Sannur lýðræðisflokkur

27579 Landsfundur Sjálfstæðisflokksins er stærsti lýðræðsifundur þjóðarinnar. Þeir sem halda öðru fram hafa annað hvort aldrei á þann fund komið eða hafa orðið móðgaðir af því þeir hafa ekki fengið sínu framgengt þvert á vilja meirihlutans.

Ég heyrði að ræðumennirnir á mótmælafundinum á Austurveli í dag töluðu mikið um lýðræðið og í einu orðinu að valdið væri fólksins, en í hinu orðinu að stjórnvöld lítilsvirtu lýðræðið. Þá varð mér hugsað til þess hvernig þetta fólk notaði lýðræðilegan rétt sinn til þess að hafa áhrif. Mætir þetta fólk á fundi stjórnmálaflokkanna? Skráir það sig í stjórnmálaflokka og mætir það á landsfundir þeirra þar sem stefnan er mörkuð? Mætir þetta fólk á fundi verkalýðshreyfinganna? Tekur það þátt í starfi þeirra?

Það hefur verið vandamál í mörg ár hversu lítil þáttaka almennings er í flestum stjórnmálaflokkum og verkalýðshreyfingum. Þetta eru ólaunuð störf og þau krefjast fórnfýsi og áhuga þeirra sem vilja hafa áhrif. En það er voðalega þægilegt að gagnrýna á mótmælafundum og tala í frösum á fjölmennum fundum þegar athygli fjölmiðla beinist að þeim. En fjölmiðlarnir eru ekki á vettvangi þegar hin raunverulega vinna fer fram og þá virðist áhugi hrópandans í eyðimörkinni dofna. Einhvers staðar væri þetta kallað hræsni.  


mbl.is Óttumst ekki kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Sólborg Þórisdóttir

Flokkakerfið er hluti af vandamálinu og það þarf að afnema. Fólk þarf að hætta að hugsa í flokkum. Þá fyrst verður hægt hreinsa til hérna.

Jónína Sólborg Þórisdóttir, 15.11.2008 kl. 18:36

2 identicon

Að detta helst í hug að lofa þá sem eiga mesta sök á ástandinu hérna er eiginlega stórfurðulegt, en ef þú vissir það ekki Gunnar, þá hafa sjálfstæðismenn haft forsætis og fjármálin síðastliðin 17 ár, seðlabankastjórann síðustu ár og svo var víst hann Hannes Hólmsteinn vinur þinn á einum spenanum í þeim banka líka. Svona liði væri auðvitað útskúfað annarstaðar, en nytsömum sakleysingjum heima á Íslandi dettur helst í hug að lofa.

Birgir (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viðar, allir sem hafa áhuga á því að komast á landsfund Sjálfstæðisflokksins geta það. Á honum hafa verið yfir 1.000 manns. Viltu að gestir og gangandi geti vaðið þarna inn á skítugum skónum?

Sigurður Helgi og Jónína, það er alveg hægt að taka undir þetta já ykkur.

Birgir, ég er sammála því að stjórnvöld sváfu á verðinum og ég vil stjórn Seðlabankans burt og líka hjá Fjármálaeftirlitinu. Alþingiskosningar sjá um stjórnmálamennina.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 19:28

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stjórnað landinu í algert þrot. Ekki aðeins efnahagslegt heldur einnig hugmyndafræðilegt gjaldþrot, og hefur hann engin svör sem duga okkur í þessarri stöðu. Forsendur þess umboðs sem honum var veitt í síðustu kosningum eru brostnar og hefur friðurinn í samfélagi voru hefur aldrei verið undir jafn mikilli hættu frá lýðveldisstofnun. Lýðræðislegar kosningar er besta leiðin fyrir þjóð okkar að komast út úr þessarri kreppu án þess að landið falli í landsflótta, borgarastríði eða fasisma sem annars gæti verið raunveruleg hætta á. Við þurfum á því að halda að ganga sameinuð inn í það verk sem er framundan og það má vera hverjum sem er ljóst að meðan allir sitja sem fastast mun ekki vera neitt traust eða neinn friður hvað þá nein samstaða í þessu samfélagi og á öllu þessu þurfum við að halda ef takast á að eiga við þau stórkostlega verkefni sem eru framundan.

Héðinn Björnsson, 15.11.2008 kl. 23:47

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Héðinn, það er fjarri lagi að hugmyndafræðin hafi beðið gjaldþrot.

Hvaða hugmyndafræði viltu annars innleiða í staðinn?

Ágætur pistill HÉR. Viðtal við Tryggva Þór Herbertsson og grein eftir Edmund S. Phelps.

Gunnar Th. Gunnarsson, 15.11.2008 kl. 23:54

6 identicon

Menn eins og þú hafa komið okkar þangað sem við erum....það er eins með ástandið í dag eins og þegar þriðja ríkið féll eða sovétblokkinn....menn hengdu sig frekar en að horfast í augu við að hugmyndafræðin var búin að eyðileggja samfélagið.....

 Þú ert bara sjálfstæðismaður...en sem betur fer fyrir okkur hin fer þeim fækkandi!!

Dísa (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:19

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hengdu sig segirðu... ég þori að hengja mig upp á að þú ætlar þér ekki að lesa pistilinn sem ég bendi á  Nema að þú gerir það þá núna til þess að ég hengi mig

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.11.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Pétur Kristinsson

Ertu þá að segja að þessi hugmyndafræði eða með öðrum orðum góðvinapólitík D listans sé sú sem er hinn eina sanna? Er það ekki veruleikafyrring í ljósi þeirra atburða sem tröllriðið hafa heiminum? Vissulega er nauðsynlegt að hafa markaðskerfi en verðum við ekki öll að viðurkenna að opið markaðskerfi gengur ekki upp í ljósi óþroskaðrar mannskepnu? Af hverju ættu ekki að gilda reglur með markaði og viðskipti alveg eins og í umferðinni?

Ég er hægri maður en viðurkenni þó að stefna hægri manna þarfnast endurskoðunar alveg eins og kommúnisminn þegar að hann hrundi.

Eina leiðin fyrir D til þess að vekja aftur tiltrú almennings á flokknum er að opna bókhald flokksins og stöðva ítök fjármálamanna í flokknum. Það er það sem er að drepa þennan flokk innan frá. Ósamræmið í stefnu flokksins er mikið og sannast best í kommúnista stefnu flokksins varðandi RÚV.

Vonandi koma færir menn fram á sjónarsviðið og stofna nýjan alvöru hægri flokk.

Pétur Kristinsson, 16.11.2008 kl. 12:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband