Lagast með fleiri álverum

Þetta eru vaxtaverkir í góðærinu og þenslunni. Þegar álverið á Reyðarfirði og á Húsavík eru komin í fullan gang og þensla vegna bygginga þeirra dvínar, þá siglum við lygnari sjó.
mbl.is Viðskiptahallinn tvöfaldaðist milli ársfjórðunga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johnny Bravo

Já menn að kaupa inn vörur áður en gengið fer til andsk*tans í veikingu

Johnny Bravo, 4.9.2007 kl. 17:39

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Bíddu en hvað með álverið í Helguvík, Þorlákshöfn, jafnvel á Keilisnesi. Samkvæmt þinni kenningu um að allt jafni sig bara þá held ég að það verði töluvert langt í að þennslan minnki og vöruskiptajöfnuður nálgist að verða jákvæður. 

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.9.2007 kl. 22:01

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef af þeim álverum verður líka þá verður vöruskiptahallinn enn minni. En þau álver verða væntanlega ekki á dagskrá fyrr en síðar. Auk þess eru framkvæmdirnar fyrir austan (Kárahnjúkar/Fjarðaál) mun stærra verkefni en hin og ef vel er hladið á spilunum er hægt að lágmarka þensluáhrif þeirra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.9.2007 kl. 23:00

4 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Mikil er hamingja þín Gunnar - og ég vona svo sannarlega að allar þínar jákvæðu framtíðarspár haldi vatni. En svona til gamans - ertu búinn að renna í Jöklu???

Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 13:50

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir hlý orð Pálmi og auðvitað vona það allir, innst inni þó ýmsir hafi efasemdir. Tíminn mun leiða þetta í ljós.

Nei ég er ekki búinn að renna í Jöklu en það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr henni sem laxveiðiá. Ég hef reyndar verið að velta fyrir mér, að þar sem hleypt verður úr botnlokum Kárahnjúkastíflunnar reglulega, hvort það muni ekki hafa neikvæð áhrif á seiðabúskapinn í ánni. Hvað heldur þú um það?

Annars er ég farin að halda að rask í ám sé ofmetið. Tek sem dæmi Sléttuá í botni Reyðarfjarðar. Þessi sérlega fallega sjóbleikjuá hefur orðið fyrir gríðarlegu raski eftir að framkvæmdir hófust við álverið hérna. Stöðugt verið að vinna úr henni malarefni svo meira að segja mér, virkjanafíklinum er nóg um. Veiði úr ánni hefur verið sveiflukennd alla tíð, segir mér bóndi fæddur og uppalinn við ánna og framan af túnda áratug síðustu aldar var lítil sem engin veiði í henni. En síðustu ár hefur verið prýðleg veiði að undanskildu árinu í fyrra. Árið 2005 var mjög góð veiði og fékk ég og félagi minn um 50 sjóbleikjur í ánni þann 17 ágúst það ár, og einn 7 punda lax.

Þegar slysið með laxakvíarnar á Norðfirði varð 2004 minnir mig og einhver hundruð eða þúsundir laxa sluppu, þá vantaði ekki gífuryrðin um hve hrikalegt umhverfisslys það væri. Hefurðu eitthvað heyrt um áhrif þess? Bara spyr til gamans.

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 14:21

6 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

Ég er náttúrulega svartagallsrausari dauðans þegar kemur að þessum málaflokki. Ég á eftir að taka einhverntímann rimmu við þig varðandi Rangárnar (sá að þú sendir mér pillur meðan ég var að elta lax og birni á Kólaskaga) en varðandi Jöklu þá hef ég ákveðnar efasemdir um þá framkvæmd alla. Fyrir það fyrsta er það glapræði að byrja á þessu Þrastar E ferli. Þ.e. byrja á að byggja veiðihús og sjá svo til með framhaldið. Að sleppa seiðum af hinum svokallaða Breiðdalsárstofni í Kaldá í fyrra og núna í Jökulsá er þar að auki ólögleg framkvæmd samkvæmt lögum um silugns og laxveiði gr. 9.  Það sem hefði verið dálítið sniðugt fyrir alla aðila er að rannsaka laxastofninn sem allir eru sammála að hafi alltaf verið til í þessu vatnakerfi og taka síðan ákvarðanir í framhaldi af þeim rannsóknum um framhaldið. Seiðasleppingar af framandi stofni sem trúlega er af annarri eða þriðju kynslóð úr eldisstöð er glapræði. Því miður er þessi hafbeitarþvæla kominn á fullan skrið fyrir austan og núna hamast Þröstur vinur minn við það að fullvissa bændur og búalið um smjörbráð af hverju strái. Og það nýjasta þeir hafa komist að því að Fögruhlíðará sé efni í firnafína hafbeitará. Áhrifa af því þegar mikið magn kvíafisks sleppur úr kvíum getur gætt í náinni framtíð. Og ef þeirra gætir ekki þá krossar maður einfaldlega fingur og þakkar sínum sæla fyrir heppnina. Ég tek með þér einn svartan næst þegar ég á leið um állandið og gef þér skýrslur.  

Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 14:37

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég fór í Fögruhlíðará í fyrra, í fyrsta og eina skiptið. Yndislega falleg á í sveitinni en ég fór ekki í ósinn, sem er auðvitað besti veiðistaðurinn. Já, er þetta ekki bara þverska í þér með hafbeitina. Er þetta svo voðalegt? En ég held ég skilji þig samt alveg hvað þú ert að fara. En mér finnst samt að ef fiskurinn sem sleppt er plumar sig í viðkomandi á þá á hann þar heima. Auðvitað ótækt ef hann skemmir eitthvað annað sem er betra.

Sástu myndirnar sem ég setti inn úr Rangárveiðitúrnum?

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 16:09

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já endilega kíktu við, hefði gaman af að sýna þér Sléttuá... og álverið

Gunnar Th. Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 16:12

9 Smámynd: Pálmi Gunnarsson

ég kem og kíkí á Sléttuá og Álverið - ekki spurning takk fyrir boðið

Pálmi Gunnarsson, 5.9.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband