Hvaða viðhorf?

Hvaða viðhorf nákvæmlega, eru mótmælin að endurspegla? Að ríkisstjórnin segi af sér? Að Davíð verði rekinn? Að ganga í ESB? Að Kjósa strax? Kjósa í vor? Björgvin segi af sér? Árni Matt? Geir? Ingibjörg? Að fá Steingr. Joð seð forsætisráðherra?

Á þessum mótmælafundum sem V-grænir stjórna (70% úr þeirra röðum fá að halda ræður en flestum öðrum synjað) kemur hver slagorðasleggjan á fætur annarri og steitir hnefan og gargar. Það getur vel verið að akkúrat það endurspegli hug þjóðarinnar, því fólk er bæði reitt og örvæntingarfullt. En þeir sem mæta eru ekki allir í VG og fólk hefur mismunandi skoðanir á því, hvað beri að gera og skilaboð ræðumannanna eru ekki allra. Mómælafundirnir endurspegla óánægju með þær ógöngur sem þjóðin er komin í, en hún endurspeglar ekkert hvað fólki finnst vera besta leiðin út úr vandræðunum.

antiwar_bombforpeace


mbl.is Meirihluti telur mótmæli endurspegla viðhorf þjóðarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Steinsson

"endurspeglar ekkert hvað fólki finnst vera besta leiðin út úr vandræðunum" segir þú, er það ekki akkúrat það sem yrði tekin afstaða til ef gengið yrði til kosninga?

Einar Steinsson, 8.12.2008 kl. 16:08

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú kannski, en eftir kosningar þarf að setja saman ríkisstjórn og það er eins víst að það yrði snúið og við gæti blasað stjórnarkreppa ofan á allt annað.

Það er réttara að bíða í nokkra mánuði með þessar bollaleggingar þar til óveðrinu slotar. Ef fólk er enn óánægt í vor, þá mætti boða til kosninga næsta haust.

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.12.2008 kl. 17:02

3 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála

Benedikt Halldórsson, 9.12.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband