Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Íshellan á norðurheimskautssvæðinu sé að klofna!? Það er verið að tala um smá flís af ís sem er að losna frá strönd Ellesmere eyju!
Figure 1. October 21, 2003 image of the northern coast of Canada's Ellesmere Island, showing the location of the Ward Hunt Ice Sheet, which broke up in 200-2003, and the Ayles Ice Sheet, which broke away in August 2005. Image credit: NASA.
Það er ekki að koma neinum á óvart lengur að ísinn á norðurslóðum er að minnka. Það hefur hlýnað um 0.8 gráður sl. 100 ár, en hvaða upphrópun er þá þetta? Er þetta einhverskonar "Sko, ég sagði þetta!", frétt?
Við erum að tala um ísflís sem er svo lítil að hún sæist ekki á þessu korti
![]() |
Ný sprungusvæði finnast á norðurheimsskautssvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 23.5.2008 (breytt 24.5.2008 kl. 01:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Enginn skyldi vanmeta þann iðnað, og áhrif hans, sem nærist á heimsendaspám um hnattræna hlýnun. Hvað ætli séu margir vísindahópar sem eru á fullu við það að rannsaka möguleg áhrif hlýnunarinnar? Hætt er við að fjármagnið hætti að renna til þeirra ef niðurstöðurnar segðu að ekki væri ástæða til að hafa miklar áhyggjur.
Hreinsiefnaiðnaðurinn lifir ágætu lífi á mengunarvánni. Mengun er staðreynd og áþreifanleg, en stundum er verið að selja okkur "lífrænt og vistvænt" .. eitthvað, sem er lítið að virka, en selst samt grimmt. Stundum eru efnin ekki einu sinni vistvæn og lífræn, en hafa samt græna stimpilinn. Hátækniiðnaðurinn á sviði mengunarvarnabúnaðar, mælitækja o.þ.h. er einnig blómlegur. "Better safe then sorry" er ágætt slagorð, en stundum ofnotað, eða a.m.k. notað á röngum forsendum.
Vakningin á sviði mengunar og umhverfismála er af hinu góða, en öfgar á því sviði eru ekki alltaf þeim göfuga málstað til framdráttar.
Ég hef engar áhyggjur af skordýrum í hitabeltinu. Þau spjara sig. Úr því þau geta aðlagað sig eiturefnunum sem við reynum að útrýma þeim með, þá geta þau aðlagað sig lítilsháttar hitabreytingum.
![]() |
Skordýr í hitabeltislöndum gætu dáið út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 6.5.2008 (breytt kl. 18:39) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þegar ég var í Garðyrkjuskóla Ríkisins 1986-1988 þá sá ég oft misræmi í fræðibókunum t.d. um aldur trjáa, en einnig í mörgu öðru. Broddfura (Pinus aristata) var talin verða allra tjátegunda elst. Sumar bækur töluðu um 4-5000 ára en aðrar allt að 8000 ára.
Broddfuran er hægvaxta tré en afar harðgert. Auðvelt er að þekkja Broddfuruna á hvítum harpixörðum á furunálunum. Handboltafólk þekkir harpixið vel, því það er klístrið sem þeir nota til ná betra gripi. Það harpix er þó ekki unnið úr Broddfurunálunum, heldur úr berki greni og/eða furutrjáa sem lekur þar út, stundum í þykkum taumum.
![]() |
Elsta tréð er sænskt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 18.4.2008 (breytt kl. 13:15) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ég var 12-13 ára gamall þegar ég heyrði um fiðrildaáhrifin í fyrsta skipti. Það er svo merkilegt að ég man hvar ég var staddur þegar ég heyrði um þetta fyrst. Ég var staddur heima hjá Vigni vini mínum, uppi í risinu á Vatnsstíg 9a í Skuggahverfinu í Reykjavík. Þar vorum við félagarnir ásamt Unnari og Jóa. Við vorum æskufélagar og höfðum allir brennandi áhuga á fótbolta og skák. Allir harðir Valsarar og aðdáendur Bobby Fischers.
Viggi og Unnar eru nú báðir látnir. Viggi rétt rúmlega þrítugur vegna veikinda og Unnar tæplega þrítugur í bílslysi.
Skrítið hvernig móment sem ég hef í sjálfu sér ekkert hugsað um í áratugi, sprettur upp ljóslifandi vegna fréttar um andláts manns sem ég vissi í raun ekkert um, hvorki nafn hans né útlit. Ekki hef ég heldur lesið neitt um þessi fræði, en ég man að okkur félögunum fannst "fiðrildaáhrifin", meika bara ágætan sens.
![]() |
Höfundur fiðrildaáhrifanna látinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | 18.4.2008 (breytt kl. 03:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Fleiri og fleiri virðast þora að andæfa þeim alheims rétttrúnaði að hin hnattræna hlýnun sé til komin að mestu eða öllu leiti af mannavöldum. Stöðugt reitast skrautfjaðrirnar af mynd Al Gore An Inconvenient Truth, og spurning hvort það endi ekki með því að hann þurfi að skila Óskarsverðlaununum, líkt og sigurvegari á Ólympíuleikum sem uppvís hefur orðið af því að að brúka óvönduð meðul.
Mér hefur alltaf þótt það athyglisvert hve fylgjendum kenninganna um að þetta sé allt manninum að kenna, eru viðkvæmir fyrir gagnrýni og að fólk efist. Það er eins og þetta jaðri við ofsatrú. Ég vísa hér í link á síðu "Climate Skeptic", með nokkrum videóum "What is normal?" (Varúð, ekki fyrir viðkvæma)
http://www.climate-skeptic.com/2007/11/more-ways-to-vi.html
Vísindi og fræði | 24.3.2008 (breytt 25.3.2008 kl. 00:13) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.4.): 8
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 946888
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Páskarnir búnir og
- Suðurskautslandinu lokað af Bandaríkjunum eftir að dróni fangar það sem enginn átti að sjá
- POLD feðgar saman með BELLAMI
- NÚ ER TITILLINN HELD ÉG ALVEG ALVEG ÖRUGGUR...........
- Það er svo mikilvægt
- Áróðursmyndir ríkisstjórnar í anda Norður-Kóreu
- Á meðan, á Írlandi
- Hópnauðganafaraldurinn evrópski
- Innileiki og ábyrgðarleysi
- Alþingi og flokksræði...og lýðræðið