Óskiljanlegur leikskilningur

sexy-talk-300x298Ég mæli með því að Sjónvarpið fái einhvern annan en Willum til að lýsa leikjum með starfsmönnum sínum. Undir lok fyrri hálfleiks þá sagði Willum að leikmenn færu varla þreyttir inn í hálfleik, því leikurinn væri svo hægur.

Ekki veit ég hvaða leik Willum var að horfa á en sá sem ég fylgdist með á Laugardalsvellinum var ekki neinn göngubolti nema síður sé. Þó leikurinn færi fram töluvert mikið á miðjunni á köflum og ekki mikið um marktækifæri, þá var pressa töluverð og rokið í alla bolta af miklum krafti.

Þó leikmenn séu ekki á harðaspretti í langhlaupum í átt að markinu, þá þýðir það ekki endilega að ekki sé verið að taka á því inná vellinum.


mbl.is Veigar tryggði Íslendingum sigur á Suður - Afríku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband