Ekki upp á vinstrimenn logið

Sumt fólk sem er til vinstri í pólitík, virðist hata allar hugmyndir sem byggja á athafnafrelsi og framtakssemi einstaklingsins. Þetta á sérstaklega við ef einstaklingurinn er efnaður og einnig ef möguleikar eru á að einstaklingurinn efnast enn meira með framtakssemi sinni. Einnig er vinstrimönnum sérlega illa við fólk sem bíður fram þjónustu sína á heilbrigðis og velferðarsviðum þjóðfélagsins. Þá virðist engu máli skipta þó slík þjónusta bjóðist á hagvæmari hátt hjá einkaaðilum í samanburði við að ríkið sjálft reki fyrirtæki sem veitir þjónustuna.

Það þarf ekki annað en að lesa blogg sumra við þessa frétt til þess að sjá hvernig vinstrisinnar hugsa. (Ég var eitt sinn vinstrisinni Blush)

Ég óttast að þjóðfélag okkar staðni og að það verði verra að búa á Íslandi ef vinstri-hugsunarhátturinn fær að ráða ríkjum hér. Ég þykist vita að mannauður þjóðarinnar láti ekki bjóða sér til lengdar hugsunarhátt vinstrisinna og það verði fólksflótti vegna þess. Ég óttast að skaðinn sem vinstrimenn geta valdið þjóð okkar verði langvinnur ef þeir komast til valda, þó ekki verði nema eitt kjörtímabil.

Mér hryllir við tilhugsuninni að fólk eins og Steingrímur J., Ögmundur, Kolbrún, Þuríður, Atli, Jón Bjarna og Álfheiður ráði hér ríkjum, ásamt hrærigrautnum úr Samfylkingunni. Ég óttast að ungt fólk viti ekki fyrir hvað þetta fólk raunverulega stendur fyrir.

Guð blessi Ísland. Errm

 


mbl.is Gætu orðið til 300 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Mælt þú manna heilastur.

Sú helför sem okkar bíður ef þessi skoffín komast til valda eftir kosningar MUN leggja landið í auðn. Skattahækkanir og skiplögð útrýming allra sem flokkast geta sem "eignafólk", kæfing einkaframtaksins í nafni kommúnismans.

VG er fólk sem er allt af vilja gert til að láta gott af sér leiða - en staðreyndin er sú að hugmyndafræði VG er ónýt og boðar enga uppbyggingu.

Blómaskeið Íslands er horfið um langan tíma.

Liberal, 20.3.2009 kl. 16:45

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Því miður held ég að þetta sé allt saman rétt hjá þér Gunnar.  Ef þetta lið sem er við stjórnvölinn núna fær meirihluta í kosningunum í vor er ég smeykur um að mesta hörmungarskeið Íslandssögunnar sé upprunnið og tel ég móðuharðindin þar með.

Jóhann Elíasson, 20.3.2009 kl. 17:49

3 identicon

Er hægt að toppa það sem gerðist í haust í boði sjálfhælisflokksins ? Er það ekki gjörónýt hugmyndafræði eða hvað. Móðurharðindin eru í boði xd ekki satt ? Er hægt að skíta lengra upp á bak eins og xd stefnan gerði í haust ? Það má spyrja !

Daus (IP-tala skráð) 20.3.2009 kl. 18:01

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Daus, þetta eru kölluð MÓÐUHARÐINDI og höfðu ekkert með sjálfstæðisflokkinn að gera en söguskoðun vinstrimanna hefur nú alltaf verið svolítið skrítin og ekki bætir þú hana.

Jóhann Elíasson, 20.3.2009 kl. 20:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband