Rétttrúnaður

Þessi frétt kemur mér ekki á óvart, enda hvernig í ósköpunum mætti það vera að lífrænt sé hollara? Plöntur breyta ólífrænum efnasamböndum í lífræn og áburður, hvort sem hann er lífrænn eða ólífrænn, hjálpa plöntunum einfaldlega til hraðari vaxtar. Mjög hraður vöxtur getur hins vegar haft áhrif á útlit og bragðgæði vörunnar til hins verra en það er önnur saga og ekki algilt.

genetique1Eiturefni hafa engin áhrif á gæði vörunnar ef rétt er með farið. Eiturefni sem notuð hafa verið í garðyrkju undanfarin ár, brotna niður og verða skaðlaus að ákveðnum tíma liðnum. T.d. Permasect, sem er öflugt skordýraeitur, má úða á ávexti og grænmeti en uppskerufrestur er 14 dagar frá úðun. Að sjálfsögðu eru til hættuleg efni en þau eru á undanhaldi, m.a. vegna reglna um notkun þeirra.

genetique2Ofnotkun áburðar er sumstaðar vandamál og herða mætti reglur varðandi það. Svokölluð skiptiræktun er notuð víða, sérstaklega erlendis þar sem möguleikar á fjölbreyttri ræktun eru meiri en hér á landi. Með skiptiræktun má breyta eða minnka tiltekna áburðargjöf.

Genabreytt matvæli segja sumir að séu hættuleg mönnum, en það er auðvitað fjarri raunveruleikanum. Hættan við genafiktið liggur einungis í því ef "ónáttúrulegar" plöntur hafa áhrif á náttúrulegt umhverfi til hins verra og því er full ástæða til að genetique3fara varlega í slíkt. Fjölbreytni lífsins á jörðinni er vegna genafikts almættisins en náttúran hefur sterka tilhneigingu til að leyta jafnvægis. Í vísinda-hryllingsmyndum um slíkt genafikt mannskepnunnar er dregin upp mynd þar sem tilgangurinn helgar meðalið.

 


mbl.is Segja lífrænt ekki hollara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband