Bjánaleg regla

Hver nákvæmlega kvartar yfir því að ökunemar hafi ekki uppfyllt skilyrði til að öðlast ökuleyfi og hversu algengt er það?

Ég fæ ómögulega séð að slíkt sé umkvörtunarefni sé svaravert. Er þetta "ónæði" fyrir einhvern blýantanagarann? Það þarf og hefur þurft að sækja um prófheimild að loknu ökunámi og það á að nægja. Nýja reglan skapar óþarfa fyrirhöfn fyrir nýja ökunema. Þeir eiga að geta hringt í næsta ökukennara og hafið nám.

 Ef um útlending er að ræða, uppfræðir ökukennarinn nemann um búsetuskilyrði og ef um ungling er að ræða, kannar ökukennarinn hvort viðkomandi uppfyllir aldursskilyrði. Ef vafi leikur á að nemi uppfylli kröfur um andlegt og líkamlegt atgervi, eru fagmenn látnir meta það.

Síðuhöfundur er ökukennari.


mbl.is Námsheimild einsdæmi á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband