Hvert á fólkið að flýja?

Jón Daníelsson prófessor við London School of Economics. Þeir eru þó nokkrir hagfræðingarnir sem látið hafa í ljós þá skoðun sína á undanförnum mánuðum fyrir hrun bankakerfisins, að í óefni stefndi. En nú eftir hrunið, þá finnst mér þeir vera að segja: "Sko, ég sagði þetta!". En þeir sögðu sko ekkert þetta,  því þeir sögðu ekki að staðan yrði svona alvarleg. Engum óraði fyrir þá miklu og djúpu kreppu sem er að ganga yfir Bandaríkin og Evrópu þessar vikurnar og samkvæmt fréttum frá USA þá er útlitið enn að dökkna þar og botninum ekki nærri náð.

Jón Daníelsson hagfræðingur, vekur athygli á sér í Englandi með einhverskonar "inside information" grein á Resource Investor vefnum. Í greininni vitnar Jón í skoðanakönnun sem gerð var á Íslandi þegar þjóðin var lömuð í sjokki eftir að hin alvarlega staða var ný runnin upp fyrir henni. Í þessari könnun kemur fram að þriðjungur þjóðarinnar íhugi að flytja af landi brott. Ég efast í sjálfu sér ekkert um að þetta hafi hvarflað að svo mörgum, en þegar fólk er spurt um þetta við svona aðstæður þá held ég að lítið sé mark á því takandi í raun.

Fyrsta hryna uppsagnanna kom eðlilega úr bankakerfinu og næsta hryna úr byggingar og verktakaiðnaðinum. Síðan er minnkun á starfsmannahaldi, minnkað starfshlutfall o.þ.h. í flestum greinum atvinnulífsins nema helst hjá ríki og sveitarfélögum. Hvert á fólkið úr bankageiranum og byggingariðnaðinum að flytja. Mér heyrist af herlendum fréttum að meðal atvinuleysi t.d. í ESB löndunum sé 6% og fari hækkandi. Samdráttur er víðast hvar í hinum vestræna heimi. Það er helst að Kínverjar ætli sér að auka framkvæmdir hjá sér en ég er ekki viss um að prentuð verði þar út "græn kort" í stórum stíl.

kína


mbl.is Þriðjungur þjóðarinnar vill flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband