Óheppileg netföng

Rúnar Karlsson, býr utan höfuðborgarsvæðisins og hugðist sækjast eftir kosningu til stjórnlagaþings. Kunningi hans í sama bæjarfélagi og raunar nágranni, hafði áður gefið það út að hann ætlaði að sækjast eftir kjöri.

Það hefur alltaf verið rígur og ákveðin samkeppni á milli þeirra félaga, bæði í einkalífinu og í viðskiptalífinu og satt best að segja eru þeir engir vinir. Raunar hafði "kunninginn" stolið æskuást Rúnars þegar þeir voru í 1. bekk í menntaskóla. Í dag er kunninginn hamingjusamlega giftur konunni en Rúnar er piparsveinn.

Rúnar var staðráðinn í að ná kjöri og umfram allt að fá fleiri atkvæði en kunninginn. "Best væri auðvitað ef helvítið næði alls ekki inn", hugsaði Rúnar og hafði uppi áform um að hafa persónulegt samband við alla bæjarbúa til að vinna þá á sitt band. Hann hafði þegar fjárfest í auglýsingum í ýmsum miðlum og lét gera dýran auglýsingabækling sem hann var einmitt að taka út úr prentsmiðjunni þegar hann rakst á "kunningjann" sem var að koma úr pósthúsinu við hliðina.

Þeir heilsuðust kurteislega án þess að geta leynt stirðleikanum sem var á milli þeirra. Kunninginn sér bæklingastaflann í fanginu á Rúnari og segir við hann: "Ég sé að þú ert búinn að gera kynningabæklinga. Mundirðu eftir að láta nýja netfangið fylgja með?"

"Nýja netfangið?", muldraði Rúnar ráðvilltur á svip.

"Já, nýja netfangið maður! Öllum hefur verið úthlutað netfangi með fyrstu þrem stöfunum í fornafninu og fyrstu þrem í eftirnafninu og svo kemur @stjornlagathing.is  í endann. Það er skylda að nota nýja netfangið, annars er framboðið ólöglegt", segir kunninginn einlægur á svip

"Já, ..já, ég mundi það", sagði Rúnar lágt, greinilega brugðið.

Að þessu stutta spjalli loknu kvöddust félagarnir. Rúnar stóð lengi einn eftir og starði tómlega út í loftið. Svo kviknaði skilningsblik í augum hans og varir hans byrjuðu að herpast og svo varð hann öskugrár í framan.

Hann gekk hægum, stirðum skrefum að ruslagámi á bílastæðinu við prentsmiðjugaflinn og fleygði kynningarbæklingunum ofan í hann.

Rúnar Karlsson ákvað á þessari stundu að minnast aldrei við nokkurn mann, á fyrirhugað framboð sitt til stjórnlagaþings, en kunninginn náði kjöri og er nú meðal 25 menninganna. Hann fékk óskipta athygli og stuðning bæjarbúa og jafnvel frá nágrannasveitarfélögunum líka, enda eini fulltrúi fólskins á stóru svæði.


mbl.is Vörpuðu hlutkesti 78 sinnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þeir sem völdust á stjórnlagaþing eru að mestu fulltrúar "Silfurs Egils" og þar hafa komið fáir af landsbyggðinni.  Til hamingju Egill Helgason. Sjálfsagt verður það þeirra hlutverk að "koma" ákvæði inn í stjórnarskrána, sem gerir það auðveldara fyrir Heilaga Jóhönnu & co að innlima landið í ESB.

Jóhann Elíasson, 1.12.2010 kl. 20:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nokkuð til í þessu hjá þér, Jóhann.

Annars átti þetta að vera gamansaga með "punch line".

"Punch line" á auðvitað að vera í bláenda brandarans, en þessi er öðruvísi . Nú reynir á athyglina við lesturinn

Gunnar Th. Gunnarsson, 1.12.2010 kl. 23:56

3 identicon

Þegar ég sá brandarann fyrst var netfangið með fyrstu þremur í fornafni, eftirnafni og vinnuheiti en hann Rúnar Karlsson var einmitt Sérfræðingur.

Vilhjálmur Einarsson (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 00:19

4 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ah... það er svo langt síðan ég heyrð´ann að ég gleymdi því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 3.12.2010 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband