Eitt helsta vandamál fyrirtækja á landsbyggðinni er lítill nær-markaður og ef menn vilja út fyrir markaðinn er þ.a.l. mikill flutningskostnaður.
Oft sér maður málum stillt upp á þann veg að fólk standi frammi fyrir tveimur valkostum:
"Stóriðju, eða eitthvað annað"
Ég hef aldrei skilið þessa afarkosti, enda eru þetta í mótsögn við raunveruleikan.
Íbúum á Reyðarfirði hefur fjölgað um 80% frá því fyrir álver, úr rúml. 600 í um 1.100. Í Fjarðabygð allri voru íbúar í hinum fimm byggðarkjörnum; Reyðarfirði, Eskifirði, Neskaupsstað, Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði, 3.995 árið 2002 en voru 1. des sl. 4.736, eða fjölgun upp á 19%. Um 30% starfsmanna álversins (ca. 130 manns) búa á Egilsstöðum.
Vandamál Reyðfirðinga fyrir álver, var EKKI atvinnuleysi, heldur fólksflótti og fólksflóttinn er vandamál landsbyggðarinnar í hnotskurn. Þegar fyrirtæki á landsbyggðinni leggja upp laupana, þá flytur fólkið sem missir atvinnuna burt í mörgum tilfellum og þegar íbúum fækkar minnkar grundvöllur fyrir eðlilegri þjónustu við íbúana. Þannig verða ákveðin "dómínóáhrif" í þróuninni.
Fyrir álver, var Austurland mesta láglaunasvæði landsbyggðarinnar, en í dag eru meðallaun þar þau hæstu. Andstæðingar stóriðjunnar töluðu um neikvæð ruðningsáhrif hennar. Ef hægt er að tala um ruðningsáhrif, þá var það að þau ruddu í burt láglaunastörfunum vegna samkeppnisáhrifa um vinnuafl á svæðinu eftir að álverið tók til starfa.
Hér að neðan er loftmynd af Reyðarfirði, fyrir og eftir álver. Það má gagnrýna bæjaryfirvöld fyrir að dreifa byggðinni of mikið. Auk þess er nafngiftir gatna og númerakerfi og skipulag þeirra til skammar.
Og svo sögðu andstæðingar framkvæmdanna eystra að þær hefðu takmörkuð áhrif og aðallega á meðan á framkvæmdunum stæði! Sumir "málsmetandi" menn (að sjálfsögðu yfirlýstir andstæðingar framkvæmdanna), létu hafa eftir sér opinberlega að Íslendingar fengjust ekki til að vinna í álverinu, heldur yrði það mannað með undirborguðum Pólverjum.
Í apríl 2007, skrifaði ég pistilinn Reyðarfjörður, hvernig hefurðu það?
150 ný störf hjá sex frumkvöðlasetrum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- VEKUR UPP VONIR AÐ BJARTARI TÍMAR SÉU FRAMUNDAN - LÍKA Á ÍSLANDI...
- Kristalskúlur brotna þegar þær mæta raunveruleikanum
- Hvað ef Trump hefði unnið 2020?
- Förum að dæmi Trump og segjum: ÍSLAND FYRST
- Hvers vegna ætti verðbólga að hækka vegna skattalækkuna og tollabreytinga?
- Trump-pólitík
- "Þannig fór um "SHOW-ferð" þá":
- 3221 - Trump
- Donald Trump endurkjörinn forseti Bandaríkjanna.
- Ríkið styrkir fjölmiðla
Athugasemdir
Góður pistill hjá þér og þarfur, þó held ég að þú snúir ekki þeim allra hörðustu sem vilja eitthvað annað!
Veistuv nokkuð hvernig gengur með kapalframleiðsluna þarna hjá þeim?
kveðja Rafn.
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 16:42
Það eru margir Pólverjar að vinna í álverinu en þeir er samt sumir hverjir betur borgaðir en Íslendingar sem þar vinna. Ástæðan fyrir því að sumir fái betur greitt er að þeir vinna hjá verktökum í tímabundnum störfum sem þeir missa takist álverinu að fullmanna verksmiðjuna.
Þessi tímabundnu störf eru líka til meðan verið er að þróa störfin þannig að hægt verði að hafa færri starfsmenn. Útreikningar um starfsmannafjölda hefur ekki staðist en samt tel ég að hægt verði að fækka þegar vélar fara að vinna rétt.
Ég flutti til Reyðarfjarðar vorið 2003 og hef fylgst með þróunini þar. Ég vara samt fyrir vonbrigðum með hvað lítið hefur verið hægt fyrir einstaklinga eða Verktaka að nýta sér tækifærin. En samt hefur þetta gefið sumum nægjanlegt vítamín.
Þvottabjörn, Bíley, Tanni og einhver kapitaliskur leigbílstjóri hafa dafnað meðan Kvikmyndahús, byggingafyrirtæki videoleiga virðast dala og deyja. Ég taldi þetta vera land tækifæra en einhvernveigin virðast sum tækifærin glatast. Þótt vissulega hafð kreppan líka sín áhrif.
Offari, 4.11.2009 kl. 16:43
Offari, það má segja að Reyðarfjörður og nágrenni, sé stór tilraunastofa. Vonandi verður margt hægt að læra af þessari reynslu og að Húsvíkingar geti nýtt sér hana.
-
Varðandi bíóið, þá var það sett upp hér af fjárglæframanni sem er með langa slóð gjaldþrota á baki sér. Ákveðinn hluti byggingaverktaka lenda alltaf í vandræðum, hvort sem er kreppa eða ekki. Videoleigur eru alls staðar að deyja, held ég.
Hér fóru margir fram úr sér, eins og annarsstaðar þar sem var þensla á byggingamarkaði. Hér voru byggð of mörg íbúðarhúsnæði, sem merkilegt nokk, skilar sér ekki í lægra leiguverði hér.
-
En menn mega ekki gleyma því, að þrátt fyrir allt er þetta ennþá bara krummaskuð, með einungis 1.100 íbúa, eða svipað og fjöldi íbúa í sæmilega stórri blokk í Reykjavík.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 17:07
Rafn, ertu að meina víraframleiðsluna fyrir háspennustrengi?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 17:08
Já
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 17:31
Ég held að hún gangi mjög vel. Að vísu varð alvarlegt slys við víravélina um daginn.
Markaður fyrir þessa víra í dag er stór, en fyrirhugað er að endurnýja stóran hlutað flutningskerfi raforku í Austur-Evrópu, og þar kemur Reyðarfjörður sterkur inn
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2009 kl. 17:41
Það var leiðinlegt að heyra, vona að viðkomandi nái sér.
Verður gaman að sjá hvað kemur út úr víraframleiðslunni
Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 4.11.2009 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.