Reyðfirðingarnir Örn Ingi Ásgeirsson og María Guðmundsdóttir, sátu fyrir í auglýsingu Íslandsbanka. Örn Ingi er mágur minn og er trommari góður. Hann var m.a. í hljómsveitinni Atómstöðinni.
http://www.tonlist.is/Music/Artist/6556/atomstodin/
![]() |
Viðskiptavinum auðveldað að greiða yfirdráttarlán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 5. sept nk. er fyrirhugað að halda grillveislu fyrir alla Reyðfirðinga í Rafstöðvargilinu svokallaða, svo framarlega sem veðrið verði þokkalega skaplegt. Boðið verður upp á heilgrillað naut, sem verður grillað í gilinu, en byrja þarf að grilla sólarhring áður en veislan hefst. Sjálfboðaliðar þurfa því að standa vaktir á meðan grillað er. Einnig er fyrirhugað að hafa varðeld og öll leyfi eru klár.
Hátíðin verður auglýst nánar eftir helgi. Veitingar og meðlæti verða ókeypis og það eina sem fólk þarf að hafa meðferðis er góða skapið. Þetta er hugsað sem fjölskylduhátið en það er þó alls ekki illa séð þó fólk hafi með sér brjóstbirtu til að liðka raddböndin í brekkusöngnum
Margir hafa verið við heilgrillun á stórgripum erlendis, en þessi mynd er þó tekin í Reykjavík á Menningarnótt árið 2004.
![]() |
Bæjarhátíðir víða um land |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menning og listir | 28.8.2009 (breytt kl. 14:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir var prestur á Norðfirði frá 1988-90 og ráðin sóknarprestur í Grindavíkurprestakalli sumarið 1990. Hún lét af þeim störfum 2007. Hún var oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn Grindavíkur og forseti bæjarstjórnar fyrstu tvö ár þessa kjörtímabilsins. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar frá 15. júlí 2008.
Eiginmaður Jónu er Björn Ingi Knútsson, fyrrverandi flugvallarstjóri á Keflavíkurflugvelli og núverandi forstjóri Saltkaupa hf. en hann hefur áður starfað að flutningarekstri og skipaútgerð.
Velkomin í Fjarðabyggð!
![]() |
Valin prestur á Kolfreyjustað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 28.8.2009 (breytt kl. 14:00) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þetta tókst ekki í þetta sinn. Mér fannst liðið spila undir getu í báðum leikjunum, en svona er þetta stundum í boltanum. Stelpurnar okkar eiga samt fullt erindi í svona stórmót en sennilega hefur spennustig leikmanna truflað getuna. Baráttuna vantaði ekki, svo mikið er víst.
Hómfríður Magnúsdóttir og Ólína Viðarsdóttir voru bestu menn liðsins í þessum tveimur fyrstu leikjum. Þær voru ótrúlega mikið í boltanum eins og allir gátu séð í sjónvarpinu. Flottar stelpur.
![]() |
EM: Við ætlum aftur á stórmót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 28.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Frá stofnun hefur Landsvirkjun verið hvati framfara í íslensku efnahagslífi. Frá árinu 1995 hefur verið einstakt uppbyggingartímabil hjá Landsvirkjun. Fyrirtækið hefur staðið nánast óslitið að fjárfestingum og raforkuvinnsla þess þrefaldast. Fyrirtækinu hefur tekist að fjármagna uppbygginguna með fé frá rekstri og miklum lántökum á hagstæðum kjörum. Engir fjármunir hafa komið frá eigendum sem bera hins vegar óbeina ábyrgð á skuldunum.
Landsvirkjun gerði í ársbyrjun 2008 Bandaríkjadal að starfrækslumynt fyrirtækisins á grundvelli alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS), enda eru um 70% tekna hennar í þeirri mynt ásamt stórum hluta skuldanna. Landsvirkjun hefur fyrir vikið sloppið við hin gríðarlegu gengisáhrif sem íslensk fyrirtæki hafa almennt orðið fyrir við fall krónunnar. Innlendar tekjur og rekstrarkostnaður Landsvirkjunar eru í jafnvægi og gengisáhætta Landsvirkjunar vegna krónunnar er því óveruleg.
Mönnum er tíðrætt um lánshæfismat LV, en flestir hljóta að átta sig á því að bein tengsl eru á milli lánshæfismats íslenska ríkisins og LV. Fjárfestingar Landsvirkjunar í virkjunum eru langtíma fjárfestingar og að taka út einstök ár eða tímabil í rekstrarafkomu, sýnir hvorki né sannar eitt né neitt.
"Landsvirkjun hefur óhjákvæmilega orðið fyrir áhrifum alþjóðlegu efnahagskreppunnar og erfiðleikanna í íslensku fjármálalífi. Staða fyrirtækisins er engu að síður trygg. Landsvirkjun er stærsti raforkuframleiðandi landsins með trausta viðskiptavini. Þá býr Landsvirkjun ekki lengur við byggingaráhættuna sem Kárahnjúkavirkjun hafði í för með sér. Virkjunin er fullgerð og reynist jafnvel betur í rekstri en til stóð.
Þessa dagana kreppir að og atvinnustarfsemi dregst saman í heiminum. Geta fyrirtækja til fjárfestinga er lítil enda lánamarkaðir lokaðir og margvísleg starfsemi er víða slegin af. Það er athyglisvert að álverin á Íslandi halda áfram vinnslu af fullum krafti enda þótt eigendur þeirra dragi saman seglin vítt og breytt um heiminn og segi upp þúsundum starfsmanna. Þetta er vegna kaupskyldu álveranna á raforkunni hérlendis samkvæmt þeim langtímasamningum sem Landsvirkjun og fleiri hafa gert við þau.
Heildarkostnaður við Kárahnjúkavirkjun fer um 7% fram úr framreiknaðri upphaflegri áætlun. (Ekki 40%, eins og andstæðingar framkvæmdanna halda fram. innsk GThG) Þetta skýrist af því að viðbótarkostnaður umfram verksamningsupphæðir varð töluverður vegna verri jarðfræðilegra aðstæðna á stíflustæði Kárahnjúkastíflu og á hluta aðrennslisganga. Einnig voru gerðar ýmsar breytingar á hönnun mannvirkja meðan á framkvæmdum stóð.
Framkvæmdirnar hófust með samþykki yfir gnæfandi meirihluta Alþingis, með samhljóða samþykki viðkomandi sveitarstjórna og skoðanakannanir sýndu að meirihluti þjóðarinnar var þeim fylgjandi. Þeir sem andvígir voru framkvæmdunum voru hins vegar mjög áberandi í umræðunni allan verktímann.
Auk umhverfisþátta var mikið fjallað um aðbúnað og laun erlendra starfsmanna, arðsemi, jarðfræðilegar aðstæður og rannsóknir, sprungur, hugsanlegan leka, áhrif á jarðskorpuna og jafnvel velt vöngum yfir því hvort fylling lónsins gæti komið af stað eldgosi. Sumarið 2005 voru mótmælaaðgerðir á svæðinu, vinna var stöðvuð nokkrum sinnum og skemmdarverk unnin á tækjum. Í stjórnmálaumræðu var m.a. lagt til að fyllingu Hálslóns yrði frestað meðan jarðfræðilegar aðstæður yrðu kannaðar frekar. Aðrir gerðu tillögur um að stíflurnar yrðu lækkaðar verulega. Við öllu þessu þurfti að bregðast með því að setja fram réttar upplýsingar, rökstyðja ákvarðanir og leiðrétta margs konar misskilning.
(sjá: http://www.landsvirkjun.is/media/um-landsvirkjun/LV-Arsskyrsla_2008.pdf )
![]() |
Borgin í ábyrgð fyrir 110 milljarða skuldum Landsvirkjunar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 27.8.2009 (breytt kl. 15:25) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ah... ég meina sko... dansleikjum
En ég er alveg sammála stelpunum, þessi dómari var slakur og öll vafaatrið féllu Frökkum í vil. En við hengjum ekki haus yfir þessu. Þessi leikur er búinn og nú eru það Nojarararnir.
Áfram stelpur!
![]() |
EM: Ég vil dómara með typpi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 26.8.2009 (breytt kl. 08:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Til er fólk á Íslandi sem hefur miklar efasemdir um að orkunýting á jarðhita sé sjálfbær. Þetta fólk fullyrðir að orkufyrirtækin hugsi ekki til langs tíma, heldur stjórnist af græðgi. Að þeim sé slétt sama þó orkan klárist á örfáum áratugum í stað þess að stjórna nýtingunni af hógværð
Ef ég ætti orkufyrirtæki sem nýtti borholu og hún hefði afl til 10 mw framleiðslu endalaust, en ég gæti látið hana afkasta 20 mw í 30 ár, þá myndi ég velja 10 megawöttin. Hún væri auðvitað verðmætari þannig.
Sumir leggja að jöfnu hagkvæmni/hagræðingu og græðgi. Þið megið kalla mig gráðugan.
![]() |
Öflug borhola á Hengilssvæðinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 25.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
![]() |
Fyrsta græna stóriðjan á Íslandi í gang |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
stóriðja og virkjanir | 24.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ætli það sé ekki heimsmet að 1.100 manna þorp eigi þrjá verðlaunahafa á heimsmeistaramóti í íþróttum?
Verðlaunahafarnir reyðfirsku í heimsmeistaramótinu í glímu eru:
- -100 kg. flokkur: Hjalti Þórarinn Ásmundsson, bronsverðlaun
- -90 kg. flokkur: Magnús Karl Ásmundsson, bronsverðlaun
- -81 kg. flokkur: Snær Seljan Þóroddsson, silfurverðlaun.
Þess má geta að Snær Seljan Þóroddsson er handhafi svarta beltisins í karate en því náði hann á undraskömmum tíma þegar hann dvaldi í Japan í nokkra mánuði fyrir fáeinum árum síðan.
Þann 12. ágúst 2008 var annað heimsmeistaramót í glímu. Á heimasíðu
Ungmennafélagsins Vals á Reyðarfirði má lesa eftirfarandi:
Nú í morgun 12 ágúst komu okkar sigursælu glímumenn frá Val heim á Reyðarfjörð þar sem þau tóku þátt í heimsmeistaramóti í glímu um síðustu helgi.
Það er ekki ofsögum sagt að okkar fólk stóð sig með miklum sóma í danaveldi og kom heim með eftirtalin verðlaun:
Snær Seljan Þóroddsson Heimsmeistari.
Sindri Freyr Jónsson Silfurhafi.
Guðrún Heiður Skúladóttir Silfurhafi.
Laufey Frímannsdóttir Bronshafi.
Heimsmeistaramót í hryggspennu.
Laufey Frímannsdóttir Silfurhafi.
Guðrún Heiður Skúladóttir 4.sæti.
Snær Seljan Þóroddsson Bronshafi.
Skandinavian open í Belt-Wresting.
Laufey Frímannsdóttir Gullhafi.
Guðrún Heiður Skúladóttir Silfurhafi.
![]() |
Íslendingar sigursælir á HM í glímu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | 23.8.2009 (breytt kl. 14:02) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég vil benda á ÞESSA góðu grein um Icesave málið.
Endilega takið efnislega afstöðu til þess sem þarna er sagt en ekki hver segir það.
![]() |
Funda um Icesave um helgina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | 22.8.2009 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.6.): 4
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 947153
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Dembur
- Eftir Haag bíður heimavinnan
- Lýðræði og þátttaka
- Hættum að biðjast afsökunar fyrir að verja okkar siðmenningu
- Pólitísk áhætta og sjávarútvegurinn
- Sóknarátak ríkisstjórnarinnar á landsbyggðinni.
- Dystópía algrímsins helga
- Í eldlínu glóruleysis-stórmennskunnar !
- Skattaparadísin Árborg
- Þorgerður Katrín snuprar Kristrúnu