Að mæra borgaraleg óhlíðni

 

Þegar ég sá fyrirsögn þessa bloggs hugsaði ég með mér að alveg væri það nú dæmigert af fulltrúa VG að mæra hústökufólkið Og við frekari lestur er ekki annað að sjá en svo sé verið að gera. Nú hef ég ekki komið þarna né þekki sögu þessa húss en það sem ég hef heyrt í fréttum er í stuttu máli þetta: Húsið var selt fyrir 7 árum af borgaryfirvöldum og ungmennunum var gefinn ríflegur frestur til að rýma húsið og þeim m.a. boðin aðstaða annarsstaðar. Ungmennin neituðu að fara. Þau voru kærð og málið fór alla leið í hæstarétt og þau voru dæmd út. Reynt var ítrekað að fara samningaleiðina. Aðgerðir lögreglu miðuðust við að hætta á meiðslum yrði sem minnst.  Er þetta ekki borðleggjandi?

Salome Mist er þarna með gott innlegg, einnig Maron Bergmann o.fl.

En borgaraleg óhlýðni er eitthvað svo voða mikið VG. Skítt með lögin og kúkum á kerfið er svona trend hjá ungum róttæklingum. En hjá ábyrgum stjórnmálamönnum og konum samanber Hlyni og Álfheiði Ingadóttir, finnst mér það ekki alveg að gera sig. Er hústökufólk markhópur V-Grænna?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Vonandi líkur þessu með niðurrifi hússins

Ágúst Dalkvist, 4.3.2007 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband