Guðþjónusta á Reyðarfirði

IMG_0822_sizedKl. 23.00 á aðfangadagskvöld verður messa í Reyðarfjarðarkirkju og einsöngvari með kórnum verður Tinna Árnadóttir söngkona frá Eskifirði. Tinna er 24 ára gömul og er frábær söngvari, syngur hreint eins og engill InLove.

Við æfðum með henni á mánudagskvöldinu og þegar hún söng "Ó helga nótt", þá var það svo vel gert hjá henni að í fyrsta rennslinu þá fipaðist kórinn, svo glæsilega söng hún! Ég hef haft orð á því að mér finnist lagið njóta sín best með tenór söngvara, en ég sé það núna að það var tóm vitleysa í mér. Joyful

Ég hvet fólk til að mæta til messu, þó ekki væri nema vegna tónlistarinnar. En burt séð frá henni, þá höfum við öll gott af því að eiga notalega stund í kirkjunni og hlusta á Guðs orð. Séra Hólmgrímur Elís Bragason þjónar fyrir altari. Halo


mbl.is Guðsþjónusta í Betlehem á netinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband