Oft "og" tíðum eins og Barcelona

Pep_Guardiola"Tiki Taka" fótbolti hef ég heyrt það kallað þegar menn spila stuttar sendingar og einnar snertingar bolta, eins og Barcelona hefur verið þekkt fyrir. Handbragð Pep Guardiola leynir sér ekki á Bayern Munchen, en samt er þýski karakterinn ekki langt undan. Pep og Bayern verður eitruð blanda.

En þá að fyrirsögninni.

Í lok viðtengdrar greinar segir: "Oft á tíðum fengum við gott pláss" (Arjen Robben) 

Lengi vel sagði ég "oft á tíðum" eins og mér heyrðist allir aðrir segja, í merkingunni "oft á ýmsum tímum". En svo leiðrétti mig ágætur íslenskumaður og sagði að rétt mál væri "oft og tíðum" eins og "oft (ótt) og títt"

Og þar með er lokið mola dagsins. Smile


mbl.is Robben: Áttum ekki von á svona léttum leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

HÉR er þetta á vísindafefnum... blessaður þegnrétturinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.10.2013 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband