Gerast kaupin á eyrinni virkilega svona?

Eru diplómatísk stórmál afgreidd með einfaldri fyrirspurn með tölvupósti?

"Sæll Stoltenberg!

Heyrðu... geturðu lánað mér pening? Ég var að spá í svona ... tja... rúmlega 2 þúsund miljón miljónir. Ég er nefnilega dáldið blönk núna. þú veist... Icesave og þetta árans bankahrun og allt það.

Endilega láttu mig vita.

Kær kveðja, Jóhanna

Ps. Þú fyrirgefur að ég skrifa þér á íslensku. Er ekki einhver hjá þér sem skilur „gammel norsk“?
mbl.is Hærra lán ekki í boði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Eimmitt sem kom i huga við þessa frétt ómerkilegur forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir vita duglaus því miður Enn er verið að leika sér á þinginu ég get meira en þú la la la bla bla bla ætlar virkilega engin að fara taka í taumana að viti.

Sigurður Haraldsson, 10.10.2009 kl. 02:15

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þetta er eiginlega lýginni líkast.  

Við sitjum uppi með þetta lið í ríkisstjórn

Eins og bankahrunið sé ekki nóg

Hvað höfum við eiginlega gert, almenningur í þessu landi til að verðskulda þetta?

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 04:06

3 identicon

Það sem almenningur gerði til að verðskulda þetta var það að hann kaus þetta yfir sig.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 10.10.2009 kl. 06:44

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er hin raunverulega staða Gunnar, að Jóhanna hefur tekið loforð af Norrænu Sossunum um að þeir ljái ekki máls á að lána okkur Krónu, nema með AGS og Icesave-skilyrðum. Staðfest hefur verið, að fólk í öðrum stjórnmálaflokkum er reiðubúið til að veita okkur lán án skilyrða.

Nefna má að vinstri menn í Svíþjóð og Framsókn í Norvegi, hafa krafist þess að okkur sé veitt lánafyrirgreiðsla án skilyrða. Gæti verið að Sossar á Norðurlöndunum væru okkur óvinveittari en annað fólk ? Auðvitað er það ekki, heldur veldur þessu þau loforð sem gefin hafa verið Jóhönnu.

Icesave-stjórnin springur um helgina og pantaðar skýrslur frá Seðlabanka og Viðskiptaráðuneyti eru örvæntingarfull viðbrögð Jóhönnu. Skeyti hennar til Stoltenberg var sent til að tryggja að frá Norvegi komi einungis skýrt NEI, ekki nein umræða eða hik. Hvílík naðra !

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 09:18

5 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Já, já svona  er þetta og svo eitt stutt SMS;

No way from Norway /  Soltenberg

Magnús Sigurðsson, 10.10.2009 kl. 10:31

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það mætti halda að veslings kerlingarálftin væri búinn að tapa vitglórunni, þetta er smánarlegt fyrir Ísland.

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 11:17

7 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Maður er eiginlega kjaftstopp

Gunnar Th. Gunnarsson, 10.10.2009 kl. 12:56

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Ég segi það nú ekki!

Baldur Hermannsson, 10.10.2009 kl. 13:04

9 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Jóhanna var ekki að biðja um lán í þessum tölvupósti. Hún var aðeins að athuga hvorrt það væri rétt, sem þingmaður systurflokks Framsóknarflokksins í Noregi sagð að norst stjórnvöld væru nú búin að taka annan pól í hæðina en hingað til varðandi lán til okkar Íslendinga. Þeir hafa alla tíð sett það, sem algert skilyrði að umrædd lán væru hluti af pakka AGS og að það væri algert skilyrði að ganga fyrst frá Icesave málinu.

Þessi ferð Sigmundar og Höskulds var ekkert annað en sýndarmennska og þeir vissu það vel að ekkert kæmi út úr henni. Þeir reyna svo að sverta forsætisráðherra með birgsl um landnýð. Þetta er eitthvert versta lýðskrum, sem sést hefur í langa tíð og ekkert annað en skemmdarverk á tilraunum til að ná þjóðinni upp úr þeirri kreppu, sem hún er í.

Það stendur ekki til boða og hefur aldrei staðið til boða að fá lán frá Norðmönnum né öðrum norðurlandaþjóðum að undanskildum Færeyingum án þessara skilyrða.

Sigurður M Grétarsson, 10.10.2009 kl. 18:25

10 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Sigurður virðist telja að hann hafi nákvæmari upplýsingar en við hinir. Morgunblaðið segir svo frá:

Fram kemur á vefnum ABC Nyheter að Jóhanna hafi sent Stoltenberg tölvupóst á mánudag og spurt hvort það komi virkilega til greina að Norðmenn láni Íslendingum allt að 100 milljarða norskra króna án skilyrða.

Er hægt að skilja þessa frétt öðruvísi en að Jóhanna hafi spurt Stoltenberg "hvort það komi virkilega til greina að Norðmenn láni Íslendingum" ??? Hún hefur væntanlega einnig spurt hann hvort hann ætli að svíkja loforðið, sem hann gaf Jóhönnu um að lána Íslandi ekki nema með AGS-skilyrðum.

Það er auðvitað kolrangt hjá Sigurði, að ekki séu möguleikar á að fá "lán án skilyrða" hjá Norðurlöndunum. Frammararnir hafa sýnt fram á það og ég sjálfur hef komist að því að sumir þingmenn á Sænska þinginu kröfðust þess að við fengjum "lán án skilyrða". Sigurður þarf að kynna sér málið betur og alls ekki að trúa vitleysunni í Jóhönnu.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.10.2009 kl. 19:36

11 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Loftur. Þessi orð sýna ekkert annað en að Jóhanna sé að spyrja hvort það geti verið að skýr svör Norðmanna hingað til séu ekki lengur það, sem gildir.

Þó einhverjir sænskir þingmenn krefjist þess að við Íslendingar fáum lán frá Svíum án skilyrða þá breytir það því ekki að sænsk stjórnvöld og meirihluti sænska þingsins hafnar því algerlega.

Staðan er því enn óbreytt varðandi þetta. Lán frá norðurlöndunum öðrum en Færeyingum án skilyrða standa ekki til boða og hafa aldrei gert.

Þetta upphlaup Sigmundar og Höskulds er eithvert versta dæmið í íslenskri stjórnálasögu um blekkingar og lygar til að freista þess að koma ríkisstjórn frá. Þetta sýnir að þeir eru fyllilega tilbúnir til að skaða hagsmunu þjóðarinnar verulega til að komast sjálfir til meiri áhrifa í íslenskum stjórnmálum.

Sigurður M Grétarsson, 11.10.2009 kl. 10:04

12 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þú virðist ekki skilja Sigurður, að í Vestrænum lýðræðisríkjum eru það ekki ríkisstjórnir sem taka ákvarðanir um fjárveitingar, heldur eru það þjóðþingin. Við höfum ekki spurt þjóðþingin í þessum löndum og ekki upplýst þau um aðstæður okkar. Þetta kom greinilega fram í Sænska Riksdagin, þar sem ríkisstjórnin var snupruð fyrir upplýsinga-skort og henni skipað að koma síðar með upplýsingar.Þessi misskilningur virðist almennt loða við Sossana. Þannig halda þeir því fram, að Íslendska ríkisstjórnin hafi skuldbundið þjóðina með undirskriftum á minnisblöð (memorandum of understanding). Þetta er auðvitað alrangt, vegna þess:

  • Að samkvæmt Tilskipun 94/19/EB megum við ekki greiða og öll minnisblöð um annað eru því ógild.
  • Að auki var okkur stillt upp við aftökuvegginn og allir samningar sem þannig eru þvingaðir fram, eru ógildir.
  • Að auki eru engar fjárskuldbindingar löglegar fyrr en þær hafa verið samþykktar af Alþingi.
  • Að auki hef ég sjálfur skrifað upp á minnisblað þar sem ég lofa fyrir mína hönd og allra afkomenda Ingólfs Arnarsonar, að greiða ekki Icesave.

Við ætlum ekki að greiða Icesave !

 

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.10.2009 kl. 12:28

13 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Lolftur. Ég geri mér fyllilega grein fyrir því hvernig fjárveitingar eru ákveðnar í vestrænum lýðræðisríkjum. Ég geri mér líka grein fyrir því að eini flokkurinn á norska þinginu, sem vill lána okkur Íslendingum án skilyrða er með 6,2% fylgi. Flokkar með hin 93,8% fyglið hafa annað hvort aftekið þetta með öllu eða ekki tjáð sig um málið. Þetta má sjá í eftirtöldum fréttum:

http://eyjan.is/blog/2009/10/01/samstarfsflokkar-midflokksins-sla-risalan-nordmanna-ut-af-bordinu/

 http://www.visir.is/article/20091001/VIDSKIPTI06/699989740/-1  

http://www.pressan.is/Vidskipti/Lesavidskiptafrettir/norska-rikisstjornin-slaer-allar-hugmyndir-um-lan-ut-af-bordinu-vid-borgum-ekki-oreiduna?date=21.08.2008&stod=syn2

 

Staðreyndin er sú að við Íslendingar höfum verði á hnjánum út um allt að biðja um lán og engir aðrir en Færeyingar hafa ljáð máls á lánum án aðkomu AGS. Orð einstakra þingmanna og örflokka á þingum Noregs og Svíþjóðar breyta engu þar um.

Sigurður M Grétarsson, 12.10.2009 kl. 18:43

14 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þær fréttir sem þú vísar til Sigurður, eru í raun ein og sama fréttin sem er frá 01.október. Þetta er því gömul frétt, sem þar að auki er í megin-dráttum röng.

Við höfum á síðustu dögum fengið sannanir fyrir því, sem marga grunaði, að Icesave-stjórnin vill ekki fá önnur lán en á vegum AGS. Þetta kom auðvitað í ljós varðandi lán frá Rússum og núna með lánalínu frá Norðmönnum.

Í Norvegi og Svíþjóð eru margir þingmenn sem myndu veita okkur lánalínur án AGS-skilyrða, ef frá Íslandi kæmi formleg beiðni og þvinganir Evrópu-sambandsins útskýrðar.

Nú þarf Alþingi að taka sig til og senda sjálft lána-beiðni til vinsamlegra þjóðþinga. Ekki er hægt að treysta Icesave-stjórninni fyrir málinu.

Ég get upplýst, að 04.nóvember mun Sænska Riksdagen taka til umræðu lánið til Íslands. Ætli þingmönnum muni ekki bregða í brún, þegar þeim verður gert ljóst að samþykkt þeirra hefur verið notað til kúgunar á Íslendingum ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 12.10.2009 kl. 20:18

15 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þvílíkt bull hjá þér Loftur. Það hafa engar sannanir komið um að Íslensk stjórnvöld hafi hafnað lánum, sem hægt væri að fá án skilyrða um aðkomu AGS. Við Íslendingar höfum verið á hnjánum með beiðnir um lán án slkíkra skilyrða frá því löngu fyrir hrun og alls staðar annars staðar en hjá Færeygingum fengið höfnun á því. Það hefur ekkert breyst hvað það varðar. Slík lán standa okkur ekki til boða.

Þessar fullyrðingar um að Jóhanna hafi óskað eftir höfnun á slíkum lánum er ekkert annað en rógburður og lýðskrum. Það er ekkert, sem bendir til að neitt sé hæft í því.

Þó enstakikr þingmenn eða örflokkar á þingum Noregs og Svíþjóðar leggi fram þingsálktunartilklögur um slík lán breytir engu um það. Slíkar tillögur verða ekki samþykktar enda engin vilji hjá þessum þjóðum til að lána okkur háar fjárhæðir nema fyrir liggi trúverðug áætlun um það hvernig við ætlum að taka á okkar málum þannig að við getum greitt þessi lán til baka.

Sigurður M Grétarsson, 12.10.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband