VG-liði, sem studdi álver og virkjun

ásmundur pállÁsmundur Páll Hjaltason var í framboði fyrir Biðlistann í Fjarðabyggð í sveitarstjórnarkosningunum árið 2002. Ásmundur Páll var í öðru sæti listans og kom oft inn sem varamaður fyrir Helga Seljan, sjónvarpsmann. Þegar Helgi hvarf á braut á vit frægðarinnar, tók Ásmundur við sem oddviti listans.

Nafn listans var skírskotun í bið Austfirðinga eftir stóriðju og þegar aðstandendur framboðsins tilkynntu um þátttöku sína í kosningaslagnum árið 2002, tóku þeir með táknrænum hætti fyrstu skóflustunguna að álveri á Reyðarfirði og reistu minnisvarða um brottflutta Austfirðinga.

Biðlistinn var skammlífur, því hann kom engum manni inn í kosningunum 2006. Slagorð þeirra var "Hagsmunalisti fólksins", en gráglettni örlaganna hagaði svo til að fólkið vildi ekki flokkinn. Ásmundur lagði mikla áherslu á í kosningabaráttunni 2006, að sveitarstjórnarmál ættu ekki að snúast um tölur og uppgjör, heldur um fólk og þjónustu við það.

Í ljósi þessa, kemur eflaust mörgum á óvart að eindregin stuðningsmaður stóriðju á Austurlandi, skuli hafa gengið í VG, sem hefur alla tíð barist með kjafti og klóm gegn hinu gæfusama framfaraspori, að virkja orku í landsfjórðungnum til atvinnusköpunar í Fjarðabyggð. En þó var það auðvitað ákveðin vísbending um það hvar hann ætti heima í pólitík, að rekstur sveitarfélaga ætti ekki að snúast um afkomutölur.

 E.t.v. hefur Ásmundur haldið að hann fengi brautargengi í pólitík, með því að ganga í Vinstri græna. Nú er fullreynt með það. Errm


mbl.is Formaður svæðisfélags VG hættur í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Sigurðsson

Þetta er náttúrlega bara útúrsnúningur og þvæla Gunnar. Það er fullt af fólki í V.G. sem hefur stutt virkjanaframkvæmdir, einkum á austur og norðurlandi, það veist þú vel. Svo getur þú nú illa gagnrýnt fólk fyrir að skipta um flokk. Það hefur þú sjálfur gert að minsta kosti einusinni, og reyndar tvisvar ef ég man rétt.

Ómar Sigurðsson, 31.1.2011 kl. 23:24

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég kaus Alþýðubandalagið milli tvítugs og þrítugs. Svo áttaði ég mig og hef kosið Sjálfstæðisflokkinn síðan.

-

Ég sé engan útúrsnúning hjá mér í þessum pistli...

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:33

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ef það er "fullt af fólki í VG sem hefur stutt virkjanaframkvæmdir", þá lætur það ekki heyrast á opinberum vettvangi. Hvernig ætli standi á því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.1.2011 kl. 23:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband