Flokkspólitísk niðurstaða

Það er í raun sorglegt að mál af þessu tagi skuli afgreitt eftir flokkspólitískum línum.

Ég fullyrði að umtalsverður hluti stjórnarþingmanna hafi ekki kosið eftir eigin sannfæringu í málinu sjálfu, heldur vegna annarra hagsmuna. 

Samfylkingarþingmenn eru dregnir áfram af þeirri sannfæringu að samþykkt ríkisábyrgðarinnar liðki fyrir og auki líkur á hraðferð inn í Evrópusambandið og V-grænir af ótta við að áratuga draumur um hreina vinstristjórn renni út í sandinn.

Ef þessi vinstristjórn liðast í sundur, þá verður það verkefni annara kynslóða en okkar, að leiða saman vinstrimenn að nýju. Steingrímur Joð gerir sér fulla grein fyrir þessu.

Ef bjáninn á Bessastöðum skrifar undir þessi lög... tja, hvað gerist þá?

P.s. Ég held að Ögmundur hafi sagt nei eftir að hafa fullvissað sig um að atkvæði hans skipti ekki sköpum og að frumvarpið færi í gegn. Öðru máli gegnir um Lilju Mó, ég hef meira álit á henni.


mbl.is Alþingi samþykkti Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

Sorgardagur

Einar Bragi Bragason., 30.12.2009 kl. 23:57

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Sammála

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 00:00

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Já sorgardagur. Sæll. Gunnar Flokkspólitísk niðurstaða nei trúarleg niðurstaðar ,,Hvað varðar mig um þjóðar hag  B.B." sú er útkoman.
kv Gleðilegt ár Sigurjón

Rauða Ljónið, 31.12.2009 kl. 00:07

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Í grein í  Pressunni  eftir H.H.G. er eftirfarandi upptalning sem ekki er hægt annað en að taka undir:

-

  • Hvers vegna eigum við Íslendingar að greiða skuldir, sem einkaaðilar hafa stofnað til?
  • Hvar stendur í samningum og lögum, að ríkissjóður sé ábyrgur fyrir því, sem Tryggingarsjóður innstæðueigenda og fjárfesta ræður ekki við að greiða?
  • Væri ríkissjóður ábyrgur fyrir því að lögum, hvers vegna þarf þá að semja sérstaklega um það og setja í lög?
  • Hvers vegna var Bretum ekki sendur reikningur fyrir því tjóni, sem þeir ollu íslensku bönkunum með því að neita Singer&Friedlander einum breskra banka á því tímabili um aðstoð og með því að setja Landsbankann á lista um hryðjuverkasamtök?
  • Hvers vegna hefur ekki mátt reyna á þessar feikimikilvægu skuldbindingar fyrir dómstólum?
  • Úr því að samið var, hvers vegna var þá ekki samið um sömu vexti og Bretar og Hollendingar taka sjálfir á lánum sínum til innstæðusjóða sinna?
  • Hvers vegna hafa ráðherrar margsinnis orðið uppvísir að ósannindum um málið, til dæmis um hlut Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að því?

Gunnar Th. Gunnarsson, 31.12.2009 kl. 00:28

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ögmundur sagði í atkvæðagreiðslu um að vísa málinu í þjóðaratkvæði að hann greiddi tillögunni ekki atkvæði, né öðrum breytingartillögum og heldur ekki Icesave málinu sjálfu. Þannig að afstaða hans var ljós áður en atkvæðagreiðslan um Icesave hófst.

Ögmundur verður eins og aðrir að njóta sannmælis.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 31.12.2009 kl. 02:28

6 Smámynd: Kári Friðriksson

Ég er orðin leiður á að lesa dónaskap um okkar ágæta forseta,mest frá fólki úr þeim flokki sem kom Íslensku þjóðinni í þessi vandræði því að selja bankana og gefa græðgisvæðingunni lausan tauminn.Ég er svo reiður út í þessar aðstæður,sem eru Sjálfstæðisflokknum að mestu að kenna að ég er við það að labba við hjá fólki sem talar svona á blogginu og berja það.        Viltu vinsamlega tala af meiri virðingu um sameiningartákn þjóðarinnr.       Virðingarfyllst,Kári Friðriksson.  

Kári Friðriksson, 1.1.2010 kl. 17:29

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Hvaða sameiningartákn ert þú að tala um Friðrik? Vinstrimanna?

-

Ef þú þolir ekki að heyra álit meirihluta þjóðarinnar á þessum manni, þá skaltu halda þig fjarri þessari bloggsíðu og fara með ofbeldi þitt annað.

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.1.2010 kl. 17:49

8 identicon

Sammála þér Kári þessum hægri fuglum er vart viðbjargandi og ekki er þessi bloggsíða fuglum né fiskum til framdráttar eða hvað sem það nú er sem kom megninu af landsmönum í þessar ógöngur,að vera sífellt að úthúða fólki sem er ekki sömu skoðunar og  hægri öfgamenn segir allt sem segja þarf um þankaganginn,þú segir mönnum að fara annað með ofbeldi sem ég sé hvergi nema hjá þér þegar þú ert í spreng og reiður útí allt og alla, þetta endar með magasári hjá þér

Æja Honkanen (IP-tala skráð) 1.1.2010 kl. 20:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband