"If you have no point, use PowerPoint"

Þessa setningu hef ég eftir Gunnari E. Finnbogasyni, kennara við Háskóla Íslands á menntavísindabraut og kennara míns í ökukennaranáminu  í námskrárfræðum.

Þegar hann var spurður af nokkrum nemendum í ökukennarabekknum, hvort við ættum að nota PowerPoint "slides how" í kynningu okkar á verkefninu "námskráráætlun" fyrrir septemberlotuna, þá svaraði hann með þessum hætti, en jafnframt með bros á vör.  Hann tók það fram að PowerPoint fyrirlestrar væru oft og tíðum áhugaverðir og vel framsettir.

Hvað um það , ég notaði PowerPoint Presentation á verkefni mínu, eins og næstum allir í bekknum, um gerð kennsluáætlunar fyrir ökukennara sem ætlar að nota fimmta tíma sinn með ökunemanum í æfingu við hringtorg. Áhugavert verkefni og ég held að mér hafi gengið þokkalega vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Muna svo að segja tilvonandi nemendum að setja krummafót á heilann þegar þeir fara að keyra í Bretlöndum og öðrum vinstrisinnuðum skrípaskerjum!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 16.8.2008 kl. 02:21

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hehe... krummafót á heilann. Lol

Gunnar Th. Gunnarsson, 16.8.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband