Fresta Landsspítalanum

Ég tel rétt að bíða með "Hátæknisjúkrahús". Kostnaður vegna framkvæmda á vegum hins opinbera er á bilinu 80 - 90 miljarðar og þar af er kostnaður vegna Landspítalans 50 miljarðar og Búðarhálsvirkjunar 30 miljarðar, samtals 80 miljarðar!

Reyndar held ég að framkvæmdafé vegna Búðarhálsvirkjunnar verði ekki tekið úr ríkissjóði, frekar en aðrar framkvæmdir Landsvirkjunnar. Fyrirtækið hefur séð um sín fjármál án meðlags úr ríkissjóði.

Gallinn við gangnagerð er að hún eru óhemju dýr framkvæmd miðað við þann mannafla sem hún krefst. Á móti kemur að jarðgangnagerð með tilheyrandi samgöngubótum, getur verið mjög arðsöm fyrir ríkissjóð þegar heildardæmið er reiknað á 20-30 árum.

En við megum ekkert vera að því að bíða eftir gróðanum Errm "Ég vil fá´ana strax!.. og ekkert ástarkjaftæði...."

Virkjanaframkvæmdir hafa auðvitað víðtæk áhrif, bæði til lengri og skemmri tíma litið. Meira að segja V-grænir eru farnir að átta sig á því.


mbl.is Samkomulag um Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband