti að fá leyfi hjá umhverfisstofnun, náttúruvernd, skórækt ríkisins, landbúnarráðuneytinu og skipulagsstofnun til þess að fjarlægja gamlan trjágróður af frístunda og skemmtisvæði. Mér var því miður hafnað.”


mbl.is Vilja reisa virkjun í Glerárdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafskrift ríkisstjórnarinnar?

"Hagstjórnarlegri hugmyndafræði okkar var ábótavant og skattapólitíkin mistókst hrapalega. Hún virkaði ekki í praxis og skilaði minna en engu í ríkissjóð.  

Djúpstæður ágreiningur var í nokkrum grundvallar málaflokkum milli stjórnarflokkanna, m.a. um ESB- mál og umhverfis og virkjanamál. 

Í kjölfarið missti ríkisstjórnin sjálfstraustið og þvarr úthald og einurð til þess að standast það álag sem fylgir því að taka erfiðar og óvinsælar ákvarðanir. En það sem þó varð henni fyrst og fremst að falli...

.... voru rangar ákvarðanir." 

Sagði Jóhanna Sigurðardóttir, þegar hún baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt, á Bessastöðum, nú síðdegis.

Mig er búið að dreyma tvær nætur í röð, að þessi texti sé lesinn upp í öllum fréttamiðlum útvarps og sjónvarpsstöðvanna. Getur verið að ég sé berdreyminn?

Ef ég hef rétt fyrir mér (í þessum draumi... spádómi... óskhyggju), er það sennilega álíka merkileg heppni eða spádómsgáfa og þegar ég var 11 ára, árið 1971 og tippaði enska seðilinn af miklum móð. Þá voru 12 leikir á seðlinum, en ekki 13 eins og nú er.

Þegar ég fór yfir úrslit dagsins þennan laugardag og sá að ég hafði 11 rétta, (en þeir höfðu stundum gefið 1. vinning, sem gat verið umtalsverð upphæð), hoppaði ég hæð mína af fögnuði. Ég var stoltur af getspeki minni og mér fannst ég vera klár.... gáfaður jafnvel.

Ég sá í hyllingum allskyns hluti sem ég ætlaði að kaupa mér og auk þess ætlaði ég að gleðja mömmu og pabba,...  og systur mínar fimm og bróður.

Því er skemmst frá að segja, að hálf þjóðin var álíka getspá og ég. Úrslitin voru algjörlega eftir bókinni. Enginn vinningur var fyrir 11 rétta og vinningsupphæðin fyrir 12 rétta, dugði fyrir nokkrum getraunaseðlum. Undecided


mbl.is Okkur vantaði trú á verkefnið
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

Tveggja bíla árekstur á Fjarðarheiði

Gott að það sé tekið fram í fréttinni ... LoL

funny-car-crash-ball

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint Joyful


mbl.is Árekstur á Fjarðarheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þrjár leiðir út úr kreppunni

Með núverandi ríkisstjórn við völd, eru þrjár leiðir í boði út úr kreppunni:

  1. Icelandair
  2. Iceland Express
  3. Norræna

mbl.is Átökin mest um ESB-stefnu VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig er þá heilinn í framsóknarmönnum?

Þessi spurning poppaði upp úr bauninni minni Errm

framsókn


mbl.is Stærð heilasvæða ræður stjórnmálaskoðunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dulrænir hæfileikar

spákonaAllt sem fram kemur í "spá" völvu Vikunnar, gæti hver sem er "giskað" á, og þarf ekki dulræna hæfileika til. Því sem hugsanlega rætist, verður flaggað í árslok en hitt gleymist og skiptir engu máli.

Eldgosum er oft "spáð" af völvunni en tölfræðin segir okkur að 20-30 eldgos verða á Íslandi að meðaltali á öld, svo þar höfum við líkurnar að það rætist, í prósentum.

Það er greinilega hörgull á almennilegum spákellingum. WounderingWhistling


mbl.is Völvan spáir umbrotaári
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hr. Kokteill

Tengist ekki efni fréttarinnar beint... nema bara fyndið, eins og Jón Gnarr. Joyful


mbl.is Líkti þjóðinni við fjölskyldu alkóhólista
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband