Skipuleggja uppreisnarástand

Það er eðlilegt að fólk mótmæli þessa dagana af ýmsum ástæðum. Ég á þó erfitt með að átta mig á því að stjórn og formaður VR beri ábyrgð vegna niðurfellingar ábyrgða hjá starfsmönnum Kaupþings, nema það hafi verið gert með vitund og vilja stjórnarinnar. Var það svo?

Það er ekki mikil hefð fyrir mótmælum á Íslandi og sumir segja að við kunnum ekki að mótmæla, hvað svo sem það þýðir. Frægustu mótmæli Íslandssögunnar eru mótmælin á Austurvelli 1949, þegar vinstrimenn skipulögðu ofbeldi og uppreisnarástand með tilheyrandi harmleik fyrir þó nokkra einstaklinga, sérstaklega úr liði lögreglunnar.

Sennilega vill meirihluti þjóðarinnar alþingiskosningar á vormánuðum en vitað er að margir hörðustu vinstrimanna í stjórnarandstöðu og e.t.v. fáeinir Samfylkingarmenn, vilja kosningar strax. Með því að skapa meiri upplausn í þjóðfélaginu en tilefni er til og með því að skapa algjöran glundroða með tilheyrandi óeirðum og ofbeldi á götum úti, þá telur þetta fólk að úrslit kosninganna verði meira afgerandi þeim í vil. Þetta er þekkt strategía og hefur verið lengi, þ.e. að skapa neyðarástand á strætum og torgum og láta líta svo út að stjórnvöld hafi algjörlega misst tökin á ástandinu. Að það séu beinlínis almannahagsmunir að stjórnvöld fari frá strax. 

Það er athyglisvert hvað ákveðnum hluta úr röðum mótmælenda á Austurvelli undanfarið er meinilla við hausatalningu lögreglunnar og fjölmiðla. Þeir segja að fjöldinn sé allt að því helmingi meiri en þessir aðilar áætla. Þetta er einnig partur af strategíunni hjá þessu fólki. Allir eru spilltir og í liði ríkjandi stjórnvalda, lögreglan og fjölmiðlar þar á meðal.

Það alveg öruggt að nú eru aðilar í þjóðfélaginu að skipuleggja óeirðir sem gætu haft mannlegan harmleik í för með sér og þessir aðilar koma yst frá vinstri í pólitíska litrófinu. Þessir aðilar munu gera allt til þess að æsa almenning upp og ögra lögreglunni og þeir munu ekki beita vönduðum meðulum í þeirri viðleitni sinni. Það er full ástæða fyrir lögregluyfirvöld að vera viðbúin á næstu vikum því umfram allt verður að tryggja öryggi almennings í landinu.

 

 


mbl.is Krefjast almenns félagsfundar í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband