Hvar er þessi maður núna?

Mynd 456075 Mér finnst það alltaf jafn merkilegt þegar einhverjir "fræðingar" koma með speki sína þvert ofan í jafnvel áralangar rannsóknir, og slá alla þá vinnu út af borðinu með nýjum "stórasannleik". Ísleifur Jónsson er örugglega ágætis verkfræðingur en ég hef samt tilhneigingu til þess að treysta þeim jarð og verkfræðingum sem hafa verið á kaupi í dágóðan tíma við að skoða þessa hluti.

Mér er minnistætt þegar bollaleggingar voru um Hvalfjarðargöng á sínum tíma, þá spratt hver besservisserinn af öðrum fram á sjónarsviðið og hökkuðu í sig þá glapræðishugmynd að fara að bora jarðgöng undir fjörðinn. Sérstaklega var einn verkfræðingur sem hafði sig mikið í frammi og skrifaði hverja greinina á eftir annarri í blöðin. Sá hafði miklu viskulegri hugmyndir að eigin áliti um hvernig leysa átti þverun fjarðarins, en það var flest annað en jarðgöng, en flotbrú eða hábrú voru hans hugmyndir. Því miður man ég nú ekki lengur hvað þessi maður heitir en í greinum hans mátti ætla að hann vissi allt betur en þeir sem höfðu raunverulega verið að rannsaka málið. Gallinn við göngin voru m.a. að hans áliti að þau myndu örugglega leka alveg svakalega. Þau voru á jarðskjálftasvæði og þess vegna stórhættuleg. Stór hluti fólks myndi aldrei þora ofan í göngin og þau voru alltof dýr og þ.a.l. óarðbær. Hvar er þessi maður núna?

Persónulega vildi ég frekar sjá fallega brú þarna yfir sundin því mér skilst að hún séu helmingi ódýrari en göng og afkasti auk þess meiri umferð. Fjármunina sem sparast við brú væri hægt að verja í að fækka einbreiðum brúm á vegum landsins. Þeim fjármunum væri vel varið. En rökin með göngum eru víst minna umhverfisrask. Eru menn ekki eitthvað að missa sig með slíkar hugmyndir. Þetta er jú þéttbýli er það ekki?  Eða eru þarna kannski ómetanlegar náttúruperlur í húfi? Þær finnast víst orðið út um allar koppagrundir.


mbl.is Varar við Sundagöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

hahahahaha  góður punktur með umhverfisraskið. örugglega einhverjir sem myndu vilja vernda stórbrotnar mávabyggðir.

Brjánn Guðjónsson, 30.3.2008 kl. 02:48

2 identicon

Þessi verkfræðingur sem þú vísar til Heitir Friðrik Hansen Guðmundsson og er sá sami og stendur að verktakafyrirtækinu Stafnás sem hefur verið milli tannanna á fólki vegna vangoldinna launa til starfsmanna sinna upp á síðkastið.

Magnús Orri Einarsson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:09

3 Smámynd: Árni R

Já en hvernig er það með húsið í Álasundi í Noregi, Það var einhver jarðfræðingur búinn að segja að það ætti ekki að byggja hús þarna vegna hættu á skriðu. En nei eins og alltaf er almenningur bara orðin tóm og þessir uppar við stjórnvölin líma fyrir eyrun

Árni R, 30.3.2008 kl. 08:15

4 identicon

Menn geta deilt um hvort göng séu lausn eða ekki. En þessi rök minna óþægilega þegar við Skagamenn beittum okkur fyrir lagningu Hvalfjarðarganga. Þá gekk maður undir mann að dæma göngin norður og niður og sagt var að þau lækju og mundu aldrei gagnast. Það var gengið svo langt að krefjast fangelsunar á okkur fyrir að gera göngin og sóa almannafé - sem reyndar var ekki þar sem þau voru gerð fyrir lánsfé með veði í göngunum sjálfum. Margir verkfræðingar bölvuðu okkur í sand og ösku. Þeir hafa nú pissað aftur upp í vindinn með þessari athugasemd við Sundagöng.

kveðja

Björn Lár

Björn S. Lárusson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 08:22

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þessir "vísu" menn hljóta að vera blóðrauðir í framan af skömm í dag.... og þó kannski ekki. Ákveðnar manngerðir virðast alltaf geta réttlætt vitleysuna í sér.

Ómar Ragnarsson segir í pistli um þessa sömu frétt:

 "Sennilega hefur verið mikil lukka yfir því hve lítið Hvalfjarðargöng láku og ég hef heyrt þá útskýringu að menn hafi hitt þráðbeint inn í miðju á á þykku bergi". 

Þetta hljómar eins og þetta hafi bara verið grís og Guðs lukka. Auðvitað geta tilviljanir spilað inní flóknar framkvæmdir en í dýrum framkvæmdum er yfirleitt reiknað með hinu "óvænta" með bjartsýni og svartsýni og öllu þar á milli. En auðvitað geta slíkir útreikningar klikkað, ekkert er 100% öruggt. Þannig að úrtölumenn Hvalfjarðaganganna segja sjálfsagt í dag:

"En ég hefði getað haft rétt fyrir mér!... ef þeir hefðu ekki lukkast til að hitta svona þráðbeint inn í mitt bergið".

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 09:11

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Með þessu er ég ekki að segja að aldrei eigi að gagnrýna neitt og það er hægt að benda á dæmi eins og Árni R gerir eflaust réttilega

Gunnar Th. Gunnarsson, 30.3.2008 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband