Sólarkaffið nálgast á Reyðarfirði

Í þorpinu á Reyðarfirði sést sólin ekki í 3 mánuði á ári, frá ca. 11. nóvember til 7. febrúar. Það er þó að sjálfsögðu aðeins misjafnt hvenær sólin fer að skína inn um glugga hjá fólki, en það munar þó ekki nema 2-3 dögum.

Á tunglmyndinni hér að neðan sem ég nappaði af bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings, má sjá að stutt er í að sólin vermi norðurhlíðina fyrir botni Reyðarfjarðar þar sem þorpið er staðsett. Myndin er tekin mánudaginn 2. febrúar kl. 12.58, þegar sólin er hæst á lofti. Ég setti ör ákortið fyrir þá sem ekki vita nákvæmlega hvar Reyðarfjörður er.

Landið okkar er listaverk, líka séð úr geimnum InLove

island02022009

Smellið tvisvar á myndina til að fá hana stærri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband