Er hörgull á stjórnmálamönnum?

Stjórnmálamaður í Samfylkingunni, sem hefur verið áberandi í baráttu sinni gegn virkjunum og stóriðju, segir á bloggi sínu við þessa frétt:

"Hvernig verður staðan ef það þarf að loka álverinu fyrir austan eftir einhver ár?"

Ég leyfi mér að setja hér inn athugasemd mína á blogginu hjá honum:

"Ég hélt að gerðar væru einhverjar kröfur til stjórnmálamanna í Samfylkingunni. Kröfur um að þeir séu sæmilega upplýstir. Og þú Dofri, sem hefur sérstakan áhuga á að vera á móti álverum, ættir að vita betur, ættir í raun að vita allt sem hægt er að vita um álfyrirtækin.  

Það er útilokað að álverinu á Reyðarfirði verði lokað á næstu árum. Nema þú gerir ráð fyrir að Alcoa verði í heild sinni gjaldþrota. Finnst þér það líklegt? Finnst þér líklegt að nýjasta og tæknilegasta álverinu, flaggskipinu, verði lokað? Finnst þér líklegt að þetta rúmlega 100 ára gamla álfyrirtæki brjóti bindandi samning sinn til 40 ára við Landsvirkjun, með tilheyrandi skaðabótamáli og álitshnekkjum?

Þú þarft að vinna heimavinnuna betur Dofri".

Það hlýtur að vera hörgull á frambærilegu fólki í Samfylkingunni.

P.s. Fjárfesting Alcoa á Reyðarfirði nam 1 miljarði $, óframreiknað. Ég segi það aftur... hversu líklegt er að slíkri fjárfestingu verði fleygt á næstu árum, jafnvel þó Alcoa yrði gjaldþrota?


mbl.is Tap á rekstri Alcoa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Þú mátt íhuga framsetningu skoðana þinna Gunnar. Þú hraunar yfir Dofra eins og að hann sé vitleysingur og viti ekki neitt. Fullyrðir síðan að "útilokað" sé að Alcoa geti orðið gjaldþrota. Fyrir hálfu ári síðan gengu spár á Wall street út á hækkandi álverð en reyndin varð að það hefur hrunið. Svo klikkarðu út með viðbótarfærslu hjá Dofra sem gengur út á að hrauna líka yfir Al Gore og nefna hann "bullustamp". Í heildina við svona hroka fer maður að íhuga hvort þú sérst ekki sæll og glaður með tilveruna.

Gunnlaugur B Ólafsson, 13.1.2009 kl. 01:37

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það má vel vera að ég megi íhuga framsetningu skoðana minna, en ég meina það sem ég segi og segi það sem ég meina. En ef það er eitthvað sem þú ert ósammála í þessum pistli, gagnrýndu það þá efnislega. Það er rangt hjá þér að spár hafi gengið út á hækkandi álverð fyrir hálfu ári, það er lengra síðan. Og áliðnaðurinn hefur áður gengið í gegnum sveiflur. Ef þér finnst líklegt að fjárfesting Alcoa á Reyðarfirði verði ekki nýtt á næstu árum, þá ertu væntanlega að segja að áliðnaðurinn í heild sinni hrynji. Ég leyfi mér að fullyrða að það er í besta falli óskhyggja álversandstæðinga.

Þetta með Al Gore.... ég hef skrifað nokkra pistla um hann og hef fært fyrir því ágæt rök að mínu mati að maðurinn er hræsnisfullur "bullustampur".

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 02:20

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Þú hraunar yfir Dofra eins og að hann sé vitleysingur og viti ekki neitt." ... segirðu.

Vitleysingur er hann nú held ég ekki, en um álver veit hann greinilega ekkert, nema hann tali gegn betri vitund.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 02:24

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Óvinveitt yfirtaka " á Alcoa var reynd af hálfu Rio Tinto fyrir nokkrum mánuðum. Það má vel vera að hún verði að veruleika einhverntíma, en það breytir engu um álverið á Reyðarfirði.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 02:26

5 identicon

Það verður að segjast að sama hvað fólki finnst um álver og Alcoa, er það frekar ólíklegt að álverið á Reyðarfirði verði lokað.  Ég myndi tippa á að Alcoa myndi loka ca. 27 áverum á undan Fjarðaáli, þar sem Fjarðaál er tæknivæddasta flaggskipið í flota Alcoa.

Líkurnar á að þeir dragi saman á Reyðarfirði eru hins vegar meiri, og hvernig það kemur við Austfirðina er spurning.  Þeir gætu tekið upp á að minnka framleiðslu, en myndu aldrei fara undir hagkvæmnipunktinn, þ.e.a.s. þeir myndu ekki fækka kerjum o.þ.h., enda kostar stórfé að starta þeim aftur eftir álverðs-lægð.  Þar með er ólíklegt að sparnaðaraðgerðir á Reyðarfirði myndu þýða miklar uppsagnir.

Gunnar G (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 10:34

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Álverinu á Reyðarfirði verður ekki lokað á næstu árum, nema álframleiðsla stöðvist í heiminum... og fyrr frýs í Helvíti

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 11:24

7 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Niðurstaða þín er röng því forsendurnar sem þú gefur þér í gagnrýni þinni á Dofra eru rangar.

Það kemur hugsanlegri lokun á álverinu í Reyðarfirði ekki nokkurn skapaðan hlut við hversu fullkomið álverið er. Eina breytan í þessu sem skiptir máli er orkuverðið. Ef álið verður dýrara í framleiðslu á Reyðarfirði en í eldri ófullkomnari verksmiðjum erlendis vegna lægri orkuverðs þar, verður Reyðarfjörður einfaldlega undir samkvæmt lögmáli kapítalismans, það ættir þú að vita.

Og þegar Alkóa stendur frammi fyrir vali um gróða eða tap verður Reyðarfjörður eða Landsvirkjun ekki annað en skítur á blaði, henti það þeim.

Það gæti gerst strax á morgun, en við skulum vona að það verði aldrei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2009 kl. 14:24

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er allt í lagi að hrauna yfir Dofra því hann er vinstri vitleysingur og hefur alltaf verið. Gersamlega ómarktækur maður. Það skiptir akkúrat engu máli hvort Alcoa verður gjaldþrota - aðrir aðilar tækju samdægusr við þrotabúinu og álverið yrði rekið áfram. Þannig gerast kaupin á eyrinni. Álverið er mjólkurkú sem allir myndu vilja eiga og reka. Nú þurfum við að fá fleiri virkjanir, fleiri álver og stinga þessum græningjalýð í búr svo þeir séu ekki að tefja framgang þjóðþrifamála. Við íslendingar höfum ekki lengur efni á einhverri vinstri vitleysu.

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 14:33

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Axel, það voru gerðir samningar um orkusölu til 40 ára.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 15:40

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Gunnar, það verðu öruglega metið inní heildarmyndina hvað það kostar að svíkja þann samning, um leið og hagnaður verður af því, verður það gert, sé ætlunin að bakka út. Það er löngu ljóst kapitalið er samviskulaus húsbóndi, það ætti öllum bláeygðum Íslendingum að vera orðið ljóst.

Baldur, þeir eru nú víða vitleysingarnir þessa dagana. Það er einn galli við allar "mjólkurkýr", hann er sá að þær hætta að vera "mjólkurkýr" um leið og það sem í þær fer er orðið dýrara en það sem frá þeim kemur. Verðið á "álmjólkinni" er ekki hátt þessa dagana og gæti lækkað enn frekar. Það hefur aldrei verið eftirspurn eftir "mjólkurkúm" sem framleiða ekki fyrir kostnaði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2009 kl. 16:16

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég veit reyndar ekki hvað það myndi kosta þá að svíkja samninginn, en það hlýtur að kosta umtalsvert. Nú, ef þeir svíkja, þá eigum við helling af orku í "eitthvað annað". Mér skilst að það liggi eins og hráviður út um allt, bíðandi eftir að það verði nýtt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 16:44

12 Smámynd: Baldur Hermannsson

Gunnar, ég gat ekki annað en hlegið þegar Rannveig Rist var að hóta því að leggja niður álverið í Straumsvík ef við Hafnfirðingar samþykktum ekki stækkunina. Orðin tóm, eins og hvert barn gat vitað, og eftir ósigurinn kom ekki til greina að hætta starfsseminni. Fyrirtækin stórgræða á álframleiðslu. Hvers vegna ættu þau að hætta? Það er komin smádýfa í álverð, sem eigi þarf að undra því það er búið að vera ansi hátt, en það mun rísa aftur þegar heimskreppan er um garð gengin.

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 16:57

13 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við skulum vona það besta, við þurfum á öllu okkar að halda og megum ekki við því að missa neinn "fyrir borð". Mér sýnist að fólkið í landinu verði að bjarga sér á eigin spýtur, því það sorglega er að ríkisstjórnin hefur ekki, er ekki, og virðist ekki ætla að gera neitt annað en gera illt verra, því miður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2009 kl. 16:57

14 Smámynd: Baldur Hermannsson

Axel, ert þú ekki með allra bölsýnustu mönnum?

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 16:58

15 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, þegar þetta gerðist sem þú lýsir var landslagið allt annað, álverðið í hæstu hæðum. Ég er hræddur um að væri þetta að gerast í dag væru þetta ekki "innantóm orð". Og þið Hafnfirðingar sætuð núna undir vegg sárir og svekktir og kyrjuðu "Lok lok og læs og allt í stáli, lokað af heimsku".

Ef þetta er "smá dýfa" skulum við vona að við sjáum aldrei dýfu með stórum staf.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2009 kl. 17:12

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Baldur, var það ekki kallað bölsýni, úrtölur, öfund og annað sem þótti hæfa foráttu heimsku þeirra manna sem dirfðust að vara við og gagnrýna útrásarfárið og allt sem því tengdist?

Fyrirgefðu Baldur, en ég fæ nú ekki séð að almenn bjartsýni svífi yfir vötnunum á Íslandi í dag þótt menn séu allir af vilja gerðir.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 13.1.2009 kl. 17:24

17 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hafnarfjörður stendur afar illa að vígi eftir áratuga kratastjórn. Við erum ekki á hausnum en nálægt því. Ef kosið yrði núna myndi Rannveig sigra.

Baldur Hermannsson, 13.1.2009 kl. 17:24

18 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Klárlega myndi Rannveig sigra í dag.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband