Getur varla staðist

Þessi áhorfstala stenst varla. Ég var í Bandaríkjunum á meðan riðlakeppnin fór fram og það var sama hvar maður kom... á veitingastaði, hótellobbí og víðar þar sem sjónvörp voru á annað borð (og þau erum mjög víða), þá var stillt á stöðvar með EM útsendingu og fólk horfði af áhuga.

064 (640x427)

Hér erum við konan mín að bíða eftir steikinni okkar á veitingastað í Mall Of America í Minneapolis, stærstu verslunarmiðstöð USA, föðurlandi verslunarmiðstöðvanna. Sama hvert litið var á þessum veitingastað, á öllum veggjum var verið að sýna leik á EM.


mbl.is Aukið áhorf á EM í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er búsettur á vinstri stönd Bandaríkjanna og vil líka bæta því við að leikirnir byrjuðu yfirleitt um ellefu, hálf tólf sem allavega enn sem komið er er sá tími sem flestir eru við vinnu. Við félagarnir tókum nokkra langa matartíma en það er erfitt að koma við miklu sjónvarpsglápi um miðjann daginn.

Svo má bæta því við að á heimaleiki Seattle Sounders koma að jafnaði tæplega 40 þúsund manns, fjöldi sem myndi sæma sér vel í öllum deildum.

Erlendur (IP-tala skráð) 4.7.2012 kl. 15:32

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Takk fyrir þetta, Erlendur. Ég held að það sé töluverður áhugi fyrir knattspyrnu í USA og fer vaxandi.

Gunnar Th. Gunnarsson, 4.7.2012 kl. 15:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband