Í Dag kl. 17.00 verða haldnir tónleikar í Kirkju og menningarmiðstöðinni á Eskifirði. Flutt verður Requiem eftir Gabriel Fauré (1845-1924) Myndin að ofan er portrait af Fauré, máluð af John Singer Sargent, um 1889. Flytjendur verksins eru Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ásam Glerárkirkjukór frá Akureyri og nokkrum félögum úr kirkjukórum á Austurlandi. Ég nýt þeirra forréttinda að vera einn af nokkrum félögum úr kirkjukór Reyðarfjarðar til að syngja þetta frábæra verk. Einsöngvarar og einleikarar koma einnig fram, m.a. Gillian Hayworth á óbó, skólastjóri Tónlistarskólans á Reyðarfirði. Hreint frábær óbóleikari.
Flest þekktustu tónskáldin sömdu Requiem (minningarverk) eftir pöntun, en ekki Fauré, því eins og hann orðaði það sjálfur: " I wrote it for the pleasure of it". Requiem verk eru oft há-dramatísk og jafnvel drungaleg en þetta verk er hátíðlegt og jafnvel gleðilegt.
Ég hlakka óskaplega til að flytja þetta verk ásamt þeim mörgu frábæru tónlistarmönnum sem fylla munu sviðið í Eskifjarðarkirkju í dag. Ég skora á alla tónlistarunnendur að láta þennan menningarviðburð ekki fram hjá sér fara.
Góða Skemmtun!
Ps. Sennilega hefur Fauré ekki orðað þetta svona á ensku, því hann var franskur (ég bara kann ekki frönsku )
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 946785
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Hlýindaspá
- Drukkinn sjómaður óskar eftir sparnaðarráðum. (Reykjavíkurborg)
- -stríðsvætturinn-
- Þórdís með stjórnarliðum
- Framhald á kynningu á þeirra geimskipum:
- Við viljum fríverslun!
- Aðeins íbúakosning getur bjargað Grafarvoginum frá "eyðileggingu"
- Lán Í óláni
- Nóg komið af dómsvaldi EES/ESB
- Tvær óreiðuskoðanir, og ein óskýr - 20250403
Athugasemdir
Það er hreint út sagt djöfullegt að vera í sjálskipaðri útlegð þegar svona nokkuð er sett upp fyrir austan.
Gunnar R. Jónsson, 3.11.2007 kl. 12:25
Nú vantar mig þyrlu.
En ég neita ekki að nú öfunda ég þig íhaldskurfurinn þinn.
Njóttu!
Árni Gunnarsson, 3.11.2007 kl. 16:59
Tónleikarnir heppnuðust afar vel fyrir fullu húsi gesta. Eftir allar æfingarnar undanfarnar vikur er sérkennileg tilfinning að nú sé þetta búið.
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.11.2007 kl. 15:30
Gott að heyra, til hamingju með þetta!
Gunnar R. Jónsson, 4.11.2007 kl. 19:19
Þetta er einhver fallegasta músik í heimi. Til hamingju!
Sigurður Þór Guðjónsson, 8.11.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.