VG- Hræsnarar dauðans

Ég man þá tíð, er ungur ég var og vitlaus og aðhylltist vinstri hugsjónina, kommúnisma jafnvel. Blush

Þá voru helstu baráttumálin, jöfn kjör og réttlæti og að tryggja atvinnuöryggi.... að öll störf væru jafn mikilvæg og maður leit með velþóknun á, þegar kínverska kommústiastjórnin sendi skrifstofublækurnar út á hrísgrjónaakrana, svona öðru hvoru til að þeir fengju að kynnast því að áþreifanleg verðmæti sköpuðust ekki sitjandi á rassinum við skrifborð.

Íslensk verkalýðsbarátta hefur verið samofin pólitískum flokkum á vinstri vængnum alla tíð, en því miður til tjóns hin síðari ár. Reyndar hefur samljómurinn milli stjórnmálaflokkanna og hins vinnandi manns sem fær að reyna á eigin skinni hina raunverulegu baráttu með verkföllum, atvinnuleysi og öðru slíku, verið holur alltof lengi.

Vinstrimenn, sem alla tíð hafa talið sig löggilta eigendur að öllum helstu framfaramálum verkalýðsins og helsta talsmann "Litla mannsins", virðast vera orðnar veruleikafirrtar skrifstofublækur og spurning hvort ekki væri rétt að senda þá út á akurinn... svona til þess að fá smá tengingu Errm

Ps. Það er kannski rétt að ég geti þess, að ég er ekki að alhæfa um vinstrimenn.... ekki um alla kjósendur vinstriflokkanna, heldur er ég að tala um ákveðna "stereo-týpu", sérstaklega af stjórnmálamönnum, sem gera persónulega hugmyndafræði sína að hugmyndafræði fólks síns.

TRM quote

"Að tryggja verkamanninum alla afurð vinnu sinnar eins og mögulegt er, er verðugt verkefni  góðra ríkisstjórna" (Abraham Lincoln, forseti)


mbl.is SA gagnrýna umhverfisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ég var líka einu zinni úngur & vitlauz, en aldrei vinztri zamt.

En greiníng þín er rétt, Reyðferðíngur góur...

Steingrímur Helgason, 9.2.2010 kl. 22:58

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú erum við bara vitlausir

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.2.2010 kl. 00:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband