Kínverjar passa ekki inn í íslenska náttúru

kínaNupo vill flytja inn kínverska ferðamenn í stórum stíl á N-Austurhorn landsins.

Friðunarfíklunum í VG hryllir við þeirri tilhugsun að allt verði morandi af Kínverjum við Mývatn og nágrenni. Þeim finnst Kínverjar ekki passa inn í íslenska náttúru.

Of mikið stílbrot. Errm


mbl.is Kinnhestur frá Ögmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já en kínverjar eru bannaðir! Það er of mikil sprengihætta af þeim  Hann ætti frekar í ljósi þess hversu Íslendingar eru  orðnir feitir að flytja inn Nupo Létt.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 20:53

2 Smámynd: Bjarni Daníel Daníelsson

haldið þið að það myndi stoppa þessa frábæru viðskiptahugmynd Nubos að fá ekki að kaupa Grímsstaði? Ef hann sér mikil sóknarfæri í ferðaþjónustu þá ætti svona smámál ekki að stoppa það. Heldur ætti hann að vera bara feginn að spara sér heilan milljarð í óþarfa jarðarkaup. Nema eitthvað annað búi að baki!!

Bjarni Daníel Daníelsson, 25.11.2011 kl. 20:59

3 Smámynd: Dexter Morgan

Ég er viss um að það væru margir til í að hreinlega GEFA honum landskika undir þetta hótel, sérstaklega bæjarfélög víðsvegar á landsbyggðinni og eflaust margir bændur/jarðaeigendur líka. Hann þarf max 3 ferkílómetra undir þann pakka, EKKI 300.

En nú sjáum við til, hvort þetta var alvara hjá honum og jafnt æðisleg fjárfesting í ferðamannaiðnaðinum á íslandi og hann vildi vera láta.

Dexter Morgan, 25.11.2011 kl. 21:49

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Aðeins hluti af kostnaði við viðskiptahugmynd Kínverjans liggur í jarðarkaupunum. Meirihluti fjármögnunarinnar liggur í byggingu hótelsins á staðnum og allri aðstöðu því tengdu, m.a. flugvöllur. Þá er eftir markaðssetning hugmyndarinnar í Kína.

-

Það er ekki tjaldað til einnar nætur þegar fjárfestingaráætlun af þessari stærðargráðu eru gerð. Verðmæti sjárfestingarinn verður að halda sér til langs tíma og fjárfestirinn vill eiga þess kost að geta selt fjárfestinguna þegar honum hentar.

-

Viðskiptahugmynd kínverjans gengur út á að vera með hótel á hjara veraldar, í ósnortinni náttúru, fjarri allri mannabyggð. Hann tryggir að svo verði áfram ef hann á landið. Ef hann fær bara að kaupa hluta landsins, er sú trygging ekki lengur fyrir hendi.

-

Réttur landeigandans gleymist einnig. Hann vill selja landið og hefur reynt það í fjölmörg ár. Verðgildi eignar hans minnkar ef hann bútar það niður, auk þess sem söluvænleiki landsins minnkar.

-

Einhverjir vilja frekar leigja landið, frekar en selja. Miljarða fjárfestar af þessu tagi er varla nokkurs staðar leiguliðar. Lúxushótel á leigujörð hljómar ekki traustvekjandi og fjárfestingin yrði veik á markaði. Auk þess hafa einkaeigendur landsins ekki sýnt því áhuga að leigja landið, þeir vilja selja það. Leigurekstur er umsýsl sem þeir hafa ekki sýnt áhuga á að stunda.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 21:53

5 Smámynd:  (netauga)

Ég held ég gæti ekki verið meira sammála þér Gunnar !

(netauga), 25.11.2011 kl. 23:04

6 identicon

Hei. Það væri kannski í lagi að selja 6 hektara af Íslandi fyrir 6 milljón evrur, (sem gerir 1.milljarð krónur, eða 8millj us-dollara), en ekki ríflega 30.000 hektara!!! Þetta er svo fáránlega lágt verð fyrir part af paradís að mér verður ómótt af tilhugsuninni   

Selja bara landið eins og Hóru á brunaútsölu án þess að hugsa hálfa leið? Það virðist vera eina stefna Samfylkingarinnar!

anna (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 23:19

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef þetta er svona fáránlega lágt verð, Anna, afhverju eru menn þá ekki í röðum að falast eftir landinu?

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 23:42

8 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það væri gott fyrir Ísland að fá þekkingu til landsins sem Nubo mundi koma með.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2011 kl. 10:44

9 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það verður ekkert úr því, þökk sé afturhaldskommunum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2011 kl. 13:49

10 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er satt Gunnar. Þó að afturhalds íhaldið var á sama máli.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.11.2011 kl. 14:08

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Já, merkilega margir úr þeirri áttinni líka

Gunnar Th. Gunnarsson, 26.11.2011 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband