Bakslag í seglin hjá alarmistum

Undanfarið hafa kuldar í mið- og norður Evrópu, Bandaríkjunum og Kína verið í fréttum og nú bætist Ástralía við. Verðum við ekki bara að auka gróðurhúsalofttegundir í andrúmsloftinu? Tounge

Alltaf þegar svona fréttir berast, þá ókyrrast "global warming alarmistarnir". Það er eins og þeim líði illa yfir fréttum af þessu tagi. Þeir hjá loftslag.blog.is  eru duglegir sem aldrei fyrr við að blogga um hnattræna hlýnun, þegar svona fréttir berast.

Á vefsíðu Veðurstofu Ísland, vedur.is má finna veðrið á völdum landshlutum viku aftur í tímann, bæði í tölum og línuritum, sjá HÉR

t_1d

Þarna sést hiti og daggarmark á línuriti síðasta sólarhring á Kollaleiru í Reyðarfirði. Þegar bláa og rauða línan "kyssast" eða eru mjög nálægt hvorri annarri, þá er mikil hálka. Svona línurit má sjá á veðurathugunarstöðvum Vegagerðarinnar.

Ökumenn, sérstaklega á SV horninu, ættu að skoða þetta í meiri mæli en þeir gera. Þá væru e.t.v. færri ferðalangar að lenda í vandræðum á heiðum og fjallvegum. 

vedur

Hér kemur önnur útfærsla á veðrinu síðasta sólarhring.


mbl.is Kalt og votviðrasamt í Ástralíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ókei. Segjum sem svo að það geisi pest (t.d. svínaflensa eða svarti dauði) seinustu 6 mánuði hafa tugmiljónir látist af völdum hennar, svo kemur ein vika þar sem einungis örfáir evrópubúar og Ástralir frá Viktoríu og NSW veikjast, segirðu þá að pestin hafi aldrei geisað né sé yfirstandandi? Þú átt eftir að skoða tölurnar frá ameríku, asíu, vestur ástralíu o.s.frv. Þú átt einnig eftir að skoða tölurnar frá því vikuna á undan, fyrir yfirstandandi mánuð o.s.frv.

Eins og segir í nafninu þá er hnattræn hlýnun einmitt hnattræn. Þú afneitar henni ekki með staðbundnum tölum yfir stuttan tíma. Ef þú kemur með tölur sem ná yfir núverandi áratug (helst seinustu öld) og yfir svæði á hnattrænum skala (norðurhvel jarðar 0° - 90° N ætti að duga) þá skal ég trúa þér

Rúnar (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 20:59

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég hef aldrei haldið því fram að hnötturinn okkar hafi ekki hlýnað aðeins.

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 21:27

3 identicon

Tveir metrar af snjó um hásumar, undarlegt veður það, ætli að þetta hafi sést áður þarna hinu megin á kúlunni.

Bjössi (IP-tala skráð) 21.12.2010 kl. 22:52

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Jú, örugglega

Gunnar Th. Gunnarsson, 21.12.2010 kl. 23:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband