Ég renndi yfir skýrslu Þorsteins Siglaugsonar sem hann gerir fyrir Náttúruverndarsamtök Íslands og International Fund for Animal Welfare, sem ég er að minnast á hér í fyrri færslu. Ég sé hana ekki aðgengilega á heimasíðu Náttúruverndarsamtakana nema á Ensku. Orðið "potential" (hugsanlega, mögulega) kemur nokkuð oft fyrir í skýrslunni og einnig er orðið "risk" (áhætta) víða að finna. Um áhrif hvalveiða í efnahagslegu tilliti segir, í lauslegri þýðingu minni:
"Samkvæmt heimildum okkar eru engin konkret dæmi um að lánamöguleikar íslenskra fyrirtækja, eða fyrirtækja tengdum Íslandi hafi skaðast, né vaxtakjör þeirra. Þetta gæti þó engu að síður auðveldlega breyst með aukinni vitundarvakningu á miklum kostnaði en litlum hagnaði [á veiðunum?] Auk þess starfa bankar og önnur fjármálafyrirtæki eftir siðfræðilegum og umhverfisfræðilegum forsendum sem við þessar aðstæður gætu alfarið komið í veg fyrir að fyrirtæki fengju yfir höfuð lán, ef þau starfa ekki eftir þeirra viðmiðum".
Einnig segir í skýrlsunni varðandi ferðamannaiðnaðinn:
"Ferðamannaiðnaðurinn er eini iðnaðurinn sem hægt er að benda á konkret dæmi um neikvæð áhrif, sem hlotist hafi af hvalveiðum Íslendinga. Þar hafur hvalaskoðunariðnaðurinn orðið fyrir mestum áhrifum, sem er skiljanlegt þar sem viðskiptavinir þeirra eru líklegastir til að vera á móti hvalveiðum. Það er þó engu að síður afar erfitt að meta heildaráhrifin, þar sem ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi hefur vaxið hratt undanfarin ár".
Getur verið að Þorsteinn Siglaugsson fái kaup fyrir að semja þessa speki?
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Sakamál
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Skoðanakannanir
- Spaugilegt
- Stjórnmál og samfélag
- stóriðja og virkjanir
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tónlistarspilari
Nýjustu færslurnar
- Sall Grover tapaði í undirrétti, hún býður eftir málflutningi á æðra dómstigi
- Maríuerlan mætt - Lítið til fugla himinsins
- Austrublót eða Austruhátíð hið upphaflega orð en ekki páskar?
- Páfinn fordæmdi vaxandi gyðingaandúð og biskupinn talaði um að mótmæla.
- Fúsk og sleifarlag gagnvart atvinnuvegum
- Hvað jók fylgið?
- Spilið "Trash" með spilastokk(52 spilum)
- Vopnahlé fyrir Úkraínu
- Páskasælgætið
- Gleðilega páska
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.