Misræmi í fræðibókum

ji_broddfura5038Þegar ég var í Garðyrkjuskóla Ríkisins 1986-1988 þá sá ég oft misræmi í fræðibókunum t.d. um aldur trjáa, en einnig í mörgu öðru. Broddfura (Pinus aristata) var talin verða allra tjátegunda elst. Sumar bækur töluðu um 4-5000 ára en aðrar allt að 8000 ára.

Broddfuran er hægvaxta tré en afar harðgert. Auðvelt er að þekkja Broddfuruna á hvítum harpixörðum á furunálunum. Handboltafólk þekkir harpixið vel, því það er klístrið sem þeir nota til ná betra gripi. Það harpix er þó ekki unnið úr Broddfurunálunum, heldur úr berki greni og/eða furutrjáa sem lekur þar út, stundum í þykkum taumum.

 


mbl.is Elsta tréð er sænskt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Broddfuran og Fjallafuran voru uppáhalds trjátegundirnar mínar. Við plöntuðum nokkuð mörgum hæðst uppí fjalli, hærra en talið var að tré yxu. Snjórinn varði þau fyrir vorsólinni, og þau döfnuðu vel.

Svo síðan 1999 veit ég ekkert um þau.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 13:28

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Broddfura er líka í uppáhaldi hjá mér, ásamt Lindifuru. Mjög ólíkar tegundir samt.

Gunnar Th. Gunnarsson, 18.4.2008 kl. 14:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband