Mistök að byrja með Aron Rafn?

Það er alltaf hægt að vera vitur eftir á...

Ólafur Guðmundsson, Hafnfirðingurinn ungi hefur þungan kross að bera. Hann lét reka sig útaf á klaufalegan hátt í stöðunni 19-16 fyrir Ísland og Íslendingar með boltann. Hann fékk þar með rautt og ég furða mig á að hann hafi fengið að spreyta sig nógu mikið í svona mikilvægum leik til að fá þrjár brottvísanir.

Þetta var vendipunkturinn í leiknum  og hinn góði taktur sem kom í upphafi síðari hálfleiks hvarf úr leik okkar manna. Íslenska liðið átti í heild frekar dapran dag og Ásgeir Örn var skelfilega lélegur. Þetta lið á ekki erindi nema í 16 liða úrslit.... því miður.


mbl.is Björgvin valinn bestur í íslenska liðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ThoR-E

Veit ekki hvort það voru mistök. Hann átti frábæran fyrri hálfleik á móti svíum þannig að það var sjálfsagt að leyfa honum að byrja. Það gekk ekki í þessum leik og var alveg ótrúlegt að horfa á rússana skjóta hvaðan sem er og skora á meðan við þurftum að hafa miklu meira fyrir hverri sókn... fyrir utan hraðaupphlaupin auðvitað sem voru snilld.

Smá hikst í byrjun en þeir mæta fastir í leikinn á morgun, hef fulla trú á þeim.

ThoR-E, 12.1.2013 kl. 20:18

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, það var sennilega ekkert óeðlilegt að byrja með Aron Rafn. Nafni hans þjálfarinn var þó fljótur að breyta og hrós fyrir það.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.1.2013 kl. 20:51

3 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er alveg magnað í hvaða farveg umræðan fer alltaf eftir tapleiki. Leikmenn og þjálfari landsliðsins virðast vera einu Íslendingarnir sem hafi nákvæmlega ekkert vit á handbolta.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.1.2013 kl. 23:39

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Allir geta gert mistök og það er alveg ljóst að liðið spilaði illa í kvöld. Leikmennirnir viðurkenna það sjálfir.

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.1.2013 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband